Heilbrigðismál - 01.06.1987, Side 33

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Side 33
HEII.BRIGÐISMÁJ. / Jónas Ragnarss Þróttmikið • Metadsókn ad leitarstödinni. Á síðasta ári voru um 23.100 konur skoðaðar vegna leitar að krabba- meini í leghálsi, þar af komu um 10.300 í leitarstöðina í Reykjavík og 8.500 í leitarstöðvar annars staðar á landinu. Petta er besta þátttaka í leghálskrabbameinsleitinni á einu ári síðan hún hófst árið 1964. Auk þess voru skoðuð brjóst um 18.300 kvenna í leitarstöðvunum, en um 2.400 þeirra fóru síðan í röntgen- myndatöku af brjóstum og um 700 í fínnálarástungu. Við skoðanir á vegum leitarstöðva Krabbameins- félagsins greindust 46 brjósta- krabbamein, 3 leghálskrabbamein og 107 meiri háttar forstigsbreyting- ar í leghálsi. • Grunnrannsóknir. Dr. Helga M. Ögmundsdóttir læknir hefur verið ráðin til að veita forstöðu rann- starf Krabbameinsfélagsins sóknastofu í sameinda- og frumu- líffræði sem nú er að taka til starfa í húsi Krabbameinsfélagsins. Verður þar unnið að grunnrannsóknum á svonefndum lífsýnum. • Ristilleit. Áárinul986 vorusend út gögn til 6000 karla og kvenna, 45-69 ára, vegna frumkönnunar á skipulegri leit að æxlum í ristli og endaþarmi. Svörbárustfráum30% karla og 40% kvenna. Blóð greind- ist í hægðasýnum 36 einstaklinga. Tveir þeirra reyndust vera með krabbamein á byrjunarstigi, aðrir tveir með ífarandi krabbamein, og góðkynja slímhúðarsepar fundust hjá allmörgum. Fljótlega verður tekin ákvörðun um framhald þess- arar rannsóknar. • Ráðgjöf og heimahlynning. í kjölfar árangursríkrar söfnunar vorið 1986 undir kjörorðinu „Þjóð- arátak gegn krabbameini" var ákveðið að auka þjónustu við al- menning, krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. Ráðnir voru hjúrunarfræðingar til að sinna heimahlynningu og veita upplýs- ingar og ráðgjöf. Fólki gefst kostur á að hringja í síma 91-21122 kl. 9-11 alla virka daga. • Fræðsla í skóluni. Starfsmenn Krabbameinsfélags Reykjavíkur heimsóttu um 13.300 nemendur í 92 grunnskólum á síðasta vetri, þar á meðal voru nær allar bekkjardeildir í 5.-8. bekkjum skóla á höfuöborg- arsvæðinu. • Starfsmannafjöldi. Samkvæmt því sem fram kemur í nýjustu árs- skýrslu Krabbameinsfélagsins eru nú um 50 stöðugildi hjá samtökun- um og hefur þeim fjölgað um 25 síð- an 1981. • Heiðursráð. Á 35 ára afmæli Krabbameinsfélagsins, í júní 1986, var tilkynnt að forseti íslands, Vig- dís Finnbogadóttir, hefði fallist á að gerast verndari félagsins. Jafnframt var hún kjörin í heiðursráð félags- ins, fyrst allra. Á aðalfundi Krabþa- meinsfélagsins í lok apríl 1987 var Hjörtur Hjartarson forstjóri kjörinn í heiðursráðið. Hann sat í stjórn fé- lagsins frá 1952 til 1987, lengst af sem gjaldkeri. • Stjórnarkjör. Prófessor Gunn- laugur Snædal var endurkjörinn formaður Krabbameinsfélags Is- lands til tveggja ára á aðalfundi fé- lagsins í apríl. I stjórn til næstu fjög- urra ára voru kosin Vigdís Magnús- dóttir hjúkrunarforstjóri, Gunnar M. Hansson forstjóri og Lilja Ólafs- dóttir framkvæmdastjóri, en hún var kosin í stað Hjartar Hjartarson- ar. Aðrir í stjórn eru Almar Gríms- son lyfsali, Auður Guðjónsdóttir húsmóðir, Björgvin Lúthersson forstjóri, Erlendur Einarsson fyrr- verandi forstjóri, Matthías Johann- essen ritstjóri, Ólafur Örn Arnar- son yfirlæknir, Sigurður Björnsson Iæknir, Sigursteinn Guðmundson yfirlæknir og Tómas Árni Jónasson læknir. Forstjóri Krabbameinsfé- lagsinserdr. G. Snorri Ingimarsson læknir. -jr. Margir hlynntir krabbameinsleit Óhætt er að segja að íslend- ingarséu hlynntir krabbameins- leit, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Hagvangur gerði fyrir Krabbameinsfélagiö í apríl í vor, en hún náði til 1158 karla og kvenna á aldrinum frá 15 til 79 ára. Spurt var: „Hver er afstaða þín til leitar að krabbameini, bæði hjá körlum og konum?" Mjög hlynntir voru 87,9%, frek- arhlynntir8,6%, 0,4V<> andvígir og 3,1% tóku ekki afstöðu. Af þeim sem tóku afstöðu voru því 99,6% hlynntir krabbameinsleit almennt. Sérstaklega var spurt um af- stöðu til leitar að krabbameini í ristli og endaþprmi. Niður- stöðurnar voru svipaöar, 99,3% þeirra sem tóku afstöðu voru hlynntir slíkri leit. Þessar niðurstöður eru ótví- ræður stuðningur við það starf sem Krabbameinsfélagið hefur unnið að síðustu áratugi. -jr. HEILBRIGÐISMAL 2/1987 33

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.