Heilbrigðismál - 01.06.1987, Page 17
HEJLBR/GÐJS.VÍÁL Ljósmyndarinn (Jóhannes Long)
Keisaraskurður fyrir 62 árum
Grein eftir Jón P. Hallgrímsson
Keisaraskurðir eiga sér langa
sögu, sem rekja má allt til Róma-
ríkis hins forna, en þar var svo fyrir
mælt í lagaboði að nema skyldi burt
fóstur úr kviði látinnar konu. Elstu
heimildir um keisaraskurð á lifandi
konu eru frá því á sextándu öld, en
litlum sögum fer af slíkum aðgerð-
um fyrr en á nítjándu öld.
Fyrsti keisaraskurður hér á landi
var gerður árið 1865, sá næsti 1910
og sá þriðji 1911.
í sambandi við athugun á sögu
keisaraskurða á íslandi, sem nú er
unnið að á Kvennadeild Landspít-
alans, kom í ljós að gerður var keis-
araskurður í Vestmannaeyjum árið
1925. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrir-
spurnir þar tókst ekki að fá nánari
upplýsingar um aðgerðina, en síðar
kom í ljós að Páll Kolka, sem var
læknir í Vestmannaeyjum á þeim
tíma, skýrir frá aðgerðinni í bók
sinni „Úr myndabók læknis".
Sjúklingurinn var Jónína Sigurdar-
dóttir, sem kennd var við Hoffell í
Vestmannaeyjum. Jónína er fædd í
Loðmundarfirði árið 1892, en flutti
þaðan til Seyðisfjarðar og síðan til
Vestmannaeyja árið 1912 ásamt eig-
inmanni sínum sem var formaður á
Eyjabátnum Hauki.
Eg átti þess kost nýlega að spjalla
við Jónínu um þennan keisara-
skurð, en hún hafði fætt árin 1913,
1916 og síðan tvíbura árið 1921.
í desember 1924 drukknaði eigin-
maður hennar er hann var að
skyldustörfum með héraðslæknin-
um í Vestmannaeyjum, Halldóri
Gunnlaugssyni. Jónína var þá van-
fær og minnist þess að hafa verið
lasin framan af meðgöngunni, auk
þess sem hún minnist draumfara er
henni þótti boða voveiflega at-
burði. Sannaðist það er hún missti
eiginmann sinn með svo sviplegum
hætti. Mánuði síðar fékk Jónína
miklar blæðingar og var þá Páll
Kolka sóttur og komst hann að því
að um „fyrirliggjandi" fylgju var að
ræða. Hann ákvað því að gera keis-
araskurð og var „skurðstofan" flutt
inn á heimili Jónínu að Hoffelli í
Vestmannaeyjum, sem enn stend-
ur. Mun Jónína hafa búið þar þang-
að til hún flutti til Reykjavíkur fyrir
um tuttugu árum.
Jónína Sigurðardóttir fæddi barn rneð
því að gangast undir keisaraskurð árið
1925 og var tíunda íslenska konan sem
slík aðgerð hefur verið gerð á. Jónína
dvelur nú í þjónustuíbúð við Dalbraut
í Reykjavík, orðin 94 ára og er vel ern.
í Hoffelli voru ágæt húsakynni,
„stássstofa", sem Páll lét taka allt út
úr og þvo hátt og Iágt, eins og hann
segir í endurminningum sínum.
Jónína minnist þess að hafa feng-
ið deyfingasprautu en aðstoðar-
læknir við aðgerðina var Pétur
Jónsson, sem síðar varð læknir á
Akureyri. Minnist Jónína þess að
hafa heyrt á tal læknanna þegar
þeir töldu að hún væri sofnuð.
Hún segir að aðgerðin hafi geng-
ið vel, en hún verið lengi að ná sér.
Barnið lifði ekki af aðgerðina enda
fætt tveim mánuðum fyrir tímann.
Hjúkrunarkonan sem var viðstödd
aðgerðina var Sólveig Jesdóttir
Gíslasonar. Jónínu heilsaðist vel
eftir aðgerðina og fæddi síðan einu
sinni eðlilega eftir þessa sögulegu
aðgerð.
Jónína mun vera tíunda konan
sem gerður er á keisaraskurður á
íslandi og ef til vill sú eina sem
leggst undir hnífinn á sínu eigin
heimili. Einnig er athygli vert að
Páll Kolka hafði aldrei áður gert
keisaraskurð, né heldur séð hann
gerðan.
Mæðradauði vegna keisara-
skurða var á þessum árum mjög hár
og því voru þessar aðgerðir mjög
sjaldgæfar og aðeins beitt sem
neyðarúrræði. Af þessu leiddi að
læknastúdentar og raunar læknar
þeirra ára fengu ekki tækifæri til
þess að sjá slíkar aðgerðir. Það var
fyrst með bættri svæfingatækni og
tilkomu fúkkalyfja að tíðni keisara-
skurða jókst að því marki sem nú er
orðið, en nú lætur nærri að 15%
allra fæðandi kvenna á íslandi
gangist undir keisaraskurð.
Jón Þorgeir Hallgrímsson er yfir-
læknir á Kvennadeild Landspítalans og
dósent við læknadcild Háskóla íslands.
HEILBRIGÐISMÁL 2/1987 17