Heilbrigðismál - 01.03.1993, Qupperneq 27

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Qupperneq 27
Tómas Jónasson ✓ Aðalfundur Krabbameinsfélags Islands: Krabbameinsfélagið og Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði taka upp samstarf um varðveislu vefjasýna Krabbameinsfélag íslands hefur boðist til að aðstoða Rannsókna- stofu Háskólans í meinafræði við varðveislu vefjasýna sem safnað hefur verið í rúma sex áratugi. Þetta safn er einstakt og geymir upplýsingar um þrjár kynslóðir ís- lendinga, en hefur verið á hrakhól- um að því er húsnæði varðar. Krabbameinsfélagið leggur til hús- næði í hluta jarðhæðar Skógarhlíð- ar 8. Þar verður búið vel um sýnin og auðveldaður aðgangur að þeim fyrir báðar stofnanirnar sem munu nýta þau til vísindarannsókna og sérstaklega til könnunar á uppruna og erfðum krabbameins. Með nýrri tækni er nú unnt að einangra erfða- efni úr æxlissýnum sem geymd eru í vaxkubbum, að því er virðist óháð aldri sýnanna. Með þessu móti eykst gildi þessa merka safns sem sumir telja vera ómetanlega þjóðar- gersemi. „Við bindum miklar vonir við að rannsóknir á þessum sýnum eigi í framtíðinni eftir að auðvelda krabbameinsrannsóknir hér á landi," sagði Jón Þorgeir Hall- grímsson formaður Krabbameinsfé- lags íslands þegar hann greindi frá þessu samstarfi á aðalfundi félags- ins sem haldinn var nýlega. í upphafi aðalfundarins var minnst tveggja manna sem létust í vetur, Jóns Oddgeirs Jónssonar fyrrverandi erindreka Krabba- meinsfélagsins og Jóns Agnars Egg- ertssonar formanns Krabbameins- félags Borgarfjarðar. í skýrslu formanns Krabbameins- félags íslands kom fram að leitar- starfið tekur til sín um helming af útgjöldum félagsins, rannsóknir um fjórðung en almennur rekstur, fræðsla og þjónusta við sjúklinga það sem eftir er. Hugmyndir eru uppi um að auka ráðgjöf til sjúkl- inga og aðstandenda þeirra. Þetta árið gegnir Island for- mennsku í Norræna krabbameins- sambandinu og í september verður ársþing sambandsins haldið hér á Iandi. í tengslum við það verður vísindaráðstefna um söfnun lífsýna og upplýsinga og nýtingu þeirra. Í skýrslu Inga R. Helgasonar gjaldkera félagsins kom fram að reksturinn á síðasta ári stóð í járn- um en eignastaða félagsins er mjög góð. Gætt hefur verið aðhalds í rekstri enda hefur stjórn félagsins ávallt tekið mið af því að fara verði vel með þá fjármuni sem þjóðin treystir félaginu fyrir til baráttunn- ar gegn krabbameini. Stærstur hluti af fé því sem safnað var í Þjóðar- átaki gegn krabbameini 1990 hefur farið til Rannsóknastofu í sam- einda- og frumulíffræði og til að kaupa íbúðir fyrir krabbameins- sjúklinga utan af landi sem eru í meðferð í Reykjavík. Stjórn félagsins er skipuð fimm- tán mönnum. Nú átti að kjósa um sjö stjórnarmenn og voru þeir allir endurkjörnir að öðru leyti en því að Guðrún Jónsdóttir, varaformað- ur Krabbameinsfélags Borgarfjarð- ar, var kosin í stjórnina í stað Jóns Agnars Eggertssonar. I fram- kvæmdastjórn félagsins eru Jón Þorgeir Hallgrímsson yfirlæknir, formaður, Sigurður Björnsson yfir- læknir, varaformaður, Ingi R. Helgason stjórnarformaður VIS hf., gjaldkeri, Sigríður Lister hjúkrunar- fræðingur, ritari og Halla Aðal- steinsdóttir kennari, meðstjórnandi. Fyrir einu ári var Guðrún Agnarsdóttir læknir ráðin í hluta- starf sem forstjóri Krabbameinsfé- lags Islands. Fram kom á aðalfund- inum að reynslan af starfi hennar hefur verið góð og verður hún áfram forstjóri félagsins. Á aðalfundinum var skorað á heilbrigðisyfirvöld að endurskoða núverandi fyrirkomulag á greiðsl- um krabbameinssjúklinga fyrir læknisþjónustu og rannsóknir með það fyrir augum að lækka kostnað þeirra. Einnig var fagnað þróun í þá átt að hreinsa loftið af tóbaks- reyk og þess vænst að Alþingi af- greiddi frumvarp til nýrra tóbaks- varnalaga þegar á næsta hausti. Loks beindi aðalfundurinn þeim tilmælum til Háskóla íslands að komið verði á fót kennslustöðu í krabbameinslækningum við Há- skólann. -jr. Svipmynd frá aðalfundinum. HEILBRIGÐISMÁL 1/1993 27

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.