Heilbrigðismál - 01.03.1993, Page 12
Tómas Jónasson
takast á við lífið. Hún á að tryggja
mönnum sanngjarna hlutdeild í
lífsgæðum. Gæti menn fyllstu
sanngirni sjá þeir af skynsemi sinni
að þeir verða að tryggja sig sameig-
inlega fyrir áföllum í lífinu. Þeir
vita ekki hvernig þeim mun vegna,
hvort þeir verða sjálfir fatlaðir eða
hjartveikir, stálhraustir eða sárlasn-
ir þegar fram líða stundir.
Ef þegnarnir ræddu heilbrigðis-
mál á lýðræðislegan hátt er ég
sannfærður um að þeir kæmust að
þeirri niðurstöðu að samfélaginu
beri að veita öllum jafnan aðgang
að eins góðri heilbrigðisþjónustu
og fært er á hverjum tíma. Það er
réttlætismál að fjármagna þá heil-
brigðisþjónustu gegnum skattkerf-
ið, þótt skynsamlegt sé að taka ein-
hverja þóknun fyrir læknishjálp
eins og tíðkast hefur. En allar álög-
ur fyrir brýna heilbrigðisþjónustu
sem íþyngja veiku fólki eru óverj-
andi.
Ég hef haldið því fram að hlut-
verk heilbrigðisþjónustu sé að við-
halda, endurheimta eða endurnýja
eðlilega lífsstarfsemi manna. Sé slík
starfsemi skert fara einstaklingar á
mis við lífsgæði og lífstækifæri sem
fólk á alla jafna kost á. Ætla má að í
sanngjarnri þjóðarsátt kysu menn
sér heilbrigðiskerfi sem tryggði öll-
um réttláta hlutdeild í lífsgæðum
og lífskostum á hverju aldursskeiði.
Meginverkefnið er heilsuvernd,
sem fyrirbyggir slys og sjúkdóma,
án þess að það sé á kostnað þjón-
ustu við einstaklinga sem þarfnast
sjúkraþjónustu og endurhæfingar.
Það er hins vegar ekki réttlætis-
krafa að samfélagið sinni ölium
heilsuþörfum, þótt efnað samfélag
geti kosið að gera það af öðrum
ástæðum. Ég ætla ekki að svara því
hvernig á að greina á milli þjónustu
sem er félagslega skylt að veita og
þess sem einstaklingar ættu að
greiða fyrir. Þeirri spurningu má
varpa fram til „opinnar umræðu".
Vilhjcílmur Árnason lauk doktors-
prófi í heimspeki frií Purdue háskóla í
Bandaríkjunum 1982. Hann er dósent í
heimspeki við Háskóla íslands og rit-
stjóri Skírnis. Vilhjálmur hefur nýlega
skrifað greinar um sama efni ( Viku-
blaðið og vinnur nú að bók um siðfræði
heilbrigðispjónustu.
Lakkrís
- getur hækkað blóðþrýsting
Lakkrís er unninn úr lakkrís-
rót (Radix liquiritia), en það er
rót plöntu sem nefnist Glycyrr-
hiza glabra og vex í Evrópu og
víðar. Fyrra orðið þýðir eigin-
lega sætrót. Ræturnar eru gular
á lit og mjög sætar í munni, ef
þær eru tuggðar.
Ýmiss konar úrhlut (extrökt)
eru búin til úr lakkrísrót og
segja má að allur lakkrís sem
notaður er í matvæli, lyf eða til
enn annars sé fenginn úr þess-
um úrhlutum. í slíkum úrhlut-
um er magn glýkyrrísínsýru
mjög breytilegt (oft á bilinu 5-
40%). í lakkríssælgæti er magn
sýrunnar oftast minna en 1% og
oft á bilinu 0,2-0,3%.
Lakkrís er mikið notaður sem
litarefni og sætuefni í matvæli,
ekki síst í margs konar sælgæti
og í ýmis lyf, einkum í mixtúr-
ur, sérstaklega áður fyrr. Var
það gert til þess að breiða yfir
vont bragð af lyfjum, sem ekki
síst voru ætluð börnum. Þess
má einnig geta að lakkrís er not-
aður í maltöl og líklega í ýmsar
tegundir bjórs sem eru dökkar
eða svartar á lit.
Lakkrísextrökt hafa verið not-
uð til lækninga í árþúsundir,
einkum til þess að draga úr
óþægindum í maga og bæta
meltinguna. Þessi extrökt hafa
ótvírætt vissa bólgueyðandi
verkun sem kemur að gagni við
þrota í magaslímhúð. Fyrst árið
1947 varð ljóst að lakkrísextrökt
geta einnig haft áhrif á vökva-
búskap líkamans. Sú verkun er
bundin við nýrun og líkist verk-
un stera. Þetta getur valdið
bjúgsöfnun og hækkuðum blóð-
þrýstingi.
Allar verkanir lakkrísextrakta
í líkamanum (nema viss bragð-
áhrif) virðist mega rekja til
glýkyrrísínsýru, sem er um það
bil fimmtíu sinnum sætari en
strásykur.
Svo virðist sem neysla Iakkr-
íss stöku sinnum, jafnvel í nokk-
uð miklu magni, sé tiltölulega
saklaust fyrirbæri. Oðru máli
kann að gegna um langvarandi
neyslu lakkríss og sérstaklega
með tilliti til þess að sumir eru
mun næmari fyrir verkun ghjkýr-
rfstnsýru en aðrir.
Þar sem ein aðalorsök hækk-
aðs blóðþrýsings á Vesturlönd-
um er mikil tekja salts (natríum-
klóríðs) er augljóst að neysla
lakkríss getur stuðlað að blóð-
þrýsingshækkun með því að
safna enn meira natríum og
vatni í líkamanum. Þessu til
stuðnings er einnig að mörg
dæmi þekkjast þar sem tekja
lakkríss hefur hamlað verkun
þvagræsilyfja við meðferð á
hækkuðum blóðþrýstingi. Slík-
um sjúkdómstilfellum hefur
verið lýst hér á landi. Er nauð-
synlegt bæði fyrir lækna og
sjúklinga að gera sér þetta ljóst.
Svo virðist sem dagleg neysla
lakkríssælgætis ætti ekki að
vera umfram 10-50 grömm. Hér
verður þess þó að minnast, sem
áður er nefnt, að sumir kunna
að vera miklu næmari en aðrir
fyrir verkun glýkýrrísínsýru.
Stefna verður að því að minnka
magn glýkýrrísínsýru í sælgæti
svo sem auöið er.
Þetta er útdráttur úr grein eftir
Þorkel Jóhannesson, dr. med., próf-
essor við Læknadeild Háskóla Is-
lands og forstöðumann Rannsókna-
stofu í lyfjafræði. Greinin birtist (
Fréttabréfi Hollustuverndar ríkisins
(mars 1993). Þar er heimildaskrá.
12 HEILBRIGÐISMÁL 1/1993