Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 11
heilsuverndar, sem vart hefur orð- ið síðustu árin. Tannhirða hefur batnað að mun, og flúorneysla aukist. Flúor hefur verið bætt í tannkrem. Munnskol, flúorhlaup og flúortöflur hafa gefið góða raun. Langbestur hefur ár- angur þó orðið þar sem flúor er í örlitlum skömmtum bætt í drykk- jarvatn. Flúormagni er þannig haldið stöðugu, langt undir hættu- mörkum, til þess að koma í veg fyrir eitranir. Nú er unnt að hindra að sýklar komist niður í ójöfnur á tyggingar- flötum tanna, þar sem helst er hætta á skemmdum. Pessum flötum er lokað með þunnri plasthúð, og þeir þar með innsiglaðir gegn skemmd- um. Pessi aðferð hefur gefist allvel á tyggingarflötum jaxla og forjaxla í börnum. Þá er unnið að tilraunum með bólusetningu gegn bakteríum sem valda tannátu og má búast við ár- angri á þeim vettvangi innan fárra ára. Sjúkdómar í tannholdi Pað er sameiginlegt með tönnum og jarðargróðri að það stoðar lítt að annast ávöxt sé jarðvegur ekki jafn- framt hirtur, og er þar átt við góma og tannhold. Tannsýkla veldur hægfara bólgu- breytingum í stoðvefjum tann- holds. Hreinsun tannsýklu er því besta vöm gegn tannholdsbólgum. Ef „klorhexidin" er blandað í munnskolvatn eða tannkrem veitir það nokkra vöm, en vænlegast er þó að treysta á tannburstann og tannþráðinn til hreinsunar. Tals- verður misbrestur hefur orðið á því að fá fólk til að taka sig á og gæta almenns hreinlætis í munni, enda er það ekki alltaf einfalt mál. Flúor- bæting drykkjarvatns væri kostn- aðarlítil og einföld í framkvæmd. Viðnám fólks gegn tannholds- sjúkdómum er mismunandi, en hjá sumum gengur sjúkdómur það langt að hann nær að eyðilegggja þá þræði, er halda tannrótum við bein og beinhimnu, er umlykur tannrót. Tönn, sem annars er heilbrigð, losnar, skarð myndast, það hróflar tannröð og leiðir til bit- skekkju sem greiðir götu frekari tannholdsbólgu. Tannholdsbólga kemur í köstum, og virðast koma mislöng tímabil þar sem sjúkdómurinn ligg- ur niðri. Reynt hefur verið að skipa fólki í áhættuhópa, en til þessa hafa slíkar tilraunir ekki skilað árangri. Fyllingarefni o.fl. Tækjakostur sá er tannlæknar hafa yfir að ráða er í stöðugri þró- un. Tannborar eru nú harðari, beittari og smærri en áður, þeir eru hraðgengari, og tannkvika er varin gegn hita með stöðugri vatnskæl- ingu. Áður þurfti að nema burt talsvert af heilbrigðum tannvef næst tann- átunni, til að tryggja haldgóða fest- ingu fyrir fyllingarefni og þurfti gjaman að skera úr tönn til við- bótar fyrir festingar vegna lélegrar viðloðunar. Með lækkandi tíðni tann- skemmda hefur jafnframt orðið takmark tannlækna að þyrma tannvef til hins ýtrasta og hafa um- bætur í gerð tannfyllingarefna með aukinni viðloðun borið okkur nær því marki, þannig að minna þarf nú að farga af heilbrigðum tannvef við undirbúning fyllinga en áður tiðkaðist. „Caridex 100" er efni, ný- lega komið á markaðinn, er leysir upp tannátuvef, eða tannskemmd, en vinnur ekki á heilbrigðum tannvef. Þannig er hægt að fylla holið, sem eftir verður án frekari undirbúnings. Þetta hentar þó ekki við allar tegundir tannskemmda. Silfurfyllingin „amalgam", hið hefðbundna fyllingarefni, hefur á aldarferli notkunar sannað gildi sitt, og hefur enn ekkert efni leyst það af hólmi. Það er einfalt í með- fömm, endist vel víðast þar sem fyllinga er þörf, enda þótt ýmis efni taki því fram hvað útlit snertir. Am- algam verður til við blöndun á kvikasilfursmálmi og svarfi ýmissa málma, aðallega silfurs, tins og kopars, en fleiri málmum er blandað í örlitlum skömmtum. Það harðnar á nokkrum klukkustund- um eftir fyllingu. Með endurbótum á efnablöndu hefur tekist að losna við ýmsa annmarka. Áður fyrr gekk tin-kvikasilfursblanda í efna- samband við munnvatn og á löngum tíma myndaðist ryð á yfir- borðinu. Með því einu að auka hlutfall kopars myndaðist stöðug | tin-koparblanda sem stenst vel j gegn ágangi munnvatns. Megin- gallar amalgams eru einkum tveir. Annars vegar binst það ekki tannvef, og er því vandasamt að j ganga svo frá brúnum fyllinga að j ekki leki á samskeytum. Hins vegar fellur dökkgrár litur amalgam- j fyllingar ekki vel við eðlilegan tannvef á áberandi stöðum. Nýlega eru komin á markaðinn I efni, blanda plasts og keramikagna, sem að útliti líkist framtannafyll- ingarefnum er verið hafa í notkun ! síðustu fimmtán árin, en hafa til þessa ekki haft þann styrkleika til að bera er þarf til að standast hið | mikla tyggingarálag jaxla. Vonir standa til að hið nýja efni uppfylli 1 senn æskilegar styrkleikakröfur. J Þáttur slitvandamáls er þó enn ekki að fullu leystur, og eru þessi efni því einkum notuð þar sem sjónar- mið útlits eru ríkjandi. Hefðbundin aðferð til að fá plast- efni sem byggð eru á „dimethacry- lati" til að harðna, er fólgin í efna- hvörfum. Ný aðferð er að herða efnin með ljósi. í fyrstu voru notað- ir útfjólubláir geislar, en nú hafa halógenljós leyst þá af hólmi. Kostur við slík ljós er að tannlæknir getur tekið sér þann tíma er með þarf til j að móta fyllingu áður en efnið j tekur að harðna. Áður hefur verið lýst plastefni, sem notað er til að fylla grunnar sprungur á tyggingarflötum tanna. [ Til þess að festa það er notuð fos- j fórsýra sem Ieysir upp kalkæðar á j j glerungi. Eftir verður kræklóttur gangur sem þunnt plastefnið læsir sig út eftir og festist þannig vel. Sýruæting þessi er þó aðeins bund- in glerungi. Aðferðin hentar vel við J uppbyggingu á brotnum fram- ( tönnum og má einnig nota til að fylla upp svokallað frekjuskarð þar sem þess gerist þörf. Einnig má beita þessari ódýru og auðveldu að- ferð þar sem jafna þarf litabreyting- ar á tönnum svo og við minni hátt- ar brot og misfellur á glerungi. \ j Meginkostur þessarar tækni er að ekki þarf að fóma heilum tannvef. Henni má beita til að festa tannréttingatæki. Fosfórsýra er látin verka á glerung sem er sýru- 10 HEILBRIGÐISMÁL 2/1986 BORGARLÆKNISEMBÆTTIÐ / Jóhannes Long ættur og plastefni látið fljóta niður í þá örfínu ganga sem myndast. Tannréttingatæki eru síðan fest með plasthúð á tennur og er þann- ig komist hjá þeim hættum sem fylgja því að festa málmhringi utan um tennur, en það stofnar glemngi Hér er einn af skólatannlæknum Reykjavíkur að leiðbeina um rétta tann- hirðu, en hún er forsenda góðrar tann- heilsu. í nokkra hættu. Svipaðan hátt má hafa á þegar brúa þarf skarð eftir tönn. Þannig má festa gervitönn á aðliggjandi tennur. Hefðbundin aðferð er að slípa aðlægar tennur niður og smíða krónur úr eðal- málmi og postulíni á þær og síðan steypa brú milli þessara króna. Þessi gamla aðferð, sem felst í því að slípa burtu heilbrigðan tannvef aðlægra tanna, samræmist ekki þeim hugsunarhætti er nú rík- ir, sem er að vernda sem mest af heilbrigðum tönnum og tannvef. Þess ber að gæta að ofangreind að- ferð hentar ekki við allar aðstæður, en hefur gefist vel sem bráðabirgða- lausn hjá ungu fólki, sem af ein- hverjum ástæðum hefur misst tennur. Þróuð hafa verið efni, er bindast tannbeini. „Polyacrylic" sýra er hér aðaluppistaða og binding fólgin í því að efnið gengur í efnasamband við kalkhluta tannbeins. í þessi efni hefur tekist að blanda flúor, sem j þannig ver mörk tanna og fyllingar j gegn tannátu. Efnið hefur gefist vel við slitskemmdir er koma á mótum tannrótar og krónu, og gerist þá ekki þörf á að bora út heilbrigðan tannvef til festingar. Að græða tönn í skarð Um Iangan aldur hefur það jafnt verið óskadraumur tannlækna, og þeirra er missa tönn, að græða nýja tönn eða gervitönn í skarðið. Enn eiga tilraunir með þetta langt í land. í stökum tilfellum hefur tekist að færa þannig eina tönn í annarrar stað. Skurðlæknar hafa nú áratuga- reynslu við ígræðslu gerviliða, slagæða og fleiri líkamshluta. Ekki hefur tekist að færa sér þessa tækni í nyt við ígræðslu gervitanna. Er það í samræmi við reynslu lækna, sem er sú að ígræðsla gerviefna eða gervilíffæra er aðeins möguleg ef þau eru að fullu hulin bein- eða mjúkvefjum. Tennur uppfylla ekki þau skilyrði. I munni leikur munnvatn um gervitönn, sýklar og aðrar örverur skapa gróðrarstíu og bjóða gervi- efnum birginn á viðkvæmu tímabili meðan ígræðsla fer fram. Þó hefur tekist að græða í gervi- tennur í tveimur áföngum, þannig að rót er fyrst grædd í bein, og síðar er byggð króna ofan á, eftir að rótin hefur náð festu. Halla Sigurjóns er starfandi tannlæknir í Reykjavík og lektor við tannlæknadeild Hdskóla, íslands. Hún stundaði framhaldsndm í Bandaríkjun- um og lauk meistaraprófi frá tannlæknaháskólanum í Indianapolis árið 1984, í tannsjúkdómafræði, tannfyllingu, tannefnisfræði og tannvernd. HEILBRIGÐISMÁL 2/1986 1 1

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.