Heilbrigðismál - 01.03.1994, Page 17
Tómas Jór
Reiðhjólahjálmar veita vöm
gegn höfúðslysum bama
Grein eftir Ólaf Ólafsson
Undanfarin ár hafa verið lagðar
fram skýrslur sem sýna að íslensk-
um bömum er hættara við slysum
en börnum í nálægum löndum. Nú
virðist hafa dregið nokkuð úr
barnaslysum en enn er tiltölulega
hátt hlutfall alvarlegra höfuðáverka
hjá bömum, eins og bent var á í
grein sem byggði á gögnum frá
Borgarspítalanum (Læknablaðið
1993; 79: 281-286). Þar kom fram að
árin 1987-91 voru 297 börn, 14 ára
og yngri, lögð inn á deildir Borgar-
spítalans vegna höfuðáverka og 62
börn vom lögð inn á barnadeildir
Landakotsspítala og Landsspítala á
sama tímabili.
Áhrif reiðhjólahjálma til að draga
úr slysum hafa verið rannsökuð
mikið erlendis. í einni rannsókn-
inni (The New England Journal of
Medicine, 25. maí 1989) var dregin
sú ályktun að með notkun reið-
hjólahjálma mætti draga úr hættu á
alvarlegum höfuðmeiðslum um allt
að 85%. Niðurstöður annarra rann-
sókna hníga í sömu átt.
Til skamms tíma var fátítt að
börn og unglingar notuðu reið-
hjólahjálma. A þessu hefur nú orð-
ið mikil breyting vegna kynningar-
starfs Umferðarráðs í samvinnu við
olíufélögin og aðra seljendur
hjálma. I könnun sem ráðið lét gera
sumarið 1993 víða um land kom í
ljós að fimmta hvert barn notaði
hjálm, en það eru mörk sem stund-
um hafa verið nefnd sem forsenda
þess að skyldunotkun hjálma verði
virt. Nú í sumar reyndist notkunin
enn meiri. Allir eru þó sammála
um að hjálmanotkun verður ekki
almenn nema með lögbindingu.
Ástralir lögleiddu notkun hjálma
við hjólreiðar barna að tólf ára aldri
árið 1991. í fimm ríkjum Banda-
ríkjanna (New Jersey, Kalifornia,
Massachusetts, New York og
Pennsylvania) hefur skyldunotkun
einnig verið samþykkt og alvarleg-
um reiðhjólaslysum hefur fækk-
að.
Það er orðið löngu tímabært að
íslendingar sláist í hóp þeirra sem
vilja nýta sér ávinninginn af reið-
hjólahjálmum og lögbinda notkun
þeirra. I könnun sem Hagvangur
gerði fyrir Bindindisfélag öku-
manna árið 1990 var spurt um
stuðning við setningu lagaákvæða
um að börn á reiðhjólum skuli nota
hjálma. Niðurstaðan var ótvíræð:
Níu af hverjum tíu sem afstöðu
tóku voru hlynntir því.
Heyrst hafa þær mótbárur gegn
Skyldunotkun reiðhjólahjálma er
einfaldasta og áhrifaríkasta að-
gerðin sem hægt er að grípa til í
slysavörnum.
skyldunotkun hjálma fyrir börn að
erfitt sé að sekta börnin en að sjálf-
sögðu verða foreldramir að bera
ábyrgð á þeim að þessu leyti eins
og á annan hátt.
Landlæknisembættið hefur hvað
eftir annað lagt eindregið til við al-
þingismenn að ákvæði um hjálm-
anotkun barna verði sett í lög og
foreldrar gerðir ábyrgir fyrir að
börnin noti þá. Þetta er ein einfald-
asta og áhrifaríkasta aðgerðin sem
hægt er að grípa til í slysavörnum,
enda eru reiðhjólaslys oft mjög al-
varleg og kosta þjóðfélagið mikið.
Salóme Þorkelsdóttir og fleiri
þingmenn hafa tvívegis lagt fram
frumvarp sem fól í sér skyldunotk-
un reiðhjólahjálma, en það náði
ekki fram að ganga. Á síðasta vetri
lögðu Lára Margrét Ragnarsdóttir
og tíu aðrir þingmenn fram frum-
varp á Alþingi um breytingu á um-
ferðarlögum þar sem segir: „Börn
12 ára og yngri skulu bera viður-
kenndan hlífðarhjálm á höfði við
hjólreiðar." Við ítrekað brot átti lög-
regla að geta tekið reiðhjól af barni
og afhent það forráðamanni barns-
ins. Frumvarpið var ekki afgreitt.
Væntanlega verður þetta frumvarp
flutt aftur í haust og er hér með lagt
til að við fyrsta brot nægi áminning
frá lögreglunni en við annað brot
verði rætt við foreldra barnsins.
Við þriðja brot verði beitt sektum.
Fyrir sautján árum var notkun
vélhjólahjálma lögbundin og nú
dettur engum í hug að vera án
þeirra. Fyrir þrettán árum var notk-
un bílbelta lögbundin. Eftir að
heimild fékkst til að beita sektará-
kvæðum fækkaði alvarlegum slys-
um um helming. Nú er komið að
reiðhjólahjálmunum - og þó fyrr
hefði verið.
Ólafur Ólafsson var skipaður land-
læknir árið 1972. Hann hefur beitt sér
mikið fyrir slysavörnum.
HEILBRIGÐISMÁL 1-2/1994 17