Heilbrigðismál - 01.06.1998, Síða 9
Skammdegis-
þunglyndi
Þunglyndið kom inn í
ættina þegar Reyni-
staðarbræður urðu úti á
Kili. . . Þeir Glaumbæjar-
feðgar höfðu þann snert
af „fásinnu" ömmu sinn-
ar að eftir nýjár tóku þeir
þunglyndi og lögðust í
rúmið. Það voru afleið-
ingar sólarleysisins í
skammdeginu.
Ég tamdi mér því
glaða lund eftir föngum
og síðari ár mín hef ég
sett mér að muna sól-
skinsstundirnar en
gleyma hinum sem mest.
Indriði Einarsson Imgfræð-
ingur og leikritaskáld
(f. 1851, d. 1939).
Séð og lifað, 1936.
Trú á lækninga-
mátt grasa
Fátt er kunnugt um
starfsemi íslenskra lækna
á fyrri öldum nema það
sem ráða má af lækn-
ingabókum. Helst mætti
telja það sem varðar
áhrif og náttúru íslenzkra
grasa. En trúin á lækn-
ingamátt grasa var löng-
um mjög rík, og var það
hald margra að allar eða
flestar sóttir mætti með
grösum lækna, ef menn
aðeins gæti fundið jurtir
þær er við ætti hverju
sinni. Sú trú og lækn-
ingaaðferð var ævaforn
hér á landi eins og ann-
ars staðar.
Þorkell Jóhannesson háskóla-
rektor (f. 1896, d. 1960).
Saga Islendinga, 1950.
Ráðríki
Mannkynið vill vita
allt, reyna allt og ráða
öllu, svo langt og vítt
sem til næst.
Andrés Björnsson skáld
(f. 1883, d. 1916).
Skímir, 1910.
Sagt
Án umhyggju
móðurinnar
Fólk er ekki veikara á
geði en það hefur verið á
öllum tímum en kannski
taugaveiklaðra vegna
þess að við þurfum að
leggja minna á líkamann
og foreldrar verið teknir
frá barninu, einkum
móðirin sem hefur verið
færð á vinnumarkað. Þá
hljóp ofvöxtur í þjónustu
við þá sem eru ekki
„geðsjúkir" heldur þjást
af mömmuleysi.
Guðbergur Bengsson
rithöfundur.
DV, 9. október 1997.
Eðlileg viðbrögð
við óeðlilegum
aðstæðum
Vá má kalla það
ástand/aðstæður, sem
verða þess valdandi, að
einstaklingnum finnst sér
ógnað líkamlega/andlega
þannig að hann óttist um
líf sitt, heilsu og sjálf-
stæði, fjölskyldu, vina
eða annarra. Þetta getur
gerst skyndilega við snjó-
flóð, húsbruna, skip-
skaða, bílslys, rán, lík-
amsárás, nauðgun eða
morð svo eitthvað sé
nefnt. Einnig getur lang-
varandi líkamlegt eða
andlegt ofbeldi eða líf í
sífelldu óöryggi um líf
og heilsu sína eða ann-
arra sem manni þykir
vænt um haft sömu
áhrif.
Viðbrögð okkar eru
einstaklingsbundin og
einnig tengd aðstæðum
og ástandi hverju sinni. I
raun má telja þetta eðli-
leg viðbrögð við óeðlileg-
um aðstæðum.
Páll Eirtksson geðlæknir.
Morgunblaðið,
13. október 1997.
Dauðans alvara
Enginn hefur heilsu-
farsleg efni á því eða sið-
ferðilegan rétt til þess að
tefla eigin heilsu og ann-
arra í tvísýnu með reyk-
ingum, vitandi það sem
nú er vitað um dauðans
alvöru tóbaksreykinga.
Úr forystugrein
Morgunblaðsins,
14. desember 1997.
Áhyggjuleysi frá vöggu til grafar
í viðskiptum sínum við heilbrigðiskerfið
er einstaklingurinn að öllu jöfnu óvirkur
þiggjandi. Hin ríkjandi sjúkraþjónustustefna
gerir þegnunum kleift að lifa eins og þá lystir
og láta síðan gera við sig eða bjarga sér þegar
heilsan fer að bila.
Með þessum hætti má segja að heilbrigðis-
þjónustan falli eins og flís við rass að lífshátt-
um okkar í neyslusamfélaginu. Megin lífsregl-
an þar virðist vera að fullnægja sem flestum
löngunum og að forðast það eins og heitan eld-
inn að takast á við sársauka og þjáningu ...
Leitast skal við að skapa öllum áhyggjulausan
æviveg frá vöggu til grafar.
Vilhjálmur Árnason prófessor.
Lesbók Morgunblaðsins, 18. október 1997.
Skrautleg
nauðsynjavara
Ekki er vanþörf á
hressilegri hvatningu um
aukið grænmetisát því
enn sem komið er borða
íslendingar minnst allra
Evrópuþjóða af þessari
hollu fæðu. Ávaxtaneysl-
an er lítið veglegri eða
um hálfur ávöxtur á dag.
Engir aðrir fæðuflokkar
eru sniðgengnir í sama
mæli í fæði íslendinga og
þessir tveir og margir
virðast jafnvel líta á
grænmeti og ávexti sem
óþarfa skraut á veislu-
diski fremur en nauð-
synjavöru.
Laufey Steingrímsdóttir
forstöðumaður Mann-
eldisráðs íslands.
Morgunblaðið,
6. desember 1997.
Eftirsóknarverð
gæði lífsins
Góð heilsa, sem til
þessa hefur verið hluti
af eftirsóknarverðum
gæðum lífsins líkt og
góður efnahagur eða gott
fjölskyldulíf, er orðin að
vöru á hinum frjálsa
markaði og sölumenn-
irnir keppast um að
skreyta vöruna með fal-
legum nöfnum og gæða
hana í orði alls kyns
heilsubætandi eiginleik-
um sem engar eða mjög
veikar forsendur eru fyr-
ir.
Árni Björnsson læknir.
Læknablaðið,
febrúar 1998.
HEILBRIGÐISMÁL 2/1998 9