Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 29

Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 29
HEILBRIGÐISMÁL / Jóhannes Long dýrarannsóknir benda til þess að samband sé á milli mikillar fitu- neyslu og líkinda á því að fá krabbamein í brjóst, ristil og blöðruhálskirtil. Nokkrar rann- sóknir á dýrum hafa sýnt að mikil fita í fæðu eykur tíðni brjósta- og ristilkrabbameina í rottum ef þeim eru jafnframt gefin þekkt krabba- meinsvaldandi efni. Pannig virðist fituneyslan auðvelda myndun eða vöxt krabbameinsins. Um það bil 40% af fæðuorku Islendinga fæst úr fitu og er það svipað og hjá Bandaríkjamönnum. Nálægt helm- ingur af fitu í fæði Islendinga er mettuð fita. Vestanhafs hefur verið lagt til að fituneysla verði minnkuð um að minnsta kosti fjórðung þannig að einungis 30% af fæðu- orku fáist úr fitu. Fyrir flesta ætti að vera auðvelt að minnka fituneyslu að þessu marki til dæmis með því að borða sem minnst feitt kjöt, skera frá alla sýnilega fitu við matargerð, minnka til muna smjör- notkun og drekka undanrennu eða léttmjólk fremur en nýmjólk. Marg- ir telja, að fjölómettuð fita eigi að vera stærri hluti í fæðu okkar í dag en raun ber vitni. Sú fita er í fiski og jurtum, meðal annars í jurtasmjör- líki og að nokkru Ieyti í smjörva. Borðaðu meira af trefjaríku fæði. Trefjar er orð sem er notað yfir þann hluta fæðu sem meltist illa. Mikið er af þessum efnum í ósiktuðu mjöli (þ.e. mjöli, þar sem hismið fylgir með), ávöxtum og grænmeti og eru þetta að mestu kolefnissambönd. Ekki eru menn á eitt sáttir um hlutverk trefja í því að fyrirbyggja krabbamein. Pannig benda trefjaunnendur á að til séu stórar faraldsfræðilegar rannsóknir sem sýni að ristil- krabbamein sé sjaldgæft meðal þeirra þjóða sem borða mikið af trefjum. Aðrir vísindamenn gagnrýna þetta og vísa til annarra rannsókna, sem benda til þess að trefjar gegni minna hlutverki en trefjavinir láti í veðri vaka. Þeir benda á, að þar eð fæða sem að jafnaði er trefjasnauð hafi hinsveg- ar oft hátt fituhlutfall, þá gæti ein- mitt þetta háa fituhlutfall verið það sem eykur líkur á ristilkrabba- meini, fremur en lágt trefjahlutfall. Hins vegar má ekki gleyma því að jafnvel þótt trefjar í sjálfu sér hindri ekki myndun krabbameins, þá eru ávextir, grænmeti og trefjarikar kornvörur holl skipti í staðinn fyrir fituríkan mat. Neyttu fæðu sem er rík af A- vítamíni og C-vítamíni. í dökk- grænu og djúpgulu grænmeti, og einnig í vissum ávöxtum, er mikið af karóteni sem er eitt form A-víta- míns. Margar dýrarannsóknir benda til að A-vítamín, og viss syst- urefni þess, minnki tíðni ákveð- inna krabbameina í dýrum og nokkrar faraldsfræðilegar rann- sóknir sýna að það fólk sem neytir að jafnaði karótenríkrar eða A-víta- mínríkrar fæðu hefur lægri h'ðni á krabbameini í barkakýli, vélinda og lungum. Sem dæmi um fæðu sem hefur mikið af karóteni má nefna gulrætur, tómata, spínat, apríkósur og perur. Ekki er ráðlegt að neyta hreins A-vítamíns í töfluformi eða belgjaformi í stórum stíl þar eð slíkt getur valdið A-vitamíneitrun. Nokkrar rannsóknir benda til þess að fólk sem lifir á C-vítamínríkri fæðu hafi minni líkur en aðrir á því að fá krabbamein í maga og vél- | inda. Borðaðu grænmeti af kross- blómaætt. Faraldsfræðilegar rann- sóknir benda til þess að neysla grænmetis af krossblómaætt geti ef I til vill minnkað líkumar á að fá krabbamein í meltingarveg og önd- unarveg. Pessarar ættar er til dæmis spergilkál (broccoli), hvít- kál, rósakál, hnúðkál og blómkál. Reynst hefur unnt að minnka líkur á því að tilraunadýr fái krabbamein af völdum vissra krabbameinsvald- andi efna með því að ala þau á ofangreindu grænmeti. Margar slíkar rannsóknir eru í gangi. Gættu hófs í áfengisneyslu. Lengi hefur verið vitað að þeir sem drekka mikið af áfengi, sérstaklega þeir sem að auki reykja sígarettur, hafa óvenjuháa tíðni af krabba- meinum í munni, barka og vélinda. Einnig getur ofnotkun áfengis vald- ; ið lifrarskemmdum (cirrhosis), sem í sjálfu sér auka likur á lifrarkrabba- meini. Faraldsfræðilegar rannsókn- ir frá Afríku, Frakklandi og Kína hafa sýnt aukna tíðni á vélinda- | HEILBRIGÐISMÁL 2/1986 29

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.