Heilbrigðismál - 01.03.1993, Side 17

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Side 17
einungis að sækjast eftir skjót- fengnum gróða eða eru loddarar af verstu gerð. Aðrir ganga jafnvel ekki heilir til skógar í ýmsu tilliti. Oft á tíðum er því vísvitandi eða óviljandi verið að blekkja saklaust fólk. Okkur er þvi nauðugur einn kostur að gera ákveðnar kröfur til sannleiksgildis þeirra upplýsinga, sem við byggjum val okkar á. Við verðum að leggja sjálfsagða sönn- unarbyrði á herðar þeirra, sem fal- bjóða von um heilsu. Og sannleik- urinn eða staðreyndirnar verða ekki til með ímyndunarafli ein- stakra manna einu saman eða í hausnum á einhverjum nýaldar- rugludöllum. Sá eini sannleikur, sem við getum treyst, er sá, er stenst gagnrýni raunvísindanna, það er að segja árangur meðferðar verður að hafa verið staðfestur með endurteknum athugunum við skil- yrði, þar sem allir aðrir áhrifavald- ar en viðkomandi meðferð hafa verið útilokaðir svo og allir þættir, sem truflað geta mat þeirra, sem dæma eiga árangurinn. Einstök dæmi um góðan árangur eru einskis virði, því þau gætu verið tilviljun, ímyndun eða í versta falli blekking. íslendingar gera því rniður alltof litlar kröfur í þessa átt, enda viljum við frekast heyra það, sem kemur okkur best og er þægilegast fyrir okkur í augnablikinu. Sjaldan erum við reiðubúin að gangast undir eitt- hvað, sem krefst mikils tíma, orku eða erfiðis. Frekar viljum við heyra um þægilegri lausnir og látum þá sönnunarbyrðina og sannleikskröf- una lönd og Ieið. Þess vegna dafnar hér á atómöld alls kyns kukl, hjátrú og hindurvitni, sem eiginlega ætti aðeins að finnast meðal frumstæðra þjóða. Við kynnumst í fjölmiðlum fólki, sem vitnar um undramátt andalækninga, straum- og skjálfta- lækninga, grasasulls, iljanudds og hvers konar kraftaverkaiðju en ger- ir samt sem áður kröfu til að vera talið með öllum mjalla. Tekur jafn- vel mikilvægustar ákvarðanir á grundvelli stjörnuspádóma; hind- urvitna, sem byggðu á 2000 ára gamalli afstöðu himintungla, sem nú er gjörbreytt. Astæðan fyrir þessum einkenni- legu þversögnum í þjóðarsálinni er sennilega sú, að hinar raunvísinda- lega menntuðu heilbrigðisstéttir eiga það til að treysta um of á efnið en gleyma andanum. Treysta á vís- indin og þekkinguna um skólabók- ardæmin, þar sem líkaminn starfar eins og vél, en gleyma því, að mik- ilvægasta hlutverk hvers meðferð- araðila er að vekja upp lækninn, sem innra með öllum býr. Að efla sjálflækningargetu hvers einstakl- ings. Það gerum við einungis með virkum tjáskiptum, þar sem ekki er aðeins skipst á orðum heldur einn- ig tilfinningum. Þar sem ekki er einungis hlustað á hið sagða heldur einnig það ósagða. Þar sem við- mælandinn fær það á tilfinninguna, að hann skipti máli og sé virtur að verðleikum. Þarna liggja mistök hinnar raun- vísindalegu læknisfræði. Astæðan fyrir góðri reynslu bróður konunn- ar í næsta húsi eða ömmu vinnufé- laga þíns af einhverjum undra- lækningum er sú, að það tókst að vekja upp lækninn innra með við- komandi persónu. Það tókst með því að virkja ímyndunarafl hennar, færa henni innri frið eða kveikja von með virkum tjáskiptum, sem viðkomandi meðferðaraðili hafði á valdi sínu. Stundum raunar með sýndarmennsku og blekkingum. Slíkan árangur má alls ekki van- meta, en því miður er hann oft skammvinnur en ekki varanlegur. Það er því öllum fyrir bestu að gera einhverjar lágmarkskröfur til stað- reynda, leita sannleikans og ekki borga fyrir svikna vöru. Sú vara er raunar oftlega falboðin af fólki úr heilbrigðisstéttum, sem ætti að vita betur en verkin bera vitni um. Veruleiki er hollari en draumur, þegar til lengdar lætur, og enginn skyldi byggja hús sitt á sandi, þeg- ar nóg framboð er af lóðum á traustari grunni. Veljum því ráð- gjafa, sem geta sýnt okkur á skiljan- legan og óyggjandi hátt, hvar klöpp sé undir, ellegar lærum sjálf að grafa niður á fast. Pétur I. Pétursson læknir starfar ri HeHsugæslustöðinni á Akureyri. Hann hefur flutt erindi um sama efni í Rtkis- útvarpið. í Heilbrigðismrilum hafa birst grein- ar eftir Pétur wn heilsuna og ribyrgð okkar (1/1990), lyfjamisnotkun og íþróttir (2/1991, risamt Ingvari Þór- oddssyni) og heilbrigði (3/1991). HEILBRIGÐISMÁL 1/1993 1 7

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.