Heilbrigðismál - 01.06.1998, Síða 11
Tómas Jónasson
Fullkomnasta
þjónusta
Hafa heilbrigðisyfirvöld
svarað kröfum tímans?
Á miðju síðasta ári tóku gildi lög um réttindi sjúkl-
inga. Þau eiga að tryggja að þeir sem eru sjúkir fái
„fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma
er völ á að veita", eins og segir í þriðju grein laganna.
Lög þessi voru löngu tímabær. Undanfarin ár hafa orð-
ið miklar breytingar á viðhorfi manna, hér á landi sem
erlendis, til þess hvernig búa skuli að sjúku fólki, hvort
sem um er að ræða tímabundin eða langvinn veikindi.
Alþjóðasamtök hafa látið málið til sín taka og heim-
spekingar og siðfræðingar hafa tekið þátt í umræð-
unni, auk hefðbundinna heilbrigðisstétta, samanber
það sem fram kemur í grein Ástríðar Stefánsdóttur hér
í blaðinu.
Stjórnendur heilbrigðisþjónustunnar hafa reynt að
búa stofnanir sínar nýjum tækjum og lítil fyrirstaða
hefur verið að hagnýta ný lyf, þó dýr séu. En getur ver-
ið að hugsunin um aðbúnað sjúklinga hafi setið á hak-
anum? Hvernig gengi þeim hótelum sem byðu sex
óskildum aðilum að gista í sama herberginu, líkt og
gerist á sumum sjúkrahúsum? Að ekki sé talað um að
fimmti hver hótelgestur yrði að sofa frammi á gangi.
Eigum við að gera minni kröfur til heilbrigðisstofnana?
Það eru ekki nægileg rök að svona hafi þetta alltaf ver-
ið því að þjóðfélagið hefur breyst svo mikið síðustu
áratugi á öðrum sviðum.
Nú er rúm fyrir meira en fjögur þúsund sjúklinga á
sjúkrastofnunum hér á landi og er það tvöföldun á
rúmum aldarfjórðungi. Stjórnvöld telja sig ekki hafa
efni á að greiða rekstrarkostnað sem því fylgir að nýta
öll þessi rúm. Þess vegna er gripið til þess að loka heil-
um deildum í lengri eða skemmri tíma. Þetta hefur sín-
ar afleiðingar.
Á sama tíma og biðlistar eftir sjúkrahúsdvöl lengjast
hafa milljarðar króna verið lagðir í samgöngumann-
virki til að auðvelda fólki að komast milli staða. Allir
sem vilja komast í framhaldsnám eiga kost á því. Lagt
hefur verið kapp á að gera öllum börnum frá eins eða
tveggja ára aldri kleift að vera í leikskóla - meðal ann-
ars til þess að foreldrarnir geti tekið virkan þátt í verð-
mætasköpun atvinnulífsins.
Fyrir einni öld voru fyrstu sjúkrasamlögin stofnuð,
og þótti það mikið framfaraskref. Enda þótt samlögin
hafi verið lögð niður í sinni eldri mynd fyrir tæpum ára-
tug finnst almenningi hann eiga rétt á að fá þjónustu
þegar á þarf að halda. I stað samlaga sjúklinga er sjálfur
ríkissjóður ábyrgur. Þrátt fyrir það hafa fjárframlög til
heilbrigðisþjónustu verið af skomum skammti.
Er ef til vill „vitlaust gefið", eins og skáldið sagði?
Kannanir hafa hvað eftir annað sýnt að almenningur
gerir kröfu um meiri og betri heilbrigðisþjónustu - og
er jafnvel tilbúinn að greiða hærri skatta til að svo megi
verða.
Auðvitað er stjórnvöldum vandi á höndum. Útgjöld
hins opinbera til heilbrigðismála jukust úr 6,3% af
vergri landsframleiðslu árið 1985 í 6,8% árið 1994 og út-
gjöld til almannatrygginga og annarra velferðarmála
jukust enn meir. Afköst sjúkrastofnana hafa aukist,
sjúklingar dvelja þar ekki eins lengi og áður. Nýlegar
athuganir benda þó til þess að stytting legutíma sé far-
in að hafa þau áhrif að sífellt fleiri sjúklingar þurfi að
leggjast aftur inn á sjúkrahús.
Viðleitni til hagræðingar er góðra gjalda verð en er
ekki orðið tímabært að horfast í augu við staðreyndir
og auka fjárveitingar til heilbrigðismála til þess að
sjúklingar fái „fullkomnustu heilbrigðisþjónustu" eins
og þeir eiga rétt á - og gera kröfu til?
Jónas Ragnarsson ritstjóri.
Undanfarin ár
hafa orðið
miklar
breytingar á
viðhorfi manna,
hér á landi sem
erlendis, til þess
hvernig búa
skuli að sjúku
fólki.
Nú er rúm fyrir
meira en fjögur
þúsund
sjúklinga á
sjúkrastofnun-
um hér á landi
og er það
tvöföldun á
rúmum
aldarfjórðungi.
HEILBRIGÐISMÁL 2/1998 11
L