Heilbrigðismál - 01.03.1993, Qupperneq 19
sambandi við klíníkina er að nota
öll skilningarvitin sem maður hefur
til þess að skoða sjúklinginn við
sjúkrabeð."
„Fyrst og fremst þarf að nota
sjónina, skoða framan í sjúklinginn
og sjá hvernig litarhátturinn er,
hvort hann er óeðlilega rjóður, blár
eða gulur. Svo þarf að athuga allt
sem kemur frá sjúklingnum og þar
kemur smásjáin að notum. Næst er
að þreifa á sjúklingnum og banka
hann, þannig má til dæmis finna
stærð á hjarta, lungum og lifur.
Með því að hlusta hjartað er hægt
að heyra hvort það slær eðlilega
eða ekki, og síðan er sjálfsagt að
taka púlsinn og mæla blóðþrýsting.
Læknum hættir stundum til að
leggja allt of lítið upp úr þessum at-
riðum og þeim hættir til að treysta í
blindni á rannsóknir."
„Eg tel að rannsóknir þurfi að
vera í nánu sambandi við klíník-
ina," segir Bjarni, „og læknum beri
að velja úr þær rannsóknir sem þeir
álíta skynsamlegt að gera, en ekki
mikið fram yfir það, vegna kostn-
aðar. Það þarf að meta saman ein-
kenni sjúklingsins og þær rann-
sóknir sem beðið er um. Ef stefnu-
mörkun er meira í þessa átt mætti
spara mikið."
Annað dæmi um sparnað nefnir
hann: „Það er ekki alltaf mark tak-
andi á veikindavottorðum og alls
konar öðrum vottorðum og mér
finnst læknar ekki nógu harðir við
sjúklinga í þeim efnum. Og Iyfja-
austurinn er stundum full mikill."
En hann er ekki alveg sáttur við
hvað ráðherrar og embættismenn
eru komnir mikið ofan í málin.
„Hvernig geta leikmenn, sem ekki
kunna neitt í læknisfræði, leyft sér
að skipa heilbrigðisstéttum fyrir?
Þeir koma stundum í veg fyrir eðli-
legar framfarir, m.a. með því að
gefa ekki leyfi til nauðsynlegra
tækjakaupa, en ný og fullkomin
tæki geta oft sparað mikla vinnu og
gefið nákvæmari niðurstöður en
Halldór Pétursson teiknari sýnir á
þessari mynd fjölþætt viðfangs-
efni Bjarna. Hann er mikill áhuga-
rnaður um golf og brids og rýnir í
blóð eins og Sherlock Holmes.
Mörgum kennt
Árið 1949 byrjaði Bjarni
Konráðsson sem aukakenn-
ari í líffærafræði við lækna-
deild Háskóla Islands með
kennsluskyldu við tann-
læknadeildina og varð dós-
ent árið 1960. Frá 1977 til
1989 kenndi hann nemend-
um í læknisfræði, tannlækn-
ingum og sjúkraþjálfun líf-
færafræði.
Bjarni hefur verið próf-
dómari í líffærafræði og Iíf-
eðlisfræði við Húsmæðra-
kennaraskóla íslands og var
kennari í sömu fræðum við
sama skóla 1970-76. Hann
endursamdi kennslubækur í
þeim greinum.
Bjarni hefur fylgst vel með
framförum í fræðunum, les-
ið mikið og farið á ráðstefn-
ur erlendis.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1993 19