Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 32

Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 32
heilsu-linur, -lasinn, tæpur, -lítill, -veikur, -laus (infirmus); van- heilsa, heilsuleysi, heilsuveiki (va- letudo adversa); menn segja og: hvernig heilsast honum?, hann er kominn til heilsu, orðinn heill heilsu sinnar og s. fr. Samnefni heilsu er heilbrigði (af bragð, vigor naturalis), hreysti og hraustleiki, hverju mótsest óhreysti, óhraust- leiki. Heimsótt (Nostalgia) kallast einn- ig óyndi og í gömlu máli landmun- ur, landmuni, og er ein tegund geðveiki. Pegar einn fer utan en upp úr þurru og án orsaka fær svo sára löngun eftir fósturlandi sínu að hann leggst veikur heitir heim- sótt. Sama slags er óyndi það er börnum er svo títt þá er þau fyrst vistast úr foreldrahúsum til vanda- lausra. Til hefur sjúkleiki þessi ver- ið sums staðar hér á Norðurlönd- um, en ekki hef ég heyrt að nokk- ur Norðmanna hafi dáið þar af, sem gjarnt er þeim er ættaðir eru úr Svissalandi (Helvetia). Hettusótt (Hydrocephalus); ég má að sönnu meðkenna að ekki hef ég séð hettusótt en af lýsingu hennar ræð ég að vera muni hydrocephalus externus; að höfuð- ið þrútnar og verður ákaflega stórt, að unglingar heldur en fullorðnir fá hettusótt, að hún læknast ef höf- uðið er sívafið í ull eða öðru loðnu og mjúku tægi, staðfestir allt sam- an mitt mál . . . Heysótt nefnist veikleiki er tilfell- ur þeim er gefa myglað og illa verkað hey á vetrum og er hann al- þekktur úti á íslandi, orsakast hann af phlogistískum dömpum úr heyinu, er sjúgast inn með andar- drættinum og af sér leiða kvefsótt, hæsi, hósta og öll hin sömu tilfelli og annað phlogistiskt loft og dampar svo sem af kolum, brenni- steini, forarmýrum og öðru þess háttar. Hjartveiki kallar fólk yfir höfuð alla þá sjúkleika er fremur öðrum leggjast að hjartanu, eru það eink- um: Hjartsláttur (Palpitatio cordis), öngvit (Asphyxia), hjartskjálfti (Tremor cordis), hjartverkur (Cardialgia) og aðrir fleiri. Hnerri (Sternutatio) er af sama slagi sem hiksti, utan hann kemur frá hinum innstu nasaholum; hann er að því leyti sjúkdómur sem hann fylgist með uppbyrjun ým- issa, einkum kvefsótta. Almennt er sagt að í svartadauða hafi hnerri ávallt verið boði dauðans og þá sé uppkomið að segja Guð hjálpi þér, þegar einhver hnerrar. Holdríki (Polisarcia) eða offita er af hinum yngri læknum talin með- al sjúkdóma, fer það að makleg- leikum að ýstrumagar eru mörgum veikleikum undirorpnir er kenna mættu þeim að halda sig í hófi. Hraðberg (Tartarus dentium) er ekki sjúkdómur heldur hið hvíta slím er ásest tennurnar og etur þær vari það um of eða sé eigi iðulega burtþvegið, lyktar þar að auki við- urstyggilega. Kitlur (titillatio) eru vellystarfull tilfinning hinna ystu enda sinanna á ýmsum stöðum líkamans er þjónar margvíslegu augnamiði náttúrunnar, eru þær mestar þegar vel liggur á manni en litlar eða engar annars. Kvefsótt, kvef (febris catharrhalis) er ein af landfarsóttum er stingur sér niður haust og vor og oftar við veðrabrigði . . . Kvensemi (satyriasis) telst al- mennt með sjúkdómum þá hún fram úr keyrir . . . Ltkþrá (elephantiasis v. lepra); kallast einnig spítelska og holds- veiki. Um þennan sjúkdóm, er að nokkru leyti sýnist vera farinn að úreldast á íslandi, hefir landi vor, Landph. í Noregi Dr. J. Gislesen ritað bækling einn á latínu og enda látið á sér heyra að upp hefði götv- að meðal eitt í móti honum . . . Mislingasótt, mislingar (febris morbillosa) er útsláttar sótt sviplík bólu fyrst í stað en grefur þó ei sem hún; nafnið er tekið frá Dön- um og sjúkdómur sá er yfrið rár á íslandi, veit ég ei fyrr vera um hann getið en ár 1644 þá útlenskir færðu hann inn sem annað fleira á Eyrarbakka. Móðursýki (hysteria) er einn af hinum algengustu kvensjúkdóm- um á íslandi, eða að minnsta kosti orsök hinna flestu . . . Óværð kallast svovel lýs, flær og annað illyrmi er útvortis áreitir, sem og órólegur svefn veikra manna. Pest, drepsótt, plága, landplága, stórsótt (morbus pestilentialis); svoleiðis nefnast allir skaðvænir og mannhættir sjúkdómar er geysa yfir heilt land, drepa marga í einu og verða trautt stemmdir með nokkru móti fyrr en út hafa rasað, álítast þær því sem sérlegt Guðs straff, þó mögulegheit þeirra kunni að vera í náttúrunni . . . Skyrbjúgur (scorbutus) er alla- reiðu svo alkenndur orðinn í sjó- verum á íslandi að óþarfi væri þar- um langorður að vera; er hann svo að segja innlendur við sjó, en fá- gæfur í sveitum uppi og gengur sjaldan utan í harðindum og óheil- næmum suddaveðrum . . . Tak (pleurodyne) er ein sár verkjar tegund hingað og þangað í holi brjóstsins, án minnstu bólgu- merkja . . . Tannæta (caries dentium) er hið sama í tönnum sem beináta í bein- um og einn þéttbýlasjúkdómur, mjög sjaldfengur sjúkdómur á ís- landi. Æxli (excrescentia) kallast yfir- náttúrulegur vöxtur holdsins, hvar sem helst það er á líkamanum. □ 46 s: p. Jfllcnsg eiútoénuj. Sanncvta (cnries dentium), er fjit fctma í t0nt\' um fem/ fceináta t íeinum/ og etnn fétt6í?l« ftúföómr/ mitjg |i'aííbfengc á Söíanbú k ' í^ai’faíí ftá augn&etfL. ■ ... íleoð'íut (pandicuútio)/ eru jinaördííítr tégunb' ein, er h'titm ntabr frer/ og f>éná til'at'fjrejja ogfíprfia fraptaná, ertt fœc-af úiu eöíi fem -• í qcifpi, 09 fplgia opt meb 6onntm 32 HEILBRIGÐISMÁL 1/1989

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.