Heilbrigðismál - 01.03.1989, Page 9
und sköddunar eða sjúkdóms
heldur margþætt og oft löng röð
atburða.
Með þessu varð til nýr skilning-
ur á fjölbreytileika þeirra ástæðna
sem liggja til grundvallar langvar-
andi verkjum. Boð um þá flytjast
fyrir tilstuðlan boðefna sem eru
hin sömu og taka þátt í flutningi
boða við depurð og kvíða. Því má
telja enn sennilegra að þær aðferð-
ir sem oft duga vel við bráða sárs-
auka dugi illa eða alls ekki við
langvarandi sársauka. Svo er einn-
ig raunin. Augljóst er að venjuleg-
ar verkjatöflur eða enn frekari
hvfld og fjarvera frá vinnu læknar
ekki þetta ástand.
Framfarir í læknisfræði síðustu
ára hafa valdið því að fremstu vís-
indamenn á þessu sviði telja að
tími sé kominn til að skoða bak-
veiki á nýjan hátt. Margt bendir til
þess að almennt hreyfingarleysi
fólks í nútímaþjóðfélagi valdi því
að einhæf störf í iðnaði eða á skrif-
stofu, þó létt séu, leiði til alvar-
legra bakverkja. Sú staðreynd að
bakveiki er nær óþekkt meðal van-
þróaðra þjóða þar sem fjölbreytt
líkamlega erfið vinna er enn mjög
almenn, rennir enn frekari stoðum
undir þessa ályktun. Raunar eru
engar vísindalegar sannanir fyrir
því að ráðleggja beri fólki að hætta
vinnu sinni vegna bakverkja nema
vinnan sé sérlega einhæf eða aug-
ljóslega mjög erfið. Ekki verður séð
að aukið slit á beinabyggingu í baki
valdi aukinni tíðni bakverkja.
Þar sem flest bendir til að bak-
verkir okkar í dag séu afleiðingar
rangrar líkamsbeitingar fremur en
slitsjúkdómur er ástæða til að
minna á að jákvæð afstaða til
hreyfingar og uppörvun er senni-
lega mun árangursríkari en þær
aðferðir sem taldar hafa verið góð-
ar og gildar.
Að lokum
Aldrei verður nógu rík áhersla
lögð á það að sérhver bakveikur
sjúklingur á skýlausan rétt á ná-
kvæmri skoðun læknis ásamt því
að tekin sé greinargóð sjúkrasaga
til að útiloka alvarlega kvilla eða
sjúkdóma sem beita má markvissri
meðferð við. Sé þessu skilyrði full-
nægt af kunnáttu og alúð er hægt
að draga verulega úr alvarlegum
afleiðingum bakverkja.
Helstu heimildir:
Gísli Einarsson: Um bakverki. Blaö Iöju-
þjálfarafélags íslands, 1986, 8 (2), 4-12.
Ólöf A. Steingrímsdóttir, Vilhjálmur Rafns-
son, Þórunn Sveinsdóttir, Magnús H. Ólafs-
son: Einkenni frá hreyfi- og stoðkerfi. Hóp-
rannsókn á úrtaki íslendinga, I. Læknablaðið
1988, 74, 223-232.
Gordon Waddell: A New Clinical Model for
the Treatment of Low-Back Pain. Spine, 1987,
12 (7), 632-644.
Richard A. Deyo: Measuring the Functional
Status of Patients With Low Back Pain. Arch.
Phys. Med. Rehabil., 1988, 69, 1044-1053.
Ulrika Klingensterna: Andra kursen om
Spinal Disorders. Kritisk granskning av met-
odernas tillförlitlighet. Sjukgymnasten, 1988,
8, 19-21.
Vert Mooney: Update. How to treat and
prevent back pain. Executive Health Report,
1988, 24 (10).
Quebec Task Force in Spinal Disorders,
Report. Spine, 1987, 12 suppl., (7), s8-s54.
Gísli Einarsson læknir er sérfræð-
ingur í orku- og endurhæfingarlækn-
ingum og starfar í Reykjavík.
Áður hefur birst grein eftir Gisla í
Heilbrigðismálum (1/1987): Megrun
án hreyfingar er oftast árangurslaus.
Heilræði fyrir bakveika
Nokkrar ábendingar um það hvernig draga má úr líkum á bak-
verkjum við athafnir daglegs lífs.
Vinnan
Sitjið með slakar axlir og nálægt hornréttri (90°) beygju í olnbog-
um, með stuðning frá stólbaki á neðsta hluta mjóbaks. Sitjið vel
inni á stólnum, með hornrétta beygju á hnjám og fætur á gólfi eða
á skemli ef þörf krefur. Rísið oft á fætur til að sækja hluti í stað
þess að renna stólnum til, notið helst ekki hjól á stólnum ef þau
auka kyrrsetu. Slakið á kjálkaliðum öðru hverju og andið djúpt.
Gerið hlé á vinnunni í 20 til 30 sekúndur á 15 til 20 mínútna fresti
og teygið ykkur rækilega.
Standið gleitt eða með annan fótinn framar, nálægt verkefninu,
með verkefnið í eða rétt undir olnbogahæð, með gott pláss á borð-
inu og verið í góðum skóm. Hvílið annan fótinn öðru hvoru á
skemli eða skiptið milli sitjandi og standandi vinnu ef hægt er.
Lyftið eins nálægt hlutnum og hægt er, verið í gleiðstöðu eða
með annan fótinn framar, með hnén bogin og bakið beint. Takið
hlutinn með beinum handleggjum, réttið úr hnjánum, teygið háls-
inn, styðjið við hlutinn með magavöðvunum og forðist snúning
meðan lyft er.
Mikilvægir almennir þættir á vinnustað eru góður andi, vinnu-
hagræðing, fjölbreytt verkefni, áhugaverð verkefni og sjálfstæð
ábyrgð.
Frístundir - hvíld
Til að tryggja góðan svefn þarf rúmið að vera mátulega mjúkt
þannig að bakið sé beint þegar legið er á hlið.
Sætin í bílnum þurfa að veita góðan stuðning við bakið. Á lang-
ferð er nauðsynlegt að stansa reglulega til að teygja úr sér.
Sitjið með stuðning við allt bakið þegar horft er á sjónvarpið.
Tryggið nauðsynlega hreyfingu, stundið reglulegar gönguferðir
eða sund og gjarnan einhverja aðra líkamsrækt að auki.
Almenn atriði
Lifið reglubundnu og hófsömu lífi með nægum svefni til að forð-
ast streitu, kvíða, áhyggjur af eigin hag o. s. frv.
Dragið sem mest úr notkun áfengis, tóbaks og annarra vímu-
efna, þar með talið róandi lyfja og svefnlyfja, ef mögulegt er.
Tryggið hreint, reyklaust og hlýtt loft heima og á vinnustað, haf-
ið mátulegt rakastig og dragið úr hávaða. G. E.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1989 9