Heilbrigðismál - 01.06.1987, Qupperneq 7
HEILBRIGÐISMÁl. Jónas RagnarsM>n
Priðji hver Reykvíkingur kom á
slysadeildina á síðasta ári
Rætt við Gunnar Pór jónsson yfirlækni
um starfsemi slysadeildar Borgarspítalans
Slysadeild Borgarspítalans er
sennilega sú sjúkrahúsdeild sem
flestir kynnast af eigin raun. Okkur
lék forvitni á að fræðast um starf-
semi deildarinnar og mæltum okk-
ur mót við dr. Gunnar Þór Jónsson
prófessor í slysalækningum og yfir-
lækni deildarinnar. Hann tók við
því starfi fyrir þremur árum af
Hauk Kristjánssyni, sem verið
hafði prófessor og yfirlæknir síðan
1955 er deildin var nefnd Slysa-
varðsstofan og var til húsa í Heilsu-
verndarstöðinni við Barónsstíg.
Gunnar Þór er sérfræðingur í bækl-
unarskurðlækningum.
Oft í viku er sagt ífréttum aðfólk hafi
verið flutt á slysadeild Borgarspítalans.
En hvert er hlutverk deildarinnar?
Venjulega er deildin nefnd slysa-
deild en í reynd heitir bráðamóttak-
an á fyrstu hæð „slysa- og sjúkra-
vakt" en á annarri hæð eru svo-
nefndar „endurkomur". Hingað
kemur ekki eingöngu slasað fólk
heldur einnig fólk sem hefur veikst
skyndilega, og við tökum á móti öll-
um sem hingað koma.
1 bráðamóttökunni er fólk skoð-
að. Reynt er að sjúkdómsgreina þá
sem veikir eru, veita þeim úrlausn
hér eða leggja þá inn. Lyflækninga-
deild spítalans hefur þar fasta vakt
og sinnir flestum bráðaveikindum
og eitrunum. Slysadeildin sér um
slysamóttöku og fæst við áverka og
sjúkdóma í stoðkerfi líkamans og
öll minni háttar meiðsl. Hver sér-
deild spítalans tekur að sér þá
áverka sem undir hana heyra.
Heila- og taugaskurðdeild sinnir
höfuð- og mænuáverkum, skurð-
deild áverkum á innri líffæri, háls-,
nef- og eyrnadeild áverkum á sínu
sviði og svo framvegis.
Hér er gæsludeild fyrir þá sem
dveljast minna en sólarhring. Þeir
sem þurfa að dveljast lengur eru
lagðir inn á legudeild slysadeildar,
á lyflækningadeild Borgarspítalans
eða á önnur sjúkrahús.
Hve margir komu á slysadeildina á
síðasta ári og hverjum þjónar deildin?
Árið 1986 komu 42.770 manns
hingað vegna slysa og bráðra veik-
inda eða að meðaltali 117 manns á
dag. Auk þess komu um 23 þúsund
manns á endurkomudeildina, til að
fá skipt um umbúðir og í nánari
rannsóknir.
Meira en níu af hverjum tíu sem
hingað leita eiga heima á höfuð-
borgarsvæðinu en á deildina kemur
einnig fólk víðar að, ekki síst mikið
slasað fólk. Það lætur nærri að
þriðji hver Reykvíkingur hafi kom-
ið á slysadeildina á síðasta ári.
Samkvæmt ársskýrslum Borgar-
spítalans komu 95% fleiri sjúklingar á
Dr. Gunnar Þór Jónsson prófessor hef-
ur verið yfirlæknir slysadeildar Borgar-
spítalans síðan í mars 1984.
slysadeild Borgarspítalans árið 1985
heldur en árið 1970. Á sama tíma hefur
íbúum höfuðborgarsvæðisins aðeins
fjölgað um 20%. Hvað hefur gersl?
A þessu eru margar skýringar.
Ein skýringin er að við höfum sífellt
verið að sinna fleiri sjúkum, sem
hafa ekki aðgang að annarri heil-
brigðisþjónustu. Vaktþjónusta
lækna á höfuðborgarsvæðinu hafði
verið ófullnægjandi og þess var
vænst að álagið á slysadeildina
minnkaði við þær breytingar sem
voru gerðar á vaktþjónustunni fyrir
áramótin, en því miður hefur sú
ekki orðið raunin.
Önnur skýring á aukinni aðsókn
er fjölgun slysa. Þá er orðið algeng-
ara en áður að fólk með minni hátt-
ar meiðsli komi hingað, meðal ann-
ars til að fá læknisvottorð vegna
fjarvista frá vinnu eða skóla.
Hvaða slysum hefur fjölgað mest?
Þegar litið er á tölur um orsakir
slysa vekur athygli að orsökin
„högg af hlut" er nú tvöfalt algeng-
ari en fyrir áratug, en það er hugs-
anlegt að skráningin sé orðin betri
en áður. íþróttaslysum hefur einn-
ig fjölgað mjög mikið, en nú munu
iðkendur íþrótta vera miklu fleiri en
áður.
Aukinn frítími fólks á síðustu
árum hefur líklega átt sinn þátt í
fjölgun slysa.
Hefur dregið úr einhverjum slysum
vegna fræðslu cða annarra slysavarna?
Já, og eitt dæmi eru eitranir.
Þeim hefur fækkað um meira en
helming síðasta áratug. Sennilega
er það að þakka mikilli umræðu og
ábendingum um hættuleg efni, og
merkingar á umbúðum hafa batnað
þó enn sé ýmsu ábótavant.
