Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 28

Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 28
ELSTIR ALLRA KARLA í HEIMI OG KONURNAR í FIMMTA SÆTI Islenskir karlar eru í fyrsta sæti í heiminum hvað varðar ævilengd, samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Þeir geta vænst þess að lifa I 79,4 ár. Karlar í Hong Kong eru í öðru sæti, Japanir eru í þriðja sæti, Svíar í fjórða og Svisslendingar í þvi fimmta. Japanskar konur verða allra kvenna elstar og hafa haft þá stöðu síðustu tuttugu ár. Lífslíkur þeirra eru 85,5 ár. ( næstu sætum eru konur í Hong Kong, San Marino og Sviss. Islenskar konur eru I fimmta sæti með 83,0 ára ólifaða meðalævi við fæðingu. Síðustu þrjátíu árin hefur ævilengd, þegar miðað er við fæðingu, aukist meira hjá körlum en konum og bilið milli kynjanna hefur því styst og er nú 3,6 ár. Lífslíkur í eldri aldurshóp- unum hafa aukist hlutfallslega enn meira en í þeim yngri eða um nær fimmtung. Karlar sem ná 65 ára aldri geta nú búist við að lifa í 17,8 ár til viðbótar og konur í 20,6 ár. Hjá körlum sem ná 80 ára aldri eru ævilíkurnar 7,7 ár og 9,2 ár hjá konum. Nú eru á lífi 26 íslendingar sem náð hafa hundrað ára aldri, 23 konur og 3 karlar. Elst er Kristín Guðmunds- dóttir sem er ættuð úr Strandasýslu en dvelur nú á Sólvangi í Hafnarfirði. Hún varð 105 ára í maí. ERU TENGSL MILLI SVEFNSKORTS OG OF MIKILLAR ÞYNGDAR? Þriðji hver íbúi Vesturlanda sefur í minna en sjö eða átta klukkustundir á sólarhring, eins og talið er æskilegt og nauðsynlegt til að fá næga hvíld fyrir viðfangsefni nýs dags. Frá þessu er sagt í aprílhefti tímaritsins Vibrant Life. Þeir sem eru vel úthvíldir eiga síður en aðrir á hættu að lenda í slysum og rannsóknir sýna að góð hvíld bætir minnið. Talið er að of iftill svefn hækki blóðþrýst- ing og auki hættu á hjartaáföllum. Það nýjasta er að samkvæmt niðurstöðum rannsókna frá Ohio eru meiri líkur á að konur sem sofa of lítið fitni heldur en þær sem sofa nóg. Það er því til mikils að vinna að bæta