Heilbrigðismál - 01.06.1998, Side 28

Heilbrigðismál - 01.06.1998, Side 28
Sjúklingar eiga að njóta mannréttinda og mannhelgi Samskipti við heilbrigðisstarfsfólk eru að breytast Grein eftir Ástríði Stefánsdóttur Fyrr á öldum voru læknar, lögfræðingar og prestar í stöðum áhrifamanna í samfé- laginu. Þeir sem þurftu á aðstoð þeirra að halda treystu í blindni á visku þeirra og dómgreind. Hippocra tesareiðurinn, sem rekja má til Forn-Grikkja, vitnar um þetta viðhorf. Samkvæmt honum var læknum beinlínis bannað að útskýra fyrir sjúkling- um ástand þeirra og einnig var tvímæla- laust talið betra fyrir sjúklinginn að halda leyndu eins miklu og hægt væri um eðli og tilgang þeirrar meðferðar sem læknir hugðist framkvæma. A átjándu og nítjándu öld óx virðing og vegur læknisfræðinnar, fagið varð fræði- legra og má segja að þá breytist læknislist yfir í að verða læknavísindi. Læknisfræðin var ekki einungis iðkuð við rúmstokk sjúklingsins heldur færðist hún inn á sjúkrahúsin og inn í háskólana. Þessar breytingar juku enn frekar á fjarlægðina á milli læknisins og sjúklingsins. Undirgefni gagnvart læknum jókst og einnig tilhneig- Persónulegt sjálfræði er mikilvægt sið- ferðilegt gildi sem standa þarf vörð um. Liður í því er að veita sjúklingnum góðar upplýs- ingar um sjúk- dóm sinn og þá meðferðar- möguleika sem í boði eru. ingin til að efast hvorki um gjörðir þeirra né ráðleggingar. Ráðleggingum læknisins skildi einfaldlega fylgt og hlutverk hans var fyrst og fremst að umgangast sjúkling- inn af föðurlegri umhyggju. Nú hafa hugmyndir um lýðræði og jafn- rétti grafið undan þeim gömlu hugmynd- um um stöðu manna sem að framan er lýst. Störf stétta eins og lækna, lögfræðinga og presta eru ekki lengur hafin yfir gagn- rýni almennings. Á síðustu áratugum hef- ur sú krafa jafnframt orðið sífellt háværari að sjúklingurinn sjálfur sé ekki bara þol- andi meðferðar heldur þátttakandi og eigi sinn þátt í ákvörðun um meðferð. Upp úr þessum jarðvegi sprettur um- ræðan um réttindi sjúklinga. Nefna má að minnsta kosti fernt sem hefur átt sinn þátt í að örva þá umræðu á síðustu árum. í fyrsta lagi má nefna þróun þeirrar tækni sem unnt er að beita við skoðun mannslíkamans. Sífellt verður auðveldara að kafa dýpra og dýpra inn í líkama og sál einstaklingsins og getur slík rannsókn ógn- að mannhelgi persónunnar. Því er orðið nauðsynlegt að tryggja sérstaklega virð- ingu sjúklingsins. I öðru lagi hefur verið bent á að staða sjúklingsins innan heilbrigðiskerfisins sé veik vegna þess að hann er sjúkur og þarf að berjast við það óöryggi og þá hræðslu sem fylgir því ástandi. í þriðja lagi er sú hætta fyrir hendi að í heilbrigðiskerfinu gleymist að sjúklingur- inn er manneskja með tilfinningar og eigin markmið með lífi sínu. Hann er meira en „tilfelli". í fjórða lagi má nefna aukin áhrif hugmynda um mannréttindi í samfélag- inu. Vaxandi þungi þessarar umræðu í ná- grannalöndum okkar hefur knúið á um lagasetningu þar sem reynt er að tryggja sérstaklega rétt sjúklinga. Sjálfsögð réttindi Mannréttindi eru réttindi sem allir menn hafa, óháð lögum. Þau eru ofar lögum í þeim skilningi að þegar lögin ganga gegn 28 heilbrigðismAl 2/1998

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.