Heilbrigðismál - 01.03.1993, Page 33

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Page 33
Tómas Jói við meðferð ýmissa illkynja sjúk- dóma og hefur reynst einkar vel við meðferð á Hodgkinssjúkdómi. Lyfið vindesín (Eldisine) er efna- fræðilega náskylt vinkristíni og vinblastíni, en er ekki í plöntunni sjálfri heldur framleitt með því að gera efnafræðilegar breytingar á vinblastíni, sem einangrað er úr áð- urnefndri plöntu. Vindesín er því dæmi um krabbameinslyf sem framleitt er með hálf-samtengingu. Það er einkum notað við lungna- krabbameini og við bráða eitil- frumuhvitblæði í börnum. Búin hafa verið til önnur hálf-samtengd afbrigði af vinkristíni og vinblast- íni, og sem stendur er verið að prófa eitt þeirra, vinorelbín (Na- velbine) við Hodgkinssjúkdómi og krabbameini í lungum, brjóstum og eggjastokkum. I tvö þúsund ár hafa Kínverjar notað rætur plöntunnar Podoplnjll- um hexanirum við meðferð á ýmiss konar æxlum. Rannsóknir á þessari Æxlishemjandi efni hefur verið búið til úr nálum Taxus baccata, sem nefnd hefur verið barrlind. plöntu og annarri náskyldri, Podo- phyllum peltatum sem vex í Banda- ríkjunum (bandarískt maíepli), staðfestu æxlishemjandi eiginleika plantnanna og í kjölfarið voru virk efni einangruð. Eitt virkasta efnið reyndist vera pódófyllotoxín, en það er nú einangrað úr plöntum af þessari ættkvísl og hagnýtt í tvenn- um tilgangi. Annars vegar er það notað í fljótandi formi (Condyline) við meðferð á kynfæravörtum. Hins vegar er það notað til fram- leiðslu á tveimur öðrum lyfjum sem eru notuð í krabbameinslækn- ingum. Lyfin heita etópósíð (Vepes- id) og tenipósíð (Vumon, Vehem) og eru framleidd með því að gera lítilsháttar breytingar á efninu pódó- fyllótoxín. Etópósíð er einkum notað við meðferð á smáfrumulungna- krabbameini og krabbameini í eist- um. Tenipósíð hefur svipaða eigin- leika og er einkum notað við tauga- kímsæxlum (neuroblastóma) í börnum, Hodgkinssjúkdómi og öðrum illkynja eitilsjúkdómum. Stöðug leit Áætlað hefur verið að í heimin- um séu um 250.000 plöntutegundir. Einungis lítið brot þeirra hefur ver- ið rannsakað með tilliti til lyfja- verkunar. Umfangsmesta mark- vissa leitin að nýjum krabbameins- lyfjum í plöntum hefur verið í höndum Bandarísku krabbameins- stofnunarinnar (NCI). Auk þess hafa fámennari hópar vísinda- manna víðs vegar um heim lagt sitt af mörkum. Til að fá frumvísbendingar um tilvist æxlishemjandi efna í plönt- um eru framkvæmd einföld próf, þar sem könnuð eru áhrif seyða af viðkomandi jurt á illkynja frumur í tilraunaglösum og í dýrum Jákvæð- um niðurstöðum er fylgt eftir með því að einangra virk efni í hreinu formi. Ýtarlegri rannsóknir eru síðan gerðar á hreina efninu. Efni sem standast ströngustu próf um virkni og aukaverkanir eru að lokum prófuð á mönnum. Af þeim fjölda efna sem prófuð eru í upp- hafi er aðeins örlítið brot sem nær svo langt að komast í lokapróf. Enn hefur ekki tekist að finna krabbameinslyf sem getur heft skiptingu og útbreiðslu illkynja fruma án þess að hafa áhrif á heil- brigðar frumur. Oll krabbameinslyf sem nú eru notuð geta því valdið aukaverkunum og eru vandmeð- farin, hvort sem þau eru gerð efna- fræðilega eða eiga rætur að rekja til náttúrunnar. Hins vegar hefur tek- ist að bæta til muna árangur lyfja- meðferðar og líðan sjúklinga með- an á meðferð stendur með aukinni þekkingu á verkunarhætti krabba- meinslyfja og kunnáttu þeirra sem annast krabbameinssjúklinga. Helstu heimildir: D. G. I. Kingston: New Drugs from Natural Sources (J. D. Coombes ritstj.). IBC Technical Services Ltd., London 1992. Ritstjórnargrein, Lancet 339, Editorial 1447 (1992). M. C. Bissery o.fl.: Experimental Antitu- mour Activity of Taxotere, a Taxol Analogue. Cancer Research 51, 4845 (1991). W.K. Murphy o.fl.: Phase II Study of Taxol in Patients with untreated Advanced Non- Small-Cell Lung Cancer. J. Natl. Cancer Inst. 85 (5), 384 (1993). E. Cvitkovic og J. Izzo: The Current and Fu- ture Place of Vinorelbine in Cancer Therapy. Drugs 44 (Suppl. 4), 36 (1992). Kristín higólfsdóttir lyfjafræðingur, Ph. D., er dósent við lyfjafræði hyfsala í Háskóla íslands. Hún hefur nýlega skrifað um sama cfni í Mixtúru. HEILBRIGÐISMÁL 1/1993 33

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.