Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 5
Ljósmyndarinn
Á þrettánda hundrað læknar
í byrjun þessa árs voru 1243
læknar með almennt lækningaleyfi
hér á landi, samkvæmt nýrri
Læknaskrá Landlæknisembætt-
isins. Á sama tíma áttu 104
læknakandídatar eftir að fá lækn-
ingaleyfi (43 þeirra útskrifuðust á
síðasta ári). Lang flestir læknar og
kandídatar eru búsettir hér á landi,
882, en 229 eru í Svíþjóð, 106 í
Bandaríkjunum, 28 í Noregi, 17 í
Bretlandi en mun færri í öðrum
löndum.
Samkvæmt skrá Landlæknisemb-
ættisins hafa flestir sérfræðiviður-
kenningu í heimilislækningum
(122), lyflækningum (103) og skurð-
lækningum (77) en næst koma
bamalækningar, svæfingalæknis-
fræði og geðlækningar.
Karlar eru enn í miklum meiri-
hluta lækna og kandídata, þeir eru
1077 en konur 270. Þær hafa sótt
mikið á síðustu ár og áratugi, en
þess má geta að fyrsta konan út-
skrifaðist frá læknadeild Háskóla
íslands árið 1917, en það var Kristín
Ólafsdóttir.
Þegar litið er á aldurinn sést að
flestir, eða 436, eru á fertugsaldri en
405 á fimmtugsaldri. Yfir áttrætt
eru nítján læknar, þeir elstu eru
Daníel Á. Daníelsson (var orðinn 91
árs um síðustu áramót), Stefán
Guðnason (89 ára) og María Hall-
grímsdóttir (88 ára).
Nú hafa átta læknar sem orðnir
eru 75 ára heimild til að reka lækn-
ingastofu, þar af eru þrír 83 ára á
þessu ári. Elstur þeirra er Ulfar
Þórðarson.
Margir nafnar
í læknastétt
Þegar Læknaskrá Landlæknis-
embættisins er skoðuð kemur í
ljós að margir læknar eiga nafna í
stéttinni. Ef litið er fram hjá þeim
tilvikum þar sem millinafn eða
stafur er til aðgreiningar eru átj-
án nöfn sem koma oftar en einu
sinni fyrir í skránni, þar af eru
þrjú nöfn sem koma fyrir oftar en
tvisvar hvert.
Einn læknir sem heitir Halldór
Jónsson er fæddur 1950, annar
1951 og sá þriðji 1954. Tveir þeir
fyrstnefndu eru með sérfræðivið-
urkenningu í heimilislækningum
en sá þriðji í bæklunarskurð-
lækningum.
Þrír sem heita Sigurður Bjöms-
son (fæddir 1938, 1942 og 1960)
hafa verið í Læknaskránni og í
vor fékk sá fjórði (fæddur 1965)
almennt lækningaleyfi.
Einn þriggja lækna sem bera
nafnið Snorri Ólafsson er fæddur
1910, annar 1932 (sérfræðingur í
lyflækningum og lungnalækn-
ingum) og sá þriðji 1953 (sérfræð-
ingur í lyflækningum og melt-
ingarlækningum).
Það eykur að sjálfsögðu hættu
á misskilningi ef aldursmunur er
lítill, til dæmis eitt ár eins og á
við Halldórana tvo sem áður eru
nefndir. Sama máli gegnir um
Hjördísi Harðardóttur, ein er
fædd árið 1957 og önnur með
sama nafni árið 1958. Brynjólfur
Jónsson læknir er fæddur árið
1954 og nafni hans árið 1955 - og
báðir hafa sérfræðiviðurkenn-
ingu í bæklunarskurðlækning-
um!
Allir geta þeir sagt: „Ég heiti
Sigurður Bjömsson og er lækn-
ir." Sá sem er lengst til hægri er
sérfræðingur í lyflækningum og
meltingarsjúkdómum og starfar
á Borgarspítalanum, þá kemur
sérfræðingur í lyflækningum og
krabbameinslækningum sem
starfar á Landakotsspítala og
Landspítalanum, þá læknir sem
hefur verið í framhaldsnámi í
skurðlækningum í Svíþjóð, en
var staddur hér á landi í sumar,
og loks læknir sem starfar á
heilsugæslustöðinni á Höfn í
Hornafirði. Þeir höfðu aldrei
hist allir í einu þegar þeir komu
til myndatöku fyrir tímaritið
Heilbrigðismál, en höfðu vitað
hver af öðrum. Ekki gátu þeir
neitað því að þeim hefði oft ver-
ið ruglað saman og fengið póst
sem ætlaður var öðrum með
sama nafni, jafnvel launa-
greiðslur!
HEILBRIGÐISMÁL 1-2/1994 5