Heilbrigðismál - 01.06.1993, Side 7
Þór Gíslason (Ljósmvndarinn í Mjódd)
hreyfing og áreynsla í vinnunni
býður upp á. En þá hina sömu er
sjálfsagt að hvetja til að ganga í
vinnuna eða hjóla, séu þeir svo lán-
samir að eiga þess kost. Því miður
gegnir stærsti mengunarvaldur nú-
tímans, bíllinn, það stóru hlutverki
í lífi margra sem skjólflík, skurðgoð
og sjálfshafningartæki, að tilhugs-
unin um að ganga smáspöl er þeim
framandi. Því miður eimir enn eftir
af þeirri gömlu kreddu, að hvíld og
skerðing á hreyfingu og erfiði sé
heilsusamleg fyrir gigtarskrokka og
baksjúklinga, en miklu oftar er
öðru nær. Flestir kvillar í hreyfifær-
um og stoðkerfi, sem við læknar fá-
umst við, stafa fyrst og fremst af
hreyfingar- og áreynsluleysi og
hóglífi ellegar rangri Iíkamsbeit-
ingu. Við veltum því sjaldnast fyrir
okkur, þegar seljendur gerviþarfa
reyna að pranga inn á okkur sjálf-
virkum bílskúrshurðaopnara eða
viðlíka tækniundrum, að með slíkri
fjárfestingu förum við á mis við
Þegar vel tekst til getur vinnan
verið okkur íþrótt og uppspretta
starfsfullnægju.
Að vera tekinn fullgildur í
hóp góðra vinnufélaga styrkir
sjálfstraust, rýfur einangrun
og eflir öryggiskennd.
heilsusamlega hreyfingu. Og mér
hrýs hugur viö heilsufarshorfum
þeirrar kynslóðar, sem elst upp í
hvíldarstöðu framan við sjónvarps-
tæki eða tölvuskjá í stað þess að
stunda hollar íþróttir, heilsuhvetj-
andi áflog, bófahasar eða rófna-
stuld, sem bæði eykur líkamlegan
þrótt, eflir viðbragðsflýti og örvar
hugmyndaflug og sjálfsbjargarvið-
leitni. Líkamleg og andleg áreynsla
er nauðsynleg vexti og þroska og
seinkar hrörnun. Skortur á henni
Ieiðir smám saman til úrkynjunar.
Þegar vel tekst til, getur vinnan verið
okkur íprótt og uppspretta starfsfull-
nægju. Við svölum metnaðarþrá
með góðum afköstum og vel unnu
verki. Þannig ávinnum við okkur
virðingu sjálfra okkar og annarra,
en sjálfsvirðingin er að mínu viti
forsenda heilbrigði og hamingju,
auk þess sem hún auðveldar okkur
ákaflega mikið að taka farsælar
ákvarðanir í lífinu.
Flestum finnst okkur við vera að
gera skyldu okkar með vinnunni og
fyllumst því góðri samvisku að
loknu vel unnu dagsverki, sérstak-
lega ef kirkju og uppeldisstofnun-
um valdhafa hefur tekist að berja
þann hugsunarhátt inn í okkur.
Vinnan getur líka verið gleðigjafi,
einkum og sér í Iagi, ef við blönd-
um geði við skemmtilega vinnufé-
laga eða fáum svalað sköpunarþörf
okkar á einhvern hátt. Sköpunar-
gleðin er að rnínu mati ákaflega
heilsusamleg tilfinning, en því mið-
ur bjóða ekki öll störf upp á skap-
andi verkefni, og h'æfileikar hvers
og eins okkar eru líka mismunandi
til að vinna verk okkar á vandfýs-
inn eða skapandi hátt. Að vera tek-
inn fullgildur í hóp góðra vinnufé-
laga styrkir sjálfstraust, rýfur ein-
angrun og eflir öryggiskennd.
Sérstaklega er þetta mikilvægt
unglingum, öryrkjum og gömlu
fólki. Góðu heilli hefur atvinnu-
þátttaka aldraðra verið mikil á Is-
landi miðað við nágrannalöndin,
en á atvinnuleysistímum verður
þar breyting á og er það harla
slæmt, því íslenskir karlmenn búa
sig lítt undir iðjuleysi eða verkalok
og hafa margir hverjir aldrei lært
að nýta tómstundir sínar.
Ekki má gleyma uppeldisáhrifum
vinnunnar fyrir æsku landsins. ís-
lensk börn og unglingar hafa búið
við mikil forréttindi fram á síðustu
ár að fá að eyða löngum sumarleyf-
um sínum í vinnu til sjávar og
sveita, sem eflt getur með þeim
ábyrgðartilfinningu, metnað og
gleði yfir því að vera orðin virkir
þátttakendur í atvinnulífi þjóðar-
innar. Þótt ekki megi gera allt of lít-
ið úr þeirri vinnu og þeim vinnu-
aga, sem börn og unglingar fá
stundum að kynnast í skólum
landsins, þá líta þau öðrum augum
á sumarvinnuna, því þar eru þau
oft og tíðum að ganga í störf full-
orðinna eða vinna fullorðnum sam-
hliða. Heiðarleg vinna getur stuðl-
að að auknum lífsþroska, ef við
höfum heilbrigða afstöðu til henn-
ar. Þetta gildir einkum og sér í lagi
um þá vinnu, sem felur í sér ein-
hvers konar hlynningu eða ræktun.
Hér undir falla m.a. landbúnaðar-
HEILBRIGÐISMÁL 2/1993 7