Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 11
JSFÉLAGIÐ / Ljósmyndarinn (Jóhannes Long) Krabbameinssamtökin 40 ára Fyrsta félagið var stofnað 8. mars 1949 Nú eru 40 ár liðin síðan Krabba- meinsfélag Reykjavíkur var stofn- að, en það var fyrsta krabbameins- félagið hér á landi. Fundur „til undirbúnings stofnunar félags er hefði baráttu gegn krabbameini að markmiði" var haldinn 1. febrúar 1949. Par sagði einn fundarmanna að læknar þyrftu að „hafa sam- vinnu um þessi mál og fá aðstoð allra hugsandi manna í þessari bar- áttu við vonleysi, bölsýni og upp- gjöf". Segja má að mikill árangur hafi náðst. Nú er ótti við krabba- mein minni en áður og hlutfalls- lega fleiri læknast af sjúkdómnum. Sjötti hver karl sem fékk krabba- mein fyrir þrjátíu árum lifði í fimm ár eða lengur og taldist því lækn- aður, en nú á þetta við um þriðja hvern karl. Áður læknaðist fjórða hver kona, nú önnur hver. Fyrsta íslenska krabbameinsfé- lagið var stofnað 8. mars 1949 en næstu árin voru stofnuð fleiri félög og landssamtök þeirra, Krabba- meinsfélag Islands, voru stofnuð árið 1951. Nú eru aðildarfélög þess orðin 29, þar af fimm sérstök stuðningsfélög krabbameinssjúkl- inga. Krabbameinssamtökin hafa hasl- að sér völl á sviði forvarna, við fræðslu, rannsóknir, leit og stuðn- ing við sjúklinga. Krabbameins- lækningar eru hins vegar alfarið á hendi heilbrigðisþjónustu hins op- inbera. Á vegum elsta félagsins, Krabba- meinsfélags Reykjavíkur, hefur verið gert mikið átak í tóbaksvörn- um í grunnskólum síðasta áratug- inn með þeim árangri að dregið hefur verulega úr reykingum nem- enda. Einnig hefur félagið gefið út fjölda fræðslurita um krabbamein og krabbameinsvarnir. Þá rekur fé- lagið öflugt happdrætti sem er ein af helstu tekjulindum krabba- meinssamtakanna. - Ír- Frettir frá Krabbameins- félaginu Skipað í Heiðursráð. Nú hef- ur stjórn Krabbameinsfélags ís- lands kosið fjóra í Heiðursráð Krabbameinsfélagsins, en það er æðsta viðurkenning sem félagið Heiðursráð Krabbameinsfélags- ins. Talið frá vinstri: Hjörtur Hjartarson, Gunnlaugur Snæ- dal, Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Bjarnason. veitir. í ráðinu eru „heiðursfé- lagar sem til þess eru valdir fyrir frábært starf í þágu félagsins", eins og segir í reglum um ráðið. Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, og verndari félagsins síð- an 1986, var kjörin í ráðið fyrst allra, á 35 ára afmæli félagsins 27. júní 1986. Hjörtur Hjartarson, forstjóri, stjórnarmaður félags- ins 1952-1987, var kjörinn í ráðið á aðalfundi 30. apríl 1987. Ólafur Bjarnason, prófessor, formaður félagsins 1973-1979, og Gunn- laugur Snædal, prófessor, for- maður félagsins 1979-1988, voru kjörnir í ráðið á stjórnarfundi 7. október 1988. Þessir fjórir heið- ursfélagar komu saman nýlega og var meðfylgjandi mynd þá tekin. Stéttarfélög taka þátt í kostn- aði við krabbameinsleit. Nú hefur Krabbameinsfélagið samið við Starfsmannafélagið Sókn og Verkakvennafélagið Framsókn um að félögin taki þátt í kostn- aði við krabbameinsleit meðal félagskvenna, og fleiri félög hafa óskað eftir hliðstæðum samn- ingum. Stéttarfélögin greiða þann kostnaðarhlut sem konur þurfa að öðru jöfnu að greiða sjálfar þegar þær fara í skoðun í Leitarstöð Krabbameinsfélags- ins, en það gjald er nú 550 krón- ur. Gegn framvísun félagsskír- teina fellur þessi kostnaður á stéttarfélögin. Metaðsókn í Leitarstöðina. Á síðasta ári fóru 26750 konur í skoðun vegna leitar að krabba- meini í leghálsi og brjóstum, þar af um helmingur í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins við Skóg- arhlíð í Reykjavík. Þetta er mesti fjöldi sem mætt hefur í skoðun á einu ári síðan þessi starfsemi hófst fyrir aldarfjórðungi. Síð- ustu þrjú árin komu 78% kvenna á aldrinum frá 25 til 69 ára í skoðun, en sambærileg tala árin 1979-81 var 54%. -ir- HEILBRIGÐISMÁL 1/1989 11

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.