Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 13
Eins og áður var minnst á eru
einkenni óþols af aukefnum svip-
uð raunverulegu ofnæmi. Óþol
hefur þó viss sérkenni sem stund-
um hjálpar til við að greina það
eða að fá grun um það. Sameigin-
leg einkenni óþols og ofnæmis eru
astmi, slímhúðarbólga í nefi, ofsa-
kláði eða ofsabjúgur og einkenni
frá meltingarvegi. Almenn bjúg-
söfnun, þreyta, slen, uppþemba
og þrálátur höfuðverkur bendir
frekar til óþols en ofnæmis. Auð-
vitað verður að hafa í huga að
þessi einkenni, hvert fyrir sig eða
flest saman, eru algeng og geta
verið af ýmsum öðrum gjörólíkum
orsökum. Sjúklingar með ofnæmi
lýsa oft ótrúlegum sveiflum í
þyngd, allt að 4 kg á einum sólar-
hring. Jafnframt finna þeir fyrir al-
mennum bjúg og þrota, einkum
kringum augu og á höndum. Fing-
ur eru stirðir og jafnvel aumir án
þess að nokkrar liðskemmdir korni
fram. Mígrenhöfuðverkur er lík-
lega nokkuð algengur meðal þessa
sjúklingahóps, en þess ber að geta
að þessi höfuðverkur er talinn geta
brotist út við neyslu fæðu sem er
rík af tyramíni og skyldum efnum,
t.d. osta, súkkulaðis og léttra vína.
Aspirín eða magnýl hefur lengi
verið mikið notað verkjalyf. Óþol
fyrir því er býsna algengt og ein-
kennin alveg hin sömu og af auk-
efnum. Um helmingur þeirra sem
hafa aspirínóþol hafa einnig auk-
efnaóþol. Orsakir aspirínóþols eru
ekki að fullu kunnar en talið víst
að þær sé að finna í áhrifum aspir-
íns á svokölluð prostaglandín.
Grunur um að rotvarnarefni geti
verið orsök óþols verður æ sterk-
ari. Fyrst voru það bensósýra og
bensósýrusölt, kalíum og natríum-
Einkenni ópols
og ofnæmis
* Astmi
* Slímhúðarbólga í nefi
* Ofsakláði
* Einkenni frá meltingarvegi
* Uppþemba
* Proti kringum augu
* Þroti á höndum
* Bjúgsöfnun
* Þreyta eða slen
* Prálátur höfuðverkur
* Sveiflur í þyngd
Hafa verður í huga að þessi
einkenni geta verið af
öðrum orsökum.
bensóat. Bensósýrusambönd eru
mikið notuð í matvælaiðnaði. Pau
er að finna í kökum, saltstöngum,
aldinmauki og sultum, niðursoðn-
um ávöxtum og ferskfrystum
ávöxtum, aldinsafa, söltum og
reyktum fiski, niðurlögðum fiski
og skelfiski.
Sorbinsýra og sölt hennar, kalí-
um- og natríum-sorbat, eru einnig
sett í samband við óþol. Sorböt eru
í aldinmauki og frystum ávöxtum,
niðursoðnum ávöxtum, súrsuðum
og niðursoðnum kjötvörum, niður-
lögðum fiskafurðum, ostum og
smjörlíki.
Brennisteinssambönd (m.a. súlf-
ít) hafa verið völd að nokkrum til-
fellum af bráðalosti, einkum í
Bandaríkjunum. Enn er mikið af
brennisteinssamböndum í léttum
vínum. Pau eru einnig í sykri og
sírópi, kartöfluflögum, þurrkuðum
matjurtum og ferskum og frystum
matjurtum, ferskum, frystum og
þurrkuðum ávöxtum. Oft hefur
fólk óþol fyrir víni, einkum rauð-
víni. Að vísu eru yfir eitt þúsund
mismunandi efnasambönd í vínum
og mörg þeirra geta hugsanlega
verið skaðleg heilsu rnanna. Urn
helmingur þeirra sem hafa veruleg
einkenni um óþol af vínum eru þó
með jákvæð þolpróf fyrir súlfítum.
Óþol af völdum nítrata hefur Iít-
ið verið kannað, en saltkjöt og
hangikjöt gefur nokkuð oft of-
næmiseinkenni. Nítröt og nitrít
koma einkurn fyrir í reyktu og sölt-
uðu kjöti og unnum kjötvörum,
niðurlögðum fiski og osturn.
Önnur efni sem nefnt hefur ver-
ið að gætu valdið óþoli eru rot-
varnarefnin propíonsýra og sölt
hennar, þrávarnarefnin bútýlhýdr-
oxýtúlen og bragðefnið mónóna-
tríumglútamat, sem hefur valdið
heiftarlegum astmaköstum, en er
annars aðallega sett f samband við
höfuðverk sem kemur eftir máltíðir
á kínverskum veitingahúsum þar
sem þetta efni mun vera mikið not-
að til matseldar.
Lítið er vitað um tíðni aukefnaó-
þols. Par við bætist að einkennin
eru háð skömmtum. Litlir skammt-
ar eru því líklegir til að gefa lítil eða
engin óþægindi, nema þá hjá þeim
sem eru allra viðkvæmastir. Stórir
skammtar gefa ef til vill mikil ein-
kenni hjá þeim sem eru mjög við-
kvæmir, en lítil eða engin hjá þeim
sem þola mikið.
Stundum eru þeir sjúklingar
sem grunur leikur á að hafi auk-
efnaóþol látnir hafa fæðulista með
svokölluðu aukefnasnauðu fæði og
beðnir um að fara nákvæmlega eft-
ir þessu fæði í tvær vikur. Þeir sem
eru með óþol eiga að vera betri af
einkennum sínum meðan þeir eru
á fæðinu, en fá einkennin fljótlega
eftir að þeir byrja á venjulegu fæði
aftur.
Einnig er hægt að gera svokallað
aukefnaþolpróf. Þá fær sjúklingur-
inn hylki með ákveðnum aukefn-
um og hann skráir öll hugsanleg
einkenni um óþol í sólarhring á
eftir. Hægt er að gera þolpróf fyrir
natríumbensóati, natríumnítrati,
natríumpropíonati, natríumsúlfíti,
sorbinsýru og blandhylkjum með
tíu litarefnum. Við þetta er svo
HEILBRIGÐISMÁL 1/1989 13