Heilbrigðismál - 01.06.1998, Síða 15
Krabbamein eftir landshlutum:
Nýgengi er hæst suðvestanlands
Grein eftir Jón Hrafnkelsson og Jónas Ragnarsson
Fyrir áratug birtist í Heilbrigðis-
málum grein um nýgengi krabba-
meins eftir kjördæmum (4. tbl.
1988). Þá var miðað við árin 1977-
1986. Nú eru tiltækar hjá Krabba-
meinsskránni tölur fyrir næstu tíu
ár þar á eftir, 1987-1996. Hér verður
litið á þetta tuttugu ára tímabil £
heild, til að draga sem mest úr
áhrifum sem geta stafað af því að
of fá tilfelli standi á bak við ný-
gengitölur fyrir einstök mein í ein-
stökum kjördæmum. Einnig verða
þessi tvö tíu ára tímabil borin sam-
an og minnst á nokkra áhættu-
þætti.
Öll krabbamein. Þegar allt þetta
tuttugu ára tímabil er skoðað kem-
ur í ljós að nýgengi krabbameins er
hærra í Reykjavík og á Reykjanesi
heldur en annars staðar á landinu,
eins og sjá má á meðfylgjandi töfl-
um. Munar þar allt að fjórðungi.
Þessi munur er marktækur hjá báð-
um kynjum milli Reykjavíkur og
annarra staða á landinu. Ekki er
hægt að skýra þennan mun með
mismunandi aldursdreifingu vegna
þess að þær tölur sem hér eru birt-
ar hafa verið aldursstaðlaðar. Það
er þekkt frá öðrum löndum að gera
má ráð fyrir hærri tíðni krabba-
meins í borgum en í dreifðum
byggðum. Þannig er t.d. nýgengi í
nyrstu héruðum Noregs og Sví-
þjóðar 10-30% lægra en annars stað-
ar í þessum löndum. Frá fyrra
tímabilinu (1977-86) til þess síðara
(1987-96) jókst nýgengi krabba-
meins hér á landi um 10,2% hjá
körlum, eða að jafnaði um 1,0% á
ári. Hjá konum var aukningin
11,0%, eða um 1,1% á ári. Þessi
aukning er þó ekki jafn mikil alls
staðar. Meðal karla var hún mest á
Norðurlandi vestra (um 45%) en
meðal kvenna jókst nýgengi mest á
Norðurlandi vestra, Norðurlandi
eystra og Austurlandi (um 28-33%).
Þrátt fyrir að aukningin hafi verið
meiri á vissum svæðum á lands-
byggðinni en í Reykjavík er þessi
sjúkdómaflokkur þó enn algengari
í Reykjavík en á landbyggðinni,
eins og komið hefur fram.
Brjóstakrabbamein. Nýgengi er
hæst í Reykjavík, á Reykjanesi og á
Suðurlandi en lægst á Vestfjörðum.
Þessi sjúkdómur er marktækt al-
gengari á ofangreindum þremur
svæðum en annars staðar á landinu
og hefur aukist alls staðar nema á
Vesturlandi. Hvað varðar áhættu-
þætti fyrir brjóstakrabbamein má
nefna fæðingarsöguþætti, mataræði
og erfðir. Krabbamein í brjóstum er
mjög algengt í Norður-Ameríku og
Vestur-Evrópu en fátíðara í Asíu og
Afríku.
Blöðruhálskirtilskrabbamein.
Nýgengi er hæst í Reykjavík en
næst koma Suðurland og Reykja-
nes. Nýgengi í Reykjavík er mark-
tækt hærra en annars staðar á land-
inu, ef Suðurland er undanskilið.
Það er lægst á Norðurlandi en hef-
ur aukist alls staðar milli tímabila.
Karlar
112
100
Konur
106
103
Krabbamein í blöðruhálskirtli
greinist oftast hjá rosknum karl-
mönnum. Mikill munur er á ný-
gengi milli landa, þannig er sjúk-
dómurinn algengur á Vesturlönd-
um en mjög fátíður í Kína og getur
munurinn verið tuttugufaldur.
Þessi mikli munur getur gefið til
kynna að umhverfisáhrif eða lífs-
venjur eigi þátt í myndun sjúk-
dómsins. Það verður þó að hafa í
huga að greining byggist oft á því
hversu mikið er leitað, því oft er
sjúkdómurinn alveg einkennalaus.
Lungnakrabbamein. Nýgengi er
hæst í Reykjavfk og á Reykjanesi,
bæði hjá körlum og konum. Hjá
körlum er sjúkdómurinn marktækt
algengari á þessum svæðum en
annars staðar á landinu. Sömu
niðurstöður fást hjá konum, nema
munurinn við Vesturland og Aust-
urland er ekki marktækur. Ný-
gengið er lægst á Vesturlandi að
því er varðar karla og á Vestfjörð-
um að því er varðar konur. Nýjum
tilfellum meðal karla hefur fjölgað í
flestum kjördæmum og í öllum
kjördæmum meðal kvenna. Talið er
að lungnakrabbamein sé nú al-
gengasta krabbameinið í heimin-
um. Reykingar eru langstærsti
áhættuþáttur þessa sjúkdóms.
Magakrabbamein. Nýgengi hjá
körlum er hæst á Vestfjörðum en
munurinn milli kjördæma er ekki
marktækur. Hjá konum er nýgengi
hæst á Norðurlandi eystra og sjúk-
dómurinn marktækt algengari þar
en í Reykjavík. Mikið hefur dregið
úr krabbameini í maga og er það
þakkað breyttum neysluvenjum.
Milli ofangreindra tímabila (1977-86
og 1987-96) hefur nýgengi lækkað á
öllum landsvæðum. Gagnstætt við
flest önnur algeng krabbamein er
þessi sjúkdómur algengari í dreifð-
um byggðunt en þéttbýli á íslandi
og á það sama við annars staðar á
Norðurlöndum.
Þvagblöðrukrabbamein. Ný-
gengi hjá körlum er langhæst á
Austurlandi en lægst á Vestfjörð-
HEILBRIGÐISMÁL 2/1998 15