Heilbrigðismál - 01.03.1994, Qupperneq 7

Heilbrigðismál - 01.03.1994, Qupperneq 7
Tómas Jónasson Meira að segja frystihúsin eru að verða reyklaus Síðustu tvö ár hafa Tóbaksvarnanefnd borist tilkynningar um eitt þús- und reyklausa vinnu- staði. Það sem vekur at- hygli er að í þessum hópi eru fjögur frystihús. Þetta eru Hraðfrystihúsið í Hnífsdal, Hraðfrystihús Ólafsfjarðar, Fiskvinnslu- stöð KEA í Hrísey og Búlandstindur á Djúpa- vogi. Þorvarður Örnólfs- son, fulltrúi Krabbameins- félagsins í Tóbaksvama- nefnd, segir að þetta sé sérstakt ánægjuefni, um er að ræða fjölmenna vinnustaði og að sjálf- sögðu ættu öll fyrirtæki sem framleiða matvæli að keppa að þessu marki. Lífræn ræktun til verndar umhverfinu Neytendur virðast vera farnir að átta sig á því að í boði eru matvæli sem framleidd eru með að- ferðum sem ógna ekki umhverfinu á sama hátt og tíðkast hefur. Lífræn framleiðsla hefur einkum verið á sviði grænmetis- ræktar en aðrar búgrein- ar eru álitlegar, svo sem sauðfjárrækt, að sögn Ól- afs Dýrmundssonar ráðu- nautar hjá Búnaðarfélagi Islands. Enn hafa ekki verið settar reglur um skilgreiningar á þessari framleiðslu en Ólafur segir að í stórum drátt- um megi skipta búskap- arháttum í fjóra flokka með tilliti til umhverfis- vemdar. Lífrænn land- búnaður er talinn vist- vænastur, næst kemur vistvænn landbúnaður, þar sem gerðar eru kröf- ur um hreinleika og vist- væna framleiðsluhætti, þó ekki eins miklar og varðandi lífræna ræktun, þriðja stigið er hefðbund- inn landbúnaður og fjórða stigið verksmiðjubú- skapur. Landbúnaðarráð- uneytið undirbýr nú reglugerð um lífrænan landbúnað. í lífrænum og vistvæn- um landbúnaði er að hluta snúið aftur til bú- skaparhátta sem voru ríkjandi hér á landi fram yfir miðja þessa öld, um- hverfissjónarmiða er gætt í hvívetna, lífrænn áburð- ur notaður í stað tilbúins, sáðskipti og blandaður búskapur í stað hins sér- hæfða, nýttar lífrænar vamaraðgerðir gegn sjúk- dómum í stað lyfja og mikið lagt upp úr frjáls- ræði búfjár og útivist í stað þrengslabúskapar. Ólafur Dýrmundsson segir að íslenskir bændur eigi að auka framleiðslu hollra afurða í hæsta gæðaflokki, bæði til sölu innanlands og erlendis, og stuðla um leið að umhverfisvernd. Hann segir að lífrænn land- búnaður, sem áður var aðeins talinn henta fá- einum hugsjónamönnum, sérvitringum og hipp- um, sé nú álitinn raun- hcéfur valkostur með sóknarfærum sem beri að nýta sveitunum til hags- bóta og neytendum til góðs. Nuddið veitir slökun Handa- og fótanudd bætir líðan sjúklinga með langvinna sjúkdóma og veldur slökunaráhrifum. Kaffihúsum í höfuð- borginni hefur fjölgað síðustu ár. Menn eru ekki á eitt sáttir um ágæti þeirra eða áhrif á neysluvenjur lands- manna en því er ekki að neita að það setur skemmtilegan svip á mannlífið þegar boðið er upp á veitingar utan- húss á góðviðrisdögum. Þetta kom fram í rann- sókn sem Anne Mette Pedersen og Jóhanna Ósk Eiríksdóttir unnu að sem lokaverkefni í námsbraut í hjúkrunarfræði við Há- skóla íslands í vor. Nið- urstöðurnar sýna að nota megi nudd ásamt hefð- bundinni hjúkrun til þess að bæta líðan og svefn, minnka verki og draga úr þreytu. Stutt leið til himins Margir hafa spreytt sig á því að sentja slag- orð til að nota í baráttu fyrir auknu umferðar- öryggi. Einn þeirra er Pétur Þorsteinsson guð- fræðingur. Hér eru nokkrar gamlar og nýjar hugmyndir frá honum: • Aktu varlega. Hvers vegna að deyja heilsu- hraustur? • Akir þú hratt, þess minnstu á meðan, að leiðin er stutt til himinsins héðan. • Sumir aka eins og þeir séu að flýta sér í sitt eigið umferðarslys. Aktu hægar og misstu frek- ar af því. • Biblían bjargar sálu þinni - bílbeltin lífi þfnu. • Það er fljótlegra að aka hægar - og komast alla leið. HEILBRIGÐISMAL 1-2/1994 7

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.