Heilbrigðismál - 01.06.1998, Page 12
Þeir sem hafa mesta þörf fyrir
heilbrigðisþjónustu skulu ganga fyrir
- segir í nýrri skýrslu forgangsröðunamefndar
Svonefnd forgangsröðunarnefnd
heilbrigðisráðuneytisins skilaði til-
lögum sínum um miðjan ágúst-
mánuð, eftir tveggja ára starf. Til-
lögurnar ásamt skýringum hafa
verið gefnar út í sérstöku riti. I
nefndinni sátu fjórtán manns, full-
trúar stjórnmálaflokka, neytenda,
stjórnenda og fagfólks í heilbrigðis-
þjónustunni. í frétt frá ráðuneytinu
segir að nefndinni hafi tekist að ná
víðtæku samkomulagi um megin-
hugmyndir, stefnumótun og tillög-
ur til framtíðar. Heilbrigðisráðherra
hefur ákveðið að fulltrúar þeirra
sem aðild áttu að nefndinni komi
saman árlega til að meta árangur
og þróun á sviði heilbrigðismála.
Tillögur nefndarinnar fara hér á
eftir.
A.
Siðfræðilegir þættir.
A.l.
Heilbrigðisþjónustan á að vera réttlát.
Markmið:
1. Heilbrigðisþjónustan skal vera
réttlát, byggð á samábyrgð þegn-
anna og að mestu leyti kostuð af al-
mannafé.
2. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu
skal vera auðvelt og sem jafnast
fyrir alla landsmenn.
3. Þeir einstaklingar sem hafa
mesta þörf fyrir heilbrigðisþjónustu
skulu ganga fyrir.
A.2.
Tryggja skal rétt sjúklinga.
Markmið:
1. Réttarstaða sjúklings gagnvart
heilbrigðisþjónustunni skal tryggð.
2. Virðing skal borin fyrir velferð,
einkalífi, mannhelgi og sjálfs-
ákvörðunarrétti sjúklings.
3. Meðferð og umönnun við lífslok
skal miðast við óskir einstaklings-
ins og/eða aðstandenda og vera
eins nærgætin og frekast er unnt.
4. Siðareglur heilbrigðisstétta skulu
í heiðri hafðar.
5. Tryggja ber að heilbrigðisstarfs-
fólk viðhaldi og endurnýi þekk-
ingu sína.
6. Sjúklingar hafi greiðan aðgang
að heilbrigðisþjónustu.
7. Sjúklingar bráðadeilda búi við
góða umönnun á deild en liggi ekki
á göngum eða öðrum stöðum sem
ekki eru ætlaðir sjúklingum.
B.
Áherslur heilbrigðisþjónustunnar.
B.l.
Ákveðnir þjónustuþættir skulu ganga
fyrir.
Markmið:
Eftirtaldir þjónustuþættir og teg-
undir þjónustu skulu hafa forgang
(þessi forgangur miðast við þörf
fyrir heilbrigðisþjónustu):
Heilbrigðis-
þjónustan skal
vera réttlát,
byggð á
samábyrgð
þegnanna og
að mestu leyti
kostuð af
almannafé.
I. Meðhöndlun alvarlegra bráðatil-
fella, lífshættulegra sjúkdóma, jafnt
líkamlegra sem geðrænna, og slysa
sem geta leitt til örorku eða dauða
án meðferðar.
II. Heilsuvernd sem sannað hefur
gildi sitt. Meðferð vegna alvarlegra
langvinnra sjúkdóma. Endurhæf-
ing og hæfing. Líknandi meðferð.
III. Meðferð vegna minna alvar-
legra slysa og minna alvarlegra
bráðra og langvinnra sjúkdóma.
IV. Önnur meðferð sem fagleg rök
eru fyrir að hafi skilað árangri.
Tryggja skal að þeir sem vegna
æsku, fötlunar eða öldrunar eiga
erfitt með að gæta réttar síns njóti
jafnræðis á við aðra.
B.2.
Setja skal reglur um biðlista, biðtíma
og tilfærslu sjúklinga innan heilbrigð-
iskerfisins.
Hámarksbiðtíma
eftir þjónustu
skal skilgreina
eftir því
sem við á
í hverju tilviki en
hann skal ekki
vera lengri en
3-6 mánuðir.
12 HEILBRIGÐISMÁL 2/1998