Heilbrigðismál - 01.06.1993, Qupperneq 11
Tómas Jónasson
þurfi landlæknir að fá annan bú-
stað í grenndinni og hefur hann
augastað á Reykjavík í því sam-
bandi. Þessum frumlegu tillögum
landlæknanna um spítala á íslandi
var fálega tekið; sjúkrahús varð enn
að bíða síns tíma í hartnær heila
öld og Jón Sveinsson var alla sína
landlæknistíð búsettur í Nesi.
Raunar hafði hann einu sinni áður,
árið 1787, sótt um leyfi að mega
ásamt embættinu flytjast til Reykja-
víkur en stjórnin synjaði þeirri
beiðni.
Bjarni Pálsson kenndi þrettán
piltum læknisfræði en aðeins fjórir
luku námi og störfuðu sem fjórð-
ungslæknar á íslandi. Jón Sveins-
son kenndi sex stúdentum og út-
skrifaði tvo. Um aldamótin eða 40
árum eftir að landlæknisembættið
var stofnað og fyrsti lærði læknir-
inn settist hér að voru fimm læknar
starfandi á landinu auk Jóns
Sveinssonar. Hann hafði þá setið í
Nesi í tvo áratugi og átti aðeins eft-
ir að lifa og starfa í þrjú ár. Þessir
læknar voru Hallgrímur Bachmann
Fyrir rúmum tveimur öldum, 1791,
lagði Jón Sveinsson landlæknir til
við stiftsyfirvöld að komið yrði á
fót spítala í Nesi við Seltjörn.
Þeirri hugmynd var hafnað og það
var ekki fyrr en 1866 sem fyrsti
spítali landsins tók til starfa, í
Reykjavík.
í syðri hluta Vesturamtsins, Jón
Einarsson, sem var nefndur hér í
upphafi, sá um nyrðri hluta sama
amts, Jón Pétursson var læknir fyrir
norðan og sat í Viðvík; hann samdi
„Lækninga-Bók fyrir almúga" sem
kom út í Kaupmannahöfn röskum
þrjátíu árum eftir dauða hans, auk-
in og endurbætt af þeim Jóni Þor-
steinssyni (Thorstensen) landlækni
og Sveini Pálssyni sem einnig
gegndi því embætti í eitt ár. Fjórði
læknirinn um aldamót var Brynjólf-
ur Pétursson í Múlasýslum og
fimmti Sveinn Pálsson í Suðursýsl-
urn og í Vestmannaeyjum. - Hálfri
öld síðar hafði læknum landsins
fjölgað um einn!
Enginn teljandi bót fékkst á þess-
ari læknafæð fyrr en Jón Hjaltalín
og skoðanabræður hans fengu því
til leiðar komið að Læknaskólinn
var stofnaður en þá voru 96 ár liðin
frá því Jón Sveinsson gerðist Iand-
Iæknir.
Af skrifum Jóns má nefna nokk-
ur ritverk á latínu og fjölluðu sum
þeirra um hálsbólgu og graftar-
ígerðir í koki, önnur um skyrbjúg
og kvilla í hársverði. Einnig þýddi
hann á íslensku „Agrip af yfirsetu-
kvennafræðum" eftir danskan
Engin mynd er til af Jóni Sveins-
syni, eins og gildir um Bjarna
Pálsson forvera hans, en til fróð-
leiks er hér sýnt hvernig Jón ritaði
nafn sitt.
lækni og úr ensku ritgerð um skyr-
bjúg. Þá ritaði hann nokkrar grein-
ar fyrir almenning.
Ýmsar sögur gengu af Jóni og
hafa sumar orðið langlífar. Kunn-
ugir lýstu honum sem glöðum og
góðum félaga er meira væri
hneigður fyrir bækur en búsýslu,
enda var hann einn þeirra sem
stofnuðu fyrsta lestrarfélag lands-
ins (fyrir Gullbringu-, Kjósar-, Ár-
nes- og Rangárvallasýslur). Hann
var talinn vel að sér í fræðum
lækna og las mikið um þau efni en
þótti nokkuð mistækur og ekki
áhugamikill við lækningar. Kölluðu
sumir hann Jón þoku. Sagt er að
einhverju sinni á túnaslætti hafi
hann farið suður að Görðum á
Álftanesi til séra Markúsar Magn-
ússonar og setið þar meira en viku
í góðu yfirlæti því að prófastur var
gestrisinn og óspar á mat og drykk.
Guðríði konu landlæknis, sem var
búforkur og ærinn skörungur, fór
að lengja eftir bónda sínum og
gerði út sendiboða suður að Görð-
um og bað hann segja að taðan lægi
flöt og allt væri í megnasta óstandi
í Nesi. Jón sendi manninn sem
snarast heim aftur með fáort bréf til
frúarinnar og hófst það með þessu
sálmversi: „Mitt hjarta! hvar til
hryggist þú, / í harmi og trega
velkist nú / fyrir valtan veraldar-
auð." Ekki fylgir sögunni hversu
lengi honum dvaldist í Görðum eft-
ir þetta.
Þórarinn Guðnason læknir er sér-
fræðingur í skurðlækningum en hefur
fengist við ritstörf hin siöari cír og
meðal annars skrifað reglulega ( Morg-
unblaðið.
Fyrsti landlæknaþátturinn fjallaði
um ]ón Hjaltalín (Heilbrigðismdl 1/
1993 bls. 13-15).
HEILBRIGÐISMÁL 2/1993 11
l