Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 4
NY RAÐGJAFAR- OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Aukinn stuðningur við krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra Krabbameinsfélag íslands hefur ákveðið að opna sérstaka ráðgjafar- og þjónustumiðstöð fyrir krabbameinssjúk- linga og aðstandendur á fyrstu hæð í húsi félagsins að Skógarhlíð 8. Hug- myndir að auknum stuðningi við sjúk- linga og aðstandendur hafa þróast um nokkurra ára skeið hjá Krabbameins- félaginu frá því í síðustu landssöfnun vorið 2001. Fulltrúar Krabbameinsfélagsins heim- sóttu einnig svonefnd Maggie's centres I Skotlandi en það eru þjónustumið- stöðvar sem þykja mjög vel heppnaðar og eru mörgum nágrannaþjóðum okkar fyrirmynd um þessar mundir. Undirbún- ingur hefur nú staðið ( nokkurn tlma með þátttöku fulltrúa allra stuðnings- hópa og fleiri sem lagt hafa lið. Hús- næðið er tilbúið og var formlega vígt ( tengslum við aðalfund félagsins (maí og vonast er til að starfsemin hefjist af fullum krafti í haust. Ætlunin er að þarna verði aðlaðandi og aðgengilegur kostur fyrir krabþa- meinssjúklinga og aðstandendur þeirra. Opið verður á venjulegum vinnutlma alla virka daga og einnig á kvöldin og um helgar eftir þörfum. Á stöðinni verða tveir starfsmenn, Ragnheiður Alfreðsdóttir hjúkrunar- fræðingur og Gunnjóna Una Guð- mundsdóttir félagsráðgjafi. Tekið verður á móti öllum sem þangað koma og reynt að leysa vanda þeirra og veita stuðning. Lögð er megináhersla á hlýlegt, skiln- ingsríkt viðmót og samkennd sem auð- veldar sjálfstyrkingu og veitir stuðning til | að takast á við breyttar aðstæður í líf- | inu. Heitir og kaldir drykkir, létt meðlæti ° og ávextir verður á boðstólum. Fræðslu- -o efni verðurtiltækt bæði í prentuðu formi og eins aðgengi að tölvum. Auk þess að vera opinn staður þar sem hægt er að ganga inn, hvenær dags sem er, þegar þörfin býður, verður hægt að velja sér þátttöku í ýmsum föstum dagskrárliðum en suma þeirra þarf væntanlega að bóka. Um gæti verið að ræða streitulosun, slökun og sjón- sköpun, ráðgjöf um réttindi og bætur, námskeið til að efla fólk í því að lifa með krabbamein, næringarráðgjöf, göngu- ferðir, Tai chi og Yoga, námskeið um snyrtingu o. fl., fundi stuðningshópa, aðstandendahópa og stuðningstíma fyrir einstaklinga. Ennfremur fræðslu um kynlíf og stuðning til að komast aftur til vinnu. Sumir þessara tíma gætu verið sérstaklega sniðnir að þörfum einstakl- inga, aðrir væru hóptímar. Mikil áhersla verður lögð á að kynna aðstöðuna fyrir starfsfólki og sjúklingum á krabbameinsdeildum Landspítalans en miðstöðin mun einnig veita stuðnings- hópum krabbameinssjúklinga sem starfa Guðrún Agnarsdóttir. á vegum félagsins stórbætta aðstöðu fyrir félagsstarf sitt hér I húsinu. Einnig geta þeir sjúklingar sem búa úti á landi en dvelja í (búðum Krabbameinsfélags- insá Rauðarárstlg meðan þeireru í með- ferð í Reykjavík, nýtt sér þessa aðstöðu. Leitað verður eftir góðu samstarfi við alla þá sem eru að sinna krabbameins- sjúklingum, með einum eða öðrum hætti, þannig að hægt verði að bjóða krabbameinssjúklingum uppá góða kosti. Grein eftir Guðrúnu Agnarsdóttur sem verið hefur forstjóri Krabbameins- félags íslands síðan 1992 en var áður ( stjórn félagsins (fjögur ár. Gunnjóna Una Guðmundsdóttir og Ragnheiður Alfreðsdóttir í nýju miðstöðinni í Skógarhlíð, en vonast er til að hún taki til starfa af fullum krafti í haust. 4 HEILBRIGÐISMÁU 1/2007

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.