Heilbrigðismál - 01.06.1998, Side 25

Heilbrigðismál - 01.06.1998, Side 25
Erling Aðalsteii „Sköpum reyklausa kynslóð" Nýju námsefni um tóbaksvamir hefur verið vel tekið Nýtt og ítarlegt námsefni í tób- aksvörnum var sent öllum grunn- skólum haustið 1997. Þetta er liður í átaki Tóbaksvarnanefndar og Krabbameinsfélags Reykjavíkur undir kjörorðinu „Sköpum reyk- lausa kynslóð". Með því að bjóða skólunum vandað námsefni fyrir nemendur 6.-10. bekkjar er verið að stuðla að aukinni og markvissari tóbaksvarnarfræðslu. Þessar breyttu áherslur voru kynntar á þingum og fundum kennara og þeir, ásamt skólahjúkrunarfræðing- um og námsráðgjöfum, hafa sótt námskeið í tóbaksvörnum. Fyrst er frætt um skaðsemi tób- aksneyslu en þekking á afleiðing- unum er helsta ástæða þess að stór hluti ungs fólks byrjar ekki að reykja og reykingamenn reyna að hætta. Ut frá þessum grunni er aukin meðvitund nemenda um persónulegan þroska, mannleg samskipti og sjálfstraust. Þannig er unglingurinn hvattur til að viður- kenna persónulega ábyrgð á ákvörðunum varðandi notkun tób- aks og þróa leiðir til að hafna tób- aki. Gert er ráð fyrir að umfjöllun um reykingar og aðra tóbaksneyslu sé tekin upp aftur og aftur á náms- tímanum og nemendur fræddir um reykingar eftir því sem þroski þeirra krefst og gefur tilefni til. Víða var leitað fanga við náms- efnisgerð. Námsefni 6. bekkjar (Tóbakið og þú) er samið af fræðslufulltrúum Krabbameinsfé- lagsins og byggir á tuttugu ára reynslu þeirra af tóbaksvörnum í grunnskólum. Námsefni 7. bekkjar (Reyklaus - að sjálfsögðu) er stað- fært úr efni frá Bretlandi. Fyrir nemendur 8.-10. bekkjar varð fyrir valinu námsefni sem þróað hefur verið af Norska krabbameinsfélag- inu (Vertu frjáls - reyklaus). Itarefni er einkum fengið frá Noregi og Norður-írlandi. Meðal annars er um að ræða myndband um skað- semi reykinga (Allt annar raun- veruleiki) og um markaðssetningu tóbaks (Auglýsingar sem drepa). Þá var gerð handbók fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva (Skerpingur) og önnur fyrir leiðbeinendur á reyk- bindindisnámskeiðum fyrir ungt fólk (Dreptu í). Rannsóknir hafa sýnt að uppeld- ishættir og reykingar foreldra ráða miklu um hvort barn byrjar að reykja. Því hefur verið lögð áhersla á að upplýsa foreldra barna í 8.-10. bekk um gildi tóbaksvarna. Bæk- lingurinn „Viltu taka þátt í að skapa reyklausa kynslóð?" var sendur til foreldra barna á ungl- ingastigi. I honum er fjallað um hvað foreldrar geta gert til þess að koma í veg fyrir að unglingar byrji að reykja. Foreldraefnið var unnið í samstarfi við samtökin Heimili og skóli. í maí 1998 var gerð könnun á notkun námsefnisins í grunnskól- um landsins. í ljós kom að 73% allra grunnskólanema fá tóbaks- varnafræðslu sem byggð er á þessu nýja námsefni. Eru það ótrúlega góður viðtökur því stuttur tími er liðinn frá því að efnið kom út. Þar sem námsefnið gerir ráð fyrir tveggja til sjö kennslustunda um- fjöllun má álykta að sá tími sem varið er til tóbaksvarna hafi aukist verulega. Þeir skólar sem höfðu ekki tækifæri til að byggja tóbaks- varnir á grunni efnisins nú hafa fullan hug á að kenna efnið á næsta skólaári. Það er von Krabbameinsfélagsins að með samstilltu átaki skóla, for- eldra og annarra sem láta sig heill og hamingju æskunnar varða takist á næstu árum að skapa reyklausa kynslóð - kynslóð sem á frelsi til framtíðar. H. G. Nokkrir nemendur Austurbæjar- skóla í Reykjavík, ásamt Guðrúnu Halldórsdóttur kennara, kynna sér nýtt námsefni í tóbaksvörnum, sem var notað víða í vetur. HEILBRIGÐISMÁL 2/1998 25

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.