Heilbrigðismál - 01.06.1987, Page 26

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Page 26
Heilbrigðisstefna stj órnmálaflokkanna: Flestir kjósa forvarnir í umræðum í fjölmiðlum fyrir alþingiskosningarnar í vor fór lítið fyrir heilbrigðismálum, enda þótt til þeirra sé varið fimmta hluta ríkisútgjalda. En hvaða heilbrigðisstefnu hafa þeir stjórnmálaflokkar sem eiga nú full- trúa á Alþingi og buðu fram í öllum kjördæmum? Eftirfarandi yfirliti er ætl- að að varpa ljósi á þá heilbrigðisstefnu sem um var kosið í apríl, Ijóst eða leynt. A Alþýðuflokkurinn Úr ritinu „Viðreisn velferðarríkisins — nýsköpun í efnahagsmálum. Stefnumál við Alþingiskosningar 1987": Ný heilbrigðisstefna miði að því að nýta fjármuni, tæki og aðstöðu betur en nú er. Jafnframt verði for- varnir stórauknar. Sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðisþjónustu- rannsóknir til að bæta skipulag og rekstur heilsugæslu og sjúkrahúsa- þjónustu. í rannsóknastarfi verði einnig kannað orsakasamhengi milli sjúkdóma og þeirra íslensku þjóðfélagshátta, efnahagslegra og félagslegra, sem áhrif hafa á velferð og afkomu fólks. Auk ofangreindra meginmark- miða verði lögð áhersla á að nýta skólakerfið betur til kennslu í heilsuverndarmálum og slysavörn- um, og í vörnum gegn ávana- og fíkniefnaneyslu. Aðrir miðlar verði einnig nýttir til að efla forvarnar- starf. Sérstök áhersla verði lögð á tannvernd og fyrirbyggjandi að- gerðir í tannlækningamálum. Auk- in verði heilbrigðis- og félagsleg þjónusta utan stofnana, m.a. heim- ilisþjónusta og heimahjúkrun fyrir aldraða ogöryrkja. Þaðernauðsyn- legt að samræma betur þjónustu innan og utan sjúkrahúsa, m.a. til þess að draga úr innlögnum á sjúkrahús. Tryggt verði að ekki þurfi að vera umtalsverðir biðlistar á sjúkrahús- um, og aukinn verði stuðningur við félagasamtök sem vinna að viður- kenndu forvarnarstarfi í heilbrigð- ismálum. Starf að vinnuvernd verði einnig stórlega aukið. Fyrirkomulagi og verðmyndun í lyfjasölu verði breytt til að draga úr útgjöldum og stemma stigu við of mikilli notkun lyfja. Fjármögnun heilbrigðisþjónustu í heild verði einnig endurskoðuð með það að markmiði að tengja betur saman ákvörðunarvald, stjórnun, fjár- hagslega ábyrgð og aðhald. B Framsóknarflokkurinn Úrályktun um heilbrigðismál sem sam- þykkt vará 19. flokksþingi Framsóknar- flokksins í nóvember 1986: Ný öld er í augsýn með gjör- breyttu þjóðfélagi. Viðfangsefni heilbrigðisþjónust- unnar eru ekki eingöngu að lækna og hjúkra heldur einnig að fyrir- byggja sjúkdóma. Með stórefldri fræðslu um heilbrigt líferni, auk- inni þekkingu á eigin líkama og með einföldum aðgerðum getur hver einstaklingur haft áhrif á eigið heilsufar. Flokksþingið leggur til að mörk- uð verði svokölluð neyslustefna og hvetur til þess að hið opinbera stýri álögum sínum svo að stuðlað verði að heilbrigðum neysluvenjum og tómstundaiðkunum. Breytingar á aldurssamsetningu og sjúkdómatíðni kalla á breyttar aðgerðir við skipulagningu og A 26 HEILBRIGÐISMAL 2/1987

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.