Heilbrigðismál - 01.06.1998, Side 29
þeim tölum við um óréttlát lög. Mannrétt-
indi eiga við um alla menn jafnt og án skil-
yrða. Þau byggja á hugmyndum um mann-
gildi er allir menn hafi, óháð breytilegum
verðleikum. Ég þarf ekki að hafa unnið
mér eitthvað sérstakt til ágætis til þess að
borin sé virðing fyrir mér sem manneskju,
heldur á ég rétt á því hvort sem ég er al-
þingismaður, hjúkrunarfræðingur, afbrota-
maður eða hvítvoðungur.
Mikilvægur grundvöllur þess að geta
virt aðra menn og skilið þá hugmynda-
fræði er mannréttindahugsjónin hvílir á er
hæfileikinn til að setja sig í spor annarra og
tileinka sér það viðhorf að sérhver mann-
eskja sé gerandi en ekki bara þolandi. Ein-
staklingurinn á að ráða sér sjálfur, hann er
sjálfráða uppspretta eigin athafna en ekki
hlutur sem hægt er að ráðskast með. Auk-
inni áherslu á mannréttindi hefur fylgt að
vegur sjálfræðis sem siðferðilegs verðmæt-
is hefur aukist. í sjálfræðinu felst viður-
kenningin á því að manneskjan eigi eins og
framast er unnt að ráða sjálf gerðum sínum
og því hvað gert er við líkama hennar.
Hugmyndin um réttindi sjúklinga byggir
á mannréttindahugsjóninni. Veik mann-
eskja sem leitar sér lækninga er í þeirri
stöðu að mannréttindum hennar gæti verið
ógnað. Innan heilbrigðiskerfisins er sér-
stakra aðgerða þörf til að vernda þessi rétt-
indi. Það er með öðrum orðum Verið að slá
skjaldborg utan um réttindi sem eiga að
vera öllum mönnum sjálfsögð. Þarna gegn-
Það er á ábyrgð
starísfólksins og
hluti af fag-
mennsku þeirra
að koma upp-
lýsingunum til
skila á þann
hátt að sjúkling-
urinn eigi
möguleika á að
skilja þær. Ef
það er ekki gert
er gengið á rétt
hans.
ir vemd persónulegs sjálfræðis mikilvægu
hlutverki.
Viðurkennt er að mikilvægt sé að sjúkl-
ingur taki þátt í ákvörðunum er varða eig-
in læknismeðferð. Auk þess er viðurkennt
að sérhver einstaklingur viti almennt best
sjálfur hvað sé honum fyrir bestu. Ekki er
lengur til siðs að læknar taki allar ákvarð-
anir varðandi meðferð sjúklings án sam-
ráðs við sjúklinginn. Þrátt fyrir að læknir-
inn hafi hina faglegu þekkingu og reynslu
af sjúklingum með samsvarandi sjúkdóm
þá skynjar sjúklingurinn sjálfur best veik-
indi sín. Einnig hefur hann sitt eigið gildis-
mat og markmið í lífinu sem meðferðin
gæti haft áhrif á. I lífi sérhvers einstaklings
er góð heilsa einungis eitt af því sem skipt-
ir hann máli. Það eru því hugsanlegar að-
stæður þar sem þessi tiltekni einstaklingur
væri tilbúinn að fórna heilsunni (og jafnvel
lífinu) fyrir önnur gæði sem eru honum
meira virði, til dæmis trú.
Samráð í stað forræðis
Við það að viðurkenna sjálfræðið sem
grundvallargildi og þar með mikilvægi
þess að sjúklingur taki þátt í ákvörðunum
um eigin meðferð verður viðhorfsbreyting
í samskiptum sjúklings og heilbrigðisstétta.
Eins og áður sagði taldi Hippocrates að
best væri að leyna sjúklinginn öllu er varð-
aði ástand hans og þá meðferð er beita
skyldi. Þetta var gert með velferð sjúkl-
ingsins í huga. í stað forræðis yfir sjúkl-
ingnum er því komið samráð við sjúkling-
inn. Þessi viðhorfsbreyting kallar á breytt
og betri samskipti milli heilbrigðisstarfs-
manns og sjúklings. Það er orðið grund-
vallaratriði að þeir skilji hvor annan.
Kröfu sjúklinga um bætt samskipti og
auknar upplýsingar um ástand sitt, horfur
og meðferð verður að svara með breyttum
vinnubrögðum heilbrigðisstarfsfólks. Þar
sem sjúklingur á nú rétt á að sjálfræði hans
sé virt er það orðin skylda starfsfólksins að
upplýsa sjúklinginn. Hann á með öðrum
orðum rétt á að fá upplýsingar til að geta
verið sjálfráða þátttakandi í þeirri meðferð
sem hann gengst undir. Það er á ábyrgð
starfsfólksins og hluti af fagmennsku
þeirra að koma upplýsingunum til skila á
þann hátt að sjúklingurinn eigi möguleika
á að skilja þær. Ef það er ekki gert er geng-
ið á rétt hans.
Aukin áhersla á sjálfræði sjúklingsins
gerir líka auknar kröfur til hans. Gerð er sú
krafa að hann taki þátt í ábyrgðinni á eigin
meðferð. Jafnframt er það á hans ábyrgð að
leggja sig fram um að vera virkur þátttak-
andi í því samtali sem á sér stað. Þetta
HEILBRIGÐISMÁL 2/1998 29