Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 16
Kukl og kraftaverk Verslað með von nm heilbrigði Grein eftir Pétur Pétursson Á síðustu áratugum hefur fólk í heimshluta vorum farið að vakna til vitundar um gildi umhverfis- verndar og heilsuverndar í vaxandi mæli. Er það að sjálfsögðu af hinu góða, því nokkuð öruggt má telja, að þróaðar þjóðir og iðnaðarþjóðfé- lög muni ekki geta haldið áfram óbreyttum lífsstíl til lengdar; lífsstíl sóunar og hófleysis. Gegn því mæla vistfræðileg, efnahagsleg og heilsufarsleg rök. Við höfum geng- ið um of á auðlindir jarðarinnar og spillt henni svo með rányrkju og mengun, að fyrirsjáanlegt er, að stórir hlutar hennar verða óbyggi- Iegir eftir nokkra áratugi, þar sem nú búa milljarðar fólks. Þau þjóðfé- lög, sem binda sér skuldabagga til framtíðar til að fjármagna óhófs- eyðslu og óarðbærar fjárfestingar, munu tæplega geta gert ráð fyrir því að njóta sömu velsældar áfram, nema nýjar auðlindir verði nýttar eða aðrir tekjumöguleikar komi til. Frá heilsufarslegu tilliti er það heldur ekkert æskilegt að hafa allt- of mikið handa í millum, því hreyf- ingarleysi, drykkjuskapur, tóbaks- reykingar, ofát og streita eru orðin helstu heilbrigðisvandamál okkar Islendinga, að viðbættum slysun- um, sem oftlega eiga rætur sínar að rekja til einhverra ofangreindra at- riða. Það er því sannarlega kominn tími til þess fyrir okkur að söðla um og breyta hugarfari okkar og lifnaðarháttum í ljósi fenginnar þekkingar. Reynir þá á viljastyrk og dómgreind hvers og eins sem og mat það, er við leggjum á sann- leiksgildi þeirra upplýsinga, sem við nýtum okkur. Það er fagnaðarefni, hversu neysla hollra fæðutegunda hefur aukist meðal okkar íslendinga. Þó er sá galli á gjöf Njarðar, að þeir eru fúsastir að bæta mataræði sitt, sem best eru upplýstir og hefðu ef til vill minnsta þörf fyrir það. Þetta eru þeir, sem lifa að öðru leyti heil- brigðu lífi og hafa fáa þekkta áhættuþætti sjúkdóma. Nokkuð ber einnig á ofstæki í þessum efnum, þannig að sjálf hollustan verður streituvaldur í lífi fólks og snýst þannig upp í andhverfu sína. Al- veg hið sama má segja um hreyf- inguna, svo nauðsynleg sem hún raunar er. Margur er tregur að segja skilið við einn mesta mengunar- vald nútímaþjóðfélagsins, bílinn, sem er stærsta hindrunin í vegi eðlilegrar, daglegrar hreyfingar. Þess í stað tekur fólk tarnir í að hlaupa á malbiki og gangstéttum ellegar kaupir sér æfingatíma á heilsuræktarstöðvum til að við- halda þreki sínu, heilbrigði og ei- lífri æsku. Það er þó sannast sagna, að varanleg, heilsubætandi áhrif hefur sú þjálfun ein, sem stunduð er reglulega, að minnsta kosti ann- an hvern dag árið um kring og af fullri hófsemi. Islandsmaðurinn vill Frá heilsufarslegu tilliti er ekkert æskilegt að hafa alltof mikið handa í millum, því hreyfingar- leysi, drykkjuskapur, tóbaks- reykingar, ofát og streita eru orðin helstu heilbrigðisvandamál okkar Islendinga. Flestir, sem komnir eru á miðjan aldur eða til ára sinna, telja góða heilsu með því eftirsóknar- verðara, sem lífið hefur uppá að bjóða. Fyrir slíkt hnoss viljum við greiða nánast hvaða verð sem er, en þá er stundum full seint í rassinn gripið. Við viljum frekast heyra það, sem kemur okkur best og er þægilegast fyrir okkur í augnablikinu. Sjaldan erum við reiðubúin að gangast undir eitthvað, sem krefst mikils tíma, orku eða erfiðis. mikið af öllu og fá það fljótt og er ekki reiðubúinn að bíða lengi eftir árangri eða hafa alltof mikið fyrir hlutunum. Hins vegar erum við reiðubúin að borga, og borga vel, fyrir það, sem okkur finnst í augna- blikinu skipta máli fyrir stundlega eða varanlega velferð okkar. Flestir, sem komnir eru á miðjan aldur eða til ára sinna, telja góða heilsu með því eftirsóknarverðara, sem lífið hefur uppá að bjóða. Fyrir slíkt hnoss viljum við greiða nánast hvaða verð sem er, en þá er stund- um full seint í rassinn gripið. En hvað er nú verið að versla með? Er það heilbrigði eða von um heilbrigði? Seljendur eru af ýmsu sauðahúsi og vara þeirra og þjón- usta misjöfn. Verðið einnig, því sumir boða fagnaðarerindi sitt af hugsjón einni saman en aðrir vilja fá drjúgt fyrir snúð sinn. Þegar vel er að gætt, virðist mér sem yfirleitt sé aðeins verið að selja von um heilsu. Og nóg er falboðið af von, að minnsta kosti í góðæri, þegar nógu margir vilja borga. í rótlausu streituþjóðfélagi okkar vinnufíkl- anna eru t.d. flestir með einhverja verki, sem þeir vilja losna við. Verkjamiðin eru ákaflega fengsæl fyrir þá útgerðaraðila, sem eitthvað þykjast kunna fyrir sér við grein- ingu og meðferð verkja. Það er hins vegar afar athyglisvert, hversu illa hinum ýmsu stéttum og einstakl- ingum ber saman um orsakir kvill- anna og hversu ólíkum lækninga- aðferðum er beitt en öllum með einhverjum árangri samt sem áður. Hver og einn er hins vegar fullviss í sinni sök, að eigin aðferð beri af öðrum. Hér lendir neytandinn, heilsu- ræktandinn eða sjúklingurinn, í miklum vanda, ef hann festir ætíð trúnað á orð þess, sem síðast talaði, því það úir og grúir af ýmiss konar meðferðaraðilum, sem sumir hafa engar forsendur til að vita, um hvað þeir eru að tala. Margir eru 16 HEILBRIGÐISMÁL 1/1993

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.