Heilbrigðismál - 01.03.1993, Page 22

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Page 22
Tómas Jónasson hlutfall utan höfuðborgarsvæðisins er tæp 57%. Séð frá sögulegu sjónarhorni hef- ur fjölskyldan styrkt stöðu sína í þeim skilningi að fleiri stofna til fjölskyldu eftir því sem árin líða. Þrátt fyrir það fjölgar stöðugt þeim sem búa einir. I því mynstri fara gamlar konur fremstar í flokki. Á Norðurlöndunum býr önnur hver kona á ellilífeyrisaldri ein saman- borið við fimmtung karla á sama aldri. Þetta getur verið jákvætt. Fleiri verða efnahagslega og félags- lega sjálfstæðir og óháðir. Það að búa einn getur þó oft verið sam- merkt því að vera einmana, ein- angraður, að fá ekki þá hjálp sem maður þarfnast og að vera án sam- neytis við aðra. Hins vegar leiða niðurstöður rannsókna í ljós að gamlar konur á öllum Norðurlönd- unum hafa meiri og traustari fé- lagsleg tengsl en karlkyns jafnaldr- ar þeirra. Gildi hjónabands og sambúðar er ólíkt fyrir karla og konur þegar þau verða gömul í þeim skilningi að karlarnir fá þjónustu og umönn- un í hjónabandinu, en konurnar veita hana. Það má orða þetta þannig að konurnar gifti sig til að öðlast efnahagslegt öryggi, en karl- arnir til að fá umönnun. Mat á þjónustuþörf er ólíkt eftir kynjum. Fyrir karl er það nóg að búa einn, en kona þarf að sýna fram á lélegt heilsufar. Missi gamall karl konu sína getur það nægt til að hann fái heimilishjálp. Það sama gildir ekki fyrir gamla konu missi hún karl sinn. Þegar um hjón er að ræða sem fá heimilishjálp virðist al- gengara að konan fái hjálp. Þetta hefur verið túlkað sem svo að karl í hjúskap þurfi ekki hjálp hafi hann konuna. Heilsufar má meta á margan hátt. Sé heilsufar mælt í lífslíkum er heilbrigðisástand íslenskra kvenna best á Norðurlöndunum. Norrænar konur Iifa lengur en karlarnir, ís- Ienskar konur verða norrænna kvenna elstar, en það er ekki þar með sagt að norrænar gamlar kon- ur séu heilsuhraustar. Á meðan karlarnir deyja úr svonefndum lífs- stílssjúkdómum lifa konurnar af, en þær eru veikari en karlkynsjafn- aldrar þeirra í þeim skilningi að þær þjást af fleiri sjúkdómum en þeir. Atvinnuþátttaka. Norðurlöndin verða æ meira samstíga í tíðni svo- kallaðra lífsstílssjúkdóma (hjarta- og æðasjúkdóma og krabbameins). I samanburði milli Norðurland- anna sker Island sig úr hvað varðar aukningu í nýskráningu krabba- meins og aukna dánartíðni af völd- um krabbameins hjá miðaldra og yngri konum, sem verða gamlar konur framtíðarinnar. Sú staðreynd er áhugaverð að ýmsu leyti, t.d. því að meðalævilengd íslenskra kvenna hefur staðið í stað síðustu ár, ólíkt því sem gerist á hinum Norður- löndunum og einnig í því sam- hengi að á síðustu 25 árum hefur launuð atvinnuþátttaka kvenna aukist mest á Islandi af öllum Norðurlöndunum. Þar með hefur einnig orðið mest aukning í tvö- földu vinnuálagi á íslenskum kon- um á síðustu 25 árum, þær sjá um mestan hluta heimilisreksturs auk þess að bera ábyrgð á vinnu utan heimilis. Islenskar konur - ungar sem eldri - vinna Iengsta vinnu- viku af konum á Norðurlöndunum. Samfara þessu aukna vinnuálagi ís- lenskra kvenna er ástand mála þannig að á engu Norðurlandanna eru eins fá dagheimilisrými og leik- skólarými, hlutfallslega, né eins stuttur viðverutími í skólum. Þrátt fyrir þetta halda íslenskar konur forystu í barneignum á Norður- löndunum. Mætti í framhaldi af þessari upptalningu spyrja þeirrar spurningar hvort samband geti ver- ið á milli þeirrar hröðu þjóðfélags- þróunar sem hér hefur orðið og kemur meðal annars fram í því að ekkert samhengi er á milli t.d. at- vinnuþátttöku kvenna og framboðs á þjónustu við barnafólk og þess að íslenskar konur fái lífsstílssjúk- dóma í ríkari mæli en jafnaldra stallsystur þeirra á hinum Norður- löndunum? Við skulum vera minn- ug þess að þetta eru gamlar konur morgundagsins. Er ísland að missa forskot sitt í því að eiga elstu kerl- ingar norðursins? Mjög lágt hlutfall gamalla kvenna hefur menntun fram yfir skyldu- nám. Islenskar konur hafa mjög sótt í sig veðrið hvað varðar fram- haldsmenntun og standa fyllilega jafnfætis stöllum sínum á Norður- löndunum, en samt er menntunar- 22 HEILBRIGÐISMÁL 1/1993

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.