Heilbrigðismál - 01.06.1987, Síða 10

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Síða 10
HEII.BRIGÐISMÁl. / Jónas Ragna 1 Nú eru á lífi um fjögur þúsund manns sem fengið ham krabbamein Samkvæmt upplýsingum úr Krabbameinsskrá Krabbameinsfé- lags íslands voru 3960 íslendingar á lífi í árslok 1985 sem fengið höfðu krabbamein. Konur voru mun fleiri en karlar, 2410 á móti 1550. Gera má ráð fyrir að síðan hafi þessi hópur stækkað enn og nú séu um fjögur þúsund manns á lífi sem fengið hafa krabbamein. Helmingurinn hefur lifað í meira en fimm ár, en oft er við það miðað þegar rætt er um að fólk sé læknað af krabbameini. Langflestir voru á lífi eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein (773 kon- ur í árslok 1985), því næst kom blöðruhálskirtilskrabbamein (313 karlar), síðan skjaldkirtilskrabba- mein (272 karlar og konur), rist- ilkrabbamein (251 karlar og konur) og leghálskrabbamein (235 konur). í meðfylgjandi töflu er skráður fjöldi fólks sem fengið hefur krabbamein og var á lífi, skráð eftir því í hvaða líffærum meinið var. Mun fleiri geta nú vænst þess að læknast af krabbameini heldur en áður var. Um 16% karla sem greindir voru á árunum 1956-60 lifðu í fimm ár eða lengur en 31% þeirra sem greindust 1976-80 lifðu svo lengi. Hliðstæðar tölur fyrir konur hafa hækkað úr 27% í 46%. Svo virðist sem meiri bati hafi orðið í eins árs lifun (survival rate) heldur en fimm ára lifun síðustu árin. Það er mjög misjafnt eftir upp- runa æxlisins hversu góðar bata- horfurnar eru. Þrír af hverjum fjór- um sem fá krabbamein í skjaldkirtil lifa í fimm áreða lengur, en einung- is tíundi hver lungnakrabbameins- sjúklingur, svo að dæmi sé tekið. Eins og sést á meðfylgjandi töflu hefur lifun batnað að því er varðar flest krabbamein. jónas Ragnarsson ritstjóri og Hrafn Tuliniusyfirlæknir tóku saman úrupp- lýsingum sem safnaö hefur verið hjá Krabbameinsskránni, en hún hefur starfað síðan 1955. Fimm ára lifun Hundraðshlutfall fólks sem fengið hefur krabbamein og lifði fimm ár eða lengur eftir að meinið var greint. Greiningarár 1956 1976 -60 -80 Karlar Öll krabbamein............... 16% 31% Skjaldkirtilskrabbamein . . . 38% 75% Vararkrabbamein.............. 68% 63% Blöðrukrabbamein............. 25% 56% Húðkrabbamein................ 60% 55% Heilaæxli.................... 20% 38% Ristilkrabbamein............. 15% 36% Blöðruhálskirtilskrabbamein 29% 36% Nýrnakrabbamein............... 8% 34% Endaþarmskrabbamein .... 25% 24% Hvítblæði.................... 10% 19% Magakrabbamein................ 9% 16% Lungnakrabbamein......... 0% 9% Vélindakrabbamein........ 0% 7% Lifrarkrabbamein.............. 0% 6% j Briskirtilskrabbamein.... 0% 2% J 10 HEILBRIGÐISMAL 2/1987

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.