Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 4
HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Ragnar Hvíld og heilsa í fyrstu bók Móse segir um sköp- un heimsins: „Og Guð lauk á hin- um sjöunda degi verki sínu, er hann hafði gjört, og hvfldist hinn sjöunda dag og helgaði hann, því að á honum hvíldist Guð af verki sínu, sem hann hafði skapað og gjört." Og þriðja boðorðið hljóðar þannig í samræmi við sköpunar- söguna: „Halda skaltu hvíldardag- inn heilagan." Hvort sem menn trúa sköpunarsögu Biblíunnar bók- staflega eða ekki er ljóst að í henni felast ráðleggingar um að öllum sé hvfldar þörf að loknu verki og í raun er boðorðið fyrirskipun um það að menn hvílist með reglulegu millibili. Biblían er rituð af mikilli mannþekkingu og byggð á reynslu aldanna. Flest í þeirri gömlu bók er hagnýtt í dag, þó sumt þurfi að umrita fyrir nútímann. Auk fyrir- mæla um iðkun trúar er ljóst að í boðskapnum felst að fólk eigi að gæta heilsu sinnar og bæta hana með hvfld þegar þreytu gætir. Sjálfur Guð gekk þar á undan með góðu fordæmi. Vinnulöggjöf okkar og kjara- samningar fela í sér framkvæmd boðskapar sköpunarsögunnar með því að gefa öllum reglulega hvíld- ardaga frá starfi. Flestir íslendingar hafa tvo frídaga í viku auk hátíðis- daga. Vinnuhagræðing og tækni nútímans hafa líka náð því marki að flestir hafa nokkurn tíma aflögu daglega, utan reglubundins starfs, sem þeir geta nýtt sér að eigin geð- þótta, hvort sem er til hvfldar eða til annarra starfa eða leikja. Auk daglegra frítíma og vikulegra frí- daga eiga allir rétt á sumarleyfi og/ eða vetrarleyfi frá fjórum og upp í nær sjö vikur árlega. Flestir hafa því meira en nógan tíma til þess eins að hvflast. Vand- inn er sá að nota hann rétt, því bæði þarf að hvíla líkama og huga. Margir kunna góð skil á líkam- legri þreytu og hafa ráð til að losna við hana með hvfld og líkamlegri slökun. Öðru máli gegnir um and- lega þreytu. Allt of margir kunna ekki skil á henni og átta sig ekki á því þegar hún keyrir úr hófi og hvfldar er þörf. Streita og andleg þreyta eru náskyld. Hugur manns er ekki eins og líkami, að hægt sé að leggja hann til hvfldar sam- kvæmt áætlun eða skipun. Oft er það jafnvel svo að hugurinn fer all- ur í uppnám þegar líkaminn hvílist og athyglin beinist frá líkamlegu álagi. Svefnleysi um nætur tengist þessu mjög. Leiðir til hvfldar hug- ans eru samt margar, en ekki eins einfaldar og til hvfldar líkamans, og leiðirnar eru breytilegar eftir at- vinnuháttum og manngerðum. Best reynist til hvfldar hugans að taka hann frá því efni sem þreytu veldur, þ.e. að dreifa huganum. Fyrir kyrrsetumann er líkams- hreyfing mjög góð í þessu augna- miði. Fyrir erfiðisvinnumann getur líkamshreyfing líka verið góð, sér- staklega ef hún er ólík hans venju- lega líkamsálagi og veitir honum ánægju. Möguleikar á líkamshreyf- ingu eru miklir og má nefna sund og gönguferðir sem algildar allt ár- ið. Fyrir þá sem heldur vilja vera innanhúss eru heilsuræktarstöðvar og fimleikahús ákjósanleg. Margir freistast til að leita sér andlegrar hvfldar með því að lesa blöð, hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp. Á þessu sviði er mikið í boði. Nægir að nefna að flestir kaupa eitt eða fleiri dagblöð, marg- ar útvarpsstöðvar eru í gangi allan sólarhringinn og tvær sjónvarps- stöðvar starfa öll kvöld og hluta úr degi þar að auki um helgar. Spennan í fréttaflutningi og dæg- urmálum er mikil og til þess að draga að sér athygli fólks er henni haldið uppi óspart af fjölmiðlun- um. Allir vita að meiri hluti frétta og dægurmála er fremur óróavekj- andi en hvflandi fyrir hugann. Fólk ánetjast og því finnst það verða að fylgjast með öllu, sem er að gerast, heima og erlendis. Nýlega er kqm- in út bók sem fjallar um þá sem þjást af svonefndri upplýsinga- streitu, sem er sálarkvilli af völd- um of mikils upplýsingaflæðis nú- tímans. Vandi fólks er að velja og hafna rétt. Þegar ágangur upplýs- inga er mikill, er nauðsynlegt að setja sér hámarkstíma á því sviði á sama hátt og settur er hámarkstími á atvinnu og sennilega er þörf hvfldardaga þar sem annars stað- ar. Jónas Hallgrímsson, prófessor. 4 HEILBRIGÐISMAL 1/1989

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.