Heilbrigðismál - 01.06.1987, Side 20

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Side 20
TV7 skáldið sagði: „Á fjöllum hef ég fjörs og krafta notið, fætur mína á jafnsléttunni brotið". Á síðastliðnum þrjátíu árum hafa margar rannsóknir verið gerðar til þess að kanna áhrif líkamsræktar á heilsufar. Miklar kröfur eru gerðar til læknisfræðilegra rannsókna og réttilega krafist heiðarlegra vinnu- bragða. Flestar þessar rannsóknir hafa sýnt fram á ótvírætt gildi gönguferða og ég efast ekki um að þegar fram líða stundir muni æ fleiri niðurstöður hníga í sömu átt. Við þurfum ekki að bíða eftir þeim, það getur orðið of seint fyrir þig og mig. Auk þess liggur gildi göngu- ferða í augum uppi. Ég get alls ekki lokið þessu spjalli án þess að geta þess að bæði Ferða- félag íslands og Útivist gefa al- menningi á höfuðborgarsvæðinu kost á göngu hvern einasta sunnu- dag og langflesta helgidaga, ailan Ánægðir ferðalangar á vorgöngu í Goðalandi í Pórsmörk. Jöklaferð á Jónsmessu Ferðafélag fslands efnir jafnan til gönguferðar á Eiríks- jökul á Jónsmessu. Árið 1973 slóst ég í för með göngu- mönnum og hlakkaði að vonum mikið til, enda aldrei kynnst undraheimi jöklanna. Ég hafði búið mig þokka- lega undir ferðina með nesti og nýja skó. Lagt var af stað frá Reykjavík klukkan átta á föstudagskvöldi og ekið upp í Borgarfjörð og framhjá Kalmannstungu. Þar fengu menn venjulega spenvolga mjólk hér á árum áður, eftir því sem mér var sagt í þessari fyrstu ferð, en svo var þó ekki í þetta skiptið. Þegar farið hafði verið framhjá efsta bæ í Borgarfirði var lagt inn á Hallmundarhraun og ekið með Strútnum. Dag- ana á undan hafði verið heldur vætusamt og ferðalangar guldu þess fljótlega, því færð hafði spillst og rútan festist illa svo við urðum að tjalda þar sem við vorum komnir. Þar var hvergi þurran blett að finna því hellirigning var. Það tókst þó vonum framar að koma upp tjöldum og eftir smá hressingu var gengið til hvílu. Eftir sex til sjö tíma svefn voru garpar ræstir og ganga hafin og áfram farið með Strút og yfir Hallmundarhraun í átt að Torfabæli, en þar er venjulega tjaldað í þessum ferð- um. Þegar ég vaknaði rassblautur þennan morgunn, varð mér hugsað með öfund til hestamannsins sem um getur 1 eftirfarandi vísu: „Lyngs við byng á grænni grund, glingra og syng við stútinn. Þvinga ég slyngan hófahund, hring í kringum Strútinn". Eftir stutta hvíld í Torfabæli var haldið á jökui. Af urn það bil þrjátíu manns sem í hópnum voru fór rúmur helmingur upp. Við héldum sem leið lá fyrst upp tals- verðan bratta í vesturhlíðum fjallsins og komum þá a Stall, en þar eru hallandi jökulurðir upp að sjálfum jöklin- um. Jökulbungan er aflíðandi, hvergi brött, en þæfingS' halli og talsvert finnst manni leiðin orðin löng þegar upp var komið eftir þrjár til fjórar klukkustundir. Snjór var mjög gljúpur svo að sökk í og fyrir bragðið var gangan erf- iðari. 20 HEIUBRIGÐISMÁL 2/1987

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.