Heilbrigðismál - 01.03.1993, Page 18
Jóhannes Long (Ljósmyndarinn í Mjódd)
Nákvæmar rannsóknir voru framtíðin
og halda áfram að vera það
- segir Bjami Konráðsson læknir og sérfræðingur í lækningarannsóknum
sem hefur tekið blóð úr meira en hundrað þúsund manns
Bjarni Konráðsson læknir varð 77
ára í desember og vann fram að
síðustu áramótum á rannsókna-
stofu sinni við Þingholtsstræti í
Reykjavík. Við fengum að líta inn
hjá honum og þar kennir svo sann-
arlega margra grasa. Rannsókna-
stofan er búin mörgum nýtískuleg-
um tækjum en þar eru einnig eldri
tæki sem sýna vel þá þróun sem
orðið hefur undanfarna áratugi.
Bjarni varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík í júní 1935 og
minnist margra kennara þaðan svo
sem Guðmundar Bárðarsonar, sem
kenndi náttúrufræði, og Jóns
Ófeigssonar sem kenndi þýsku og
„tók okkur upp þrisvar í hverjum
tíma. Við búum að því alla ævi að
hafa haft góða kennara," segir
Bjarni. Honum finnst undirstöðu-
menntunin vera orðin lélegri en áð-
ur og „allt of margt fólk stundar nú
langskólanám."
Konráð R. Konráðsson, faðir
Bjarna, var læknir. Ætli hann hafi
vakið áhuga Bjarna á læknisfræði?
„Nei, nei. Ég ætlaði alls ekki að
læra læknisfræði í raun og veru,"
sagði Bjarni. „Ég ætlaði að læra
náttúrufræði, en það var ekki hægt
nema fara til útlanda." Það segist
Bjarni ekki hafa getað vegna þess
að faðir hans var þá látinn og móð-
ir hans orðin ein. „En læknisfræðin
er jú náttúrufræði," segir Bjarni og
kímir við.
En hvernig kom það til að Bjarni
fékk áhuga á rannsóknum? „Þegar
ég var í miðhlutanum í læknadeild-
inni fór ég á námskeið á Rann-
sóknastofu Háskólans og fékk oft
að vinna með prófessor Níelsi
Dungal, meðal annars við krufn-
ingar. Mér þótti gaman að fást við
rannsóknir og sjá hvernig þær voru
gerðar. Þá gerði ég mér grein fyrir
því að allar sjúkdómsgreiningar
byggjast á rannsóknum, það var
þetta sem skipti máli. í staðinn fyrir
venjulegar klínískar skoðanir voru
komnar nákvæmar rannsóknir. Það
var framtíðin og heldur áfram að
vera það."
„Hitt er svo annað mál," sagði
Bjarni, „að nú er alltof lítið gert af
því að skoða fólk, klíníkin er orðin
núll og nix. Það sem skiptir máli í
Bjarni hefur fylgst vel með þróun
rannsóknatækja en gömlu aðferð-
irnar koma einnig að góðum not-
um. Hér heldur hann á sogröri
(pípettu) sem er notað til að flytja
vökva á milli glasa.
Lýsi reyndist
vel við
sárameðferð
Guðmundur Thoroddsen
prófessor hafði sagt lækna-
nemum að til greina kæmi
að nota lýsi til að hindra að
umbúðir festust við sár og
að smit kæmi í vefinn. Taldi
hann lýsi skapa sérstök skil-
yrði fyrir vöxt og viðgang
vefja í sárinu, meðal annars
vegna vítamínanna. Bjarni
Konráðsson notaði þessa að-
ferð einu sinni við erfiðar
aðstæður á dönskum sjó-
manni sem var með opið fót-
brot, og setti gifs utan um
allt saman. Þegar Bjarni tók
utan af sárinu leit það mjög
vel út. „Ég hef sjaldan séð
eins hreint og fallegt sár,"
segir hann.
18 HEILBRIGÐISMÁL 1/1993