Heilbrigðismál - 01.06.1993, Síða 14
Tómas Jónasson
ils kalks fyrir eða eru þegar komnir
með verulega beinþynningu.
Segja má að til þess að ná og við-
halda sem mestum styrk beina
þurfi talsverða kalkneyslu alla ævi.
Samkvæmt neyslukönnun sem
Manneldisráð gerði fyrir þremur
árum er meðalneysla Islendinga á
kalki tiltölulega mikil eða 1,3
grömm en skipting neyslunnar
mjög misjöfn. Þannig fær um fjórð-
ungur kvenna á öllum aldri og
helmingur ungra stúlkna og aldr-
aðra kvenna minna en ráðlagðan
dagskammt af kalki. Þá virðist sem
algengt sé að D-vítamínneysla sé af
skornum skammti og um tíu af
hundraði (einkum konur) séu und-
ir 2-3 míkrógrömmum, sem er talið
ófullnægjandi fyrir eðlilegan kalk-
búskap.
Enda þótt tengslum kalkneyslu
við heilbrigði beina hafi verið mest-
ur gaumur gefinn, er sagan ekki
þar með öll sögð. Hér er rétt að
geta um hugsanlegt samband kalk-
neyslu við aðra sjúkdóma. Sumnr
rannsóknir hafa bent til pess að ríkuleg
kalkneysla dragi úr háprýstingi og
minnki verulega líkur á ristUkrabba-
meini.
Um hvort tveggja, og þá ekki síst
blóðþrýstingslækkandi áhrifin, eru
reyndar töluvert skiptar skoðanir
meðal fræðimanna. Til dæmis má
Konur sem komnar eru yfir miðjan
aldur geta, með kalkneyslu, haft
umtalsverð áhrif á styrk beina.
finna aðrar rannsóknir, þar sem
ýmist finnast engin blóðþrýstings-
lækkandi áhrif af kalkneyslu eða
jafnvel blóðþrýstingshækkandi
áhrif. Líklegt er að hér (eins og oft-
ast er raunin um áhrif einstakra
umhverfisþátta á heilsufar) sé skýr-
ingin sú, að kalk lækki blóðþrýst-
ing í sumum einstaklingum en ekki
öllum. Þannig virðist margt eldra
fólk, svo og ófrískar konur, tiltölu-
lega næmt fyrir blóðþrýstingslækk-
andi áhrifum kalks. Frekari rann-
sóknir eru þó nauðsynlegar til þess
að varpa skýru ljósi á hlutverk kalk-
neyslu í stjórnun blóðþrýstings.
Um 1980 var sú tilgáta sett fram
að kalk- og D-vítamíngjöf dragi úr
líkum á krabbameini í ristli. All-
margar faraldsfræðilegar rannsókn-
ir renna stoðum undir þessa til-
gátu. Mestu áhrifin (um helmings-
lækkun á líkum á krabbameini)
sjást eftir áralanga kalkneyslu sem
nemur 1,5-2,0 grömmum á sólar-
hring, sem er verulega umfram al-
mennt ráðlagða dagskammta. Þar
sem ekki er víst að slík neysla til
langframa sé alveg hættulaus er
ennþá ekki tímabært að ráðleggja
hana almennt.
En hver er þá æskileg kalkneysla
samkvæmt framansögðu? Ráðlagð-
ir dagskammtar (RDS) Manneldis-
ráðs Islands fyrir kalk eru 360 milli-
grömm fyrir börn yngri en sex
mánaða, 540 milligrömm fyrir 6-12
mánaða, 800 milligrömm fyrir eins
til 10 ára, 1200 milligrömm á dag
fyrir einstaklinga 11-19 ára og 800
milligrömm á dag fyrir 20 ára og
eldri. I flestum tilvikum er þetta
nægjanlegt, en færa má rök fyrir
því að margar konur þurfi öllu
meira, sérstaklega ef þegar eru
komin fram merki um beinþynn-
ingu. Um 1200 milligrömm væru þá
nær lagi. Eðlilegast er, að sem mest
af kalkinu komi úr fæðu, einkum
mjólkurvöru, en sé þess einhverra
hluta vegna ekki kostur, má nota
kalktöflur. Kalkneysla er aðeins
varasöm í undantekingatilvikum,
einkum vegna sjaldgæfs nýrna-
steinasjúkdóms.
Ari j. Jóhannesson læknir er sérfræð-
ingur í lyflækningum og efnaskipta- og
innkirtlalækningum. Hann eryfirlækn-
ir á Sjúkrahúsinu á Akranesi.
Kalk í fæðu
Grein eftir Olaf Reykdal
Kalk (kalsíum) er lífsnauðsynlegt
næringarefni. Samkvæmt neyslu-
könnun Manneldisráðs er meðal-
neysla Islendinga á kalki nægjanleg
en það getur þó vantað í fæði hjá
sumum. Um fjórðungur kvenna
fær þannig minna en ráðlagðan
dagskammt af kalki. Sérstaklega er
mikilvægt að ungt fók fái nóg kalk
til þess að bein verði nægilega þétt.
Kalk er einkum í mjólk og mjólkur-
afurðum, nokkrum fiskafurðum og
dökku grænmeti. Ráðlagðir dag-
skammtar til að svara þörf heil-
brigðs fólks eru 800-1200 milli-
grömm.
Kalkinnihald hinna ýmsu mjólk-
urafurða er mjög misjafnt og ræðst
það af framleiðsluaðferðum. Kalkið
fylgir ekki fitu og ívið meira kalk er
í undanrennu en nýmjólk. í rjóma
er minna kalk en í öðrum fljótandi
mjólkurafurðum. Þegar mjólk er
sýrð leysist kalk auðveldlega upp
og fylgir mysu. Þess vegna er skyr-
mysa kalkrík en skyr lítið eitt lakari
Mjólkurafurðir eru mikilvægustu
kalkgjafarnir. Samkvæmt neyslu-
könnun Manneldisráðs gefa
mjólkurvörur og ostar 73% af
kalkinu í fæðu landsmanna.
14 HEILBRIGÐISMÁL 2/1993