Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 33
STAÐREYNDIR UM ÓBEINAR REYKINGAR
I tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni
og efnasambönd. Uppruni þeirra er
margvfslegur: Þetta eru efni úr tóbaks-
jurtinni sjálfri, efni notuð við ræktun
hennar, efni notuð við vinnslu plönt-
unnar og efni notuð til að auka áhrif
nikótíns. Fjölmörg þessara efna og efna-
sambanda eru hættuleg heilsu manna,
þar á meðal eru nokkrir tugir krabba-
meinsvaldandi efna.
Rúm hálf öld er slðan fyrstu sannanir
um skaðleg áhrif reykinga á heilsu komu
fram og hafa þau margoft verið staðfest
síðan. Áratugir eru liðnir frá því að menn
gerðu sér grein fyrir því að reykingar
þungaðra kvenna hafa skaðleg áhrif á
fóstur. Styttra er slðan vísbendingar
komu fram um heilsuskaða hjá þeim
sem ekki reykja sjálfir en búa við tóbaks-
reykmengað andrúmsloft á heimili eða I
vinnu. Á undanförnum árum hefur
komið fram fjöldi rannsókna sem sýna
að slfkar óbeinar reykingar eru skaðlegar
heilsunni og geta auk ýmiss konar óþæg-
inda og vanlíðunar valdið mörgum sömu
sjúkdómum og hljótast af því að reykja.
Óþægindi í augum, nefi og önd-
unarfærum eru algengustu og best
staðfestu heilsufarsáhrif óbeinna reyk-
inga. Sýnt hefur verið fram á að tóbaks-
reykur og þau efni og efnasambönd sem
hann inniheldur, hafa áhrif á starfsemi
bifhára I öndunarvegi og draga úr
hreinsun slíms og óhreininda, m.a.
reykagna úr öndunarvegi og lungum.
Þetta getur valdið því að þeir sem verða
fyrir óþeinum reykingum reglulega eigi
frekar á hættu að fá langvinn öndunar-
færaeinkenni, svo sem hósta, slímupp-
gang og mæði. Einnig hefur verið sýnt
fram á að þeir sem verða fyrir tóbaks-
reyk heima eða I vinnunni séu 140-60%
meiri hættu á að fá astma en þeir sem
ekki verða fyrir tóbaksreyk. Fólk sem er
með astma fær ekki aðeins alvarlegri
astmaköst ef það verður fyrir tóbaksreyk
heldur llður þvl verr og þarf oftar að
leggjast inn á sjúkrahús.
Alþjóða krabbameinsrannsóknastofn-
unin, IARC, komst nýlega að þeirri nið-
urstöðu að óbeinar reykingar geti aukið
hættu á lungnakrabbameini um 20-
30%. Tengsl eru milli reykmagnsins og
hættu á lungnakrabbameini, rétt eins
og hjá reykingamönnum. Einnig benda
rannsóknarniðurstöður til þess að
óbeinar reykingar geti aukið hættuna á
leghálskrabbameini og brjósta-
krabbameini.
Margar rannsóknir hafa sýnt að
óbeinar reykingar auka hættuna á
hjarta- og æðasjúkdómum hjá þeim
sem búa við reykingar heima eða I
vinnunni. Þessar rannsóknir benda til að |
ef einstaklingur sem reykir ekki á maka °
sem reykir eða vinnur I reykmettuðu <§
umhverfi eykst hættan á að hann fái
hjartaáfall um 25-30%. Aðeins lltinn
reyk þarf til að hafa áhrif á storknun
blóðs og myndun blóðtappa. Langtíma-
áhrif koma fram I æðakölkun.
(Ijós hefur komið að fólk sem verður
reglulega fyrir óbeinum reykingum er I
tvöfalt meiri hættu á að fá heilablóð-
fall en þeir sem verða ekki fyrir óbeinum
reykingum. Nýleg rannsókn sýnir einnig
að konur sem urðu fyrir óbeinum reyk-
ingum á heimili sfnu voru í 50% meiri
hættu á að fá heilablóðfall í fyrsta sinn
en hinar sem ekki önduðu að sér reyk í
heimahúsum.
Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir
óbeinum reykingum. Tóbaksreykur
minnkar lungnavirkni þeirra og þau
verða viðkvæmari fyrir sýkingum f önd-
unarfærum, svo sem lungnabólgu,
berkjubólgu og eyrnabólgu. Óbeinar
reykingar hafa jafnframt verið tendgar
minni vexti lungna (lungun verða ekki
Krabbameinsfélagið fagnaði
stórum áfanga í baráttunni fyrir
reyklausu umhverfi 1. júní með því
að flagga við hús sitt í Skógarhlíð,
en félagið hefur hvatt til reykleysis
á veitinga- og skemmtistöðum í
áratugi. Margir virðast vera
sammála um mikilvægi þessa
banns. Ómar Ragnarsson frétta-
maður segir á bloggsíðu sinni:
„Þetta mál snýst um frelsi, ekki
frelsi reykingamannsins til að
reykja ofan í hvern sem er, heldur
frelsi þess sem ekki reykir að fá að
vera í friði fyrir reyknum og rækta
heilsu sína."
eins stór og í jafnöldrum sem búa ekki
við reyk heima við). Einnig valda óbeinar
reykingar einkennum eins og hósta og
blístri í öndunarfærum. Börn reykinga-
fólks fá líka oftar astma en börn þeirra
sem reykja ekki og óbeinar reykingar
auka fjölda og þunga astmakastanna.
Ófædd börn verða fyrir óbeinum
reykingum ef móðir þeirra reykir eða ef
reykt er umhverfis þungaða móður. Lítil
fæðingarþyngd og fyrirburafæðing er
algengari ef móðirin hefur orðið fyrir
óbeinum reykingum á meðgöngu og
hættan eykst eftir þvi sem óbeinu reyk-
ingarnar eru meiri. Einnig hefur verið
bent á að vöggudauði sé algengari ef
barn verður fyrir óbeinum reykingum.
Margar rannsóknir benda til þess að
óbeinar reykingar á vinnustöðum séu
skaðlegar heilsu fólks. Sýnt hefur verið
fram á að fólk sem vinnur á börum og
veitingahúsum en reykir ekki sé með
svipaða þéttni nikótíns í blóði og fólk
sem reykir daglega.
( rannsókn sem gerð var i Kaliforniu
kom fram að einum mánuði eftir reyk-
ingabann tók gildi á veitingastöðum
höfðu einkenni í öndunarfærum
minnkað um 60% og óþægindi um
80%. Lungnavirkni hafði einnig aukist
nokkuð. Þessar rannsóknarniðurstöður
sýna að það að útiloka óbeinar reykingar
úr umhverfi starfsmanna hefur mjög
fljótt jákvæð áhrif á heilsu og llðan og
fækki ótímabærum dauðsföllum.
Samantekt þessi er byggð á grein-
argerð með lagafrumvarpi um breyting-
ar á lögum um tóbaksvarnir sem tóku
gildi 1. júní 2007.
HEILBRIGÐISMAL 1/2007 33