Annað dæmi eru umferðarslys-
in. Fjöldi slasaðra hefur að vísu
staðið nokkurn veginn í stað síð-
6 HEILBRIGÐISMÁL 2/1987
HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Ragnarsson
ustu ár, en ef tekið er mið af íbúa-
fjölda hefur slysum fækkað. Bílum
hefur fjölgað mikið síðustu árin
þannig að umferðarslys sem hlut-
fall af fjölda bíla eru nú þriðjungi
færri en fyrir áratug.
Er mikið um það að á slysadeildina
komi fólk sem á ekkert erindi þangað og
gæti allt eins farið til heimilislækna eða
á heilsugæslustöðvar?
Já. Fólk kemur hingað með alls
kyns kvilla sem ekki berbrátt að svo
og gömul meiðsl sem heimilislækn-
ar gætu annast. Hins vegar getum
við ekki rekið fólk í burtu ef það hef-
ur ekki í önnur hús að venda. Eina
leiðin er að bæta aðra þætti
heilbrigðisþjónustunnar.
/ könnun á viðhorfi til heilbrigðis-
þjónustu í febrúar 1985 sögðu 14% að-
spurðra að þjónustu slysadeUdar Borg-
arspítala væri ábótavant eða mjög
ábótavant, en það var nær tvöfalt stærri
hópur en var óánægður með aðra þætti
heilbrigðisþjónustunnar. Kom þctta á
óvart?
Ekki svo mjög, en ég held að fólk
sé fyrst og fremst óánægt með að
þurfa að bíða. Skipulagið hefur nú
verið bætt til að stytta biðina sem
mest. Hins vegar er óhjákvæmilegt
Norðurendi Borgarspítalans. Bráða-
mótlaka slysadeildar er á neðri hæð en
endurkomudeild á þeirri efri. Læknar
slysadeildar cru 16, hjúkrunarfræðing-
ar 28 og annað starfslið 16 manns.
að fólk þurfi að biða þegar óvenju
margir koma á stuttum tíma og eins
þegar sjúklingar koma með fjölá-
verka og allt starfsfólkið er skyndi-
lega bundið við meðferð þeirra.
Við leggjum allt kapp á að veita
fólki eins fullkomna læknishjálp og
unnt er, og ég held að okkur takist
það býsna vel, miðað við aðstæður.
Hve lengi þarffólk að bíða þegar mest
er að gera?
Það getur verið allt að tvær eða
þrjár klukkustundir, þegar álagið
er mest. Einn hálkudag í desember
komu til dæmis sjötíu manns á sjö
klukkustundum, og flestir voru
með brotin eða brákuð bein. Svona
álagstoppar setja allt á annan end-
ann og ekki er hægt að ráða við
það. Sjúklingar verða að treysta því
að við gerum allt sem hægt er til að
stytta bið þeirra.
Hér er fleira starfsfólk á þeim tím-
um sem vitað er fyrirfram að mikið
verður að gera, eins og á nýársnótt,
en annars er erfitt að skipuleggja
móttöku slasaðra fram í tímann,
eins og skiljanlegt er.
Þegar slasað fólk kemur á afgreiðslu
slysadeildar finnst sumum að of mikið
kapp sé lagt á aðfá upplýsingar umfæð-
ingardag, símanúmer og fleira cn
meiðslin séu minna atriði. Er ekki hægt
að haga þessu öðru vísi?
Mér finnst slík gagnrýni ekki
sanngjörn. Það er nauðsynlegt að
skrá þessar upplýsingar sem fyrst,
Hvar verða slysin?
Algengustu slysstaðir.
Fjöldi þeirra sein koiitu á slysadeild
Borgarspítalans árið 1986.
Úti (ekki viö vinnu) .... 10.998
Heimahús................ 7.578
Ýmsir vinnustaðir......3.712
Skólar.................. 1.793
Verksmiðjur.............1.408
Skemmtistaðir............1.184
Byggingar (í smíöum) . . . 751
Á sjó..................... 365
en það er ekki látið ganga fyrir ef
mikið liggur við að hefja meðferð.
Eru sjúklingar kallaðir inn afbiðstof-
unni eftir því Iwe mikið þeir eru slasað-
ir? Fá þeir forgang sem koina með
sjúkrabíl og fara þess vegna ekki á bið-
stofuna?
Á hverri vakt er hjúkrunarfræð-
ingur sem á að sjá um að þeir sem
mikið eru slasaðir hafi forgang. Þá
skiptir ekki máli hvernig þeir koma.
Hvenær á fólk að kalla til sjúkrabíl og
hvenær á það að reyna að koma sér og
sínum á slysadeildina mcð öðrum
hætti?
Þegar grunur leikur á að um
hjartaáfall sé að ræða á að hringja
tafarlaust á sjúkrabíl, því að fyrstu
mínúturnar skipta miklu máli í slík-
um tilvikum. Svipuðu máli gegnir
um meðvitundarlaust fólk og þá
sem liðið hefur yfir. Þegar sjúkling-
ar eru mikið slasaðir og erfitt er að
hreyfa þá á að flytja þá í sjúkrabíl.
Öðru máli gegnir um veikindi
sem ber ekki mjög brátt að. Þá á
frekar að hringja í læknavaktina.
Þar er fólk sem getur ráðlagt um
viðbrögð ef löng bið er eftir lækni.
Það er mjög sjaldan sem fólk
kemur í sjúkrabíl að ástæðulausu.
Það kernur spánskt fyrir sjónir að
neyðarbíllinn sé rekinn af lyflækninga-
deild Borgarspílalans en ekki slysa-
deildinni. Hvaða rök eru fyrir því?
Tilgangurinn með neyðarbílnum
er fyrst og fremst að sinna fólki með
bráða sjúkdóma, einkum hjarta-
sjúkdóma, og þess vegna fer læknir
frá lyflækningadeild með honum.
Hann er þó einnig notaður í útköll
HEILBRIGÐISMÁL 2/1987 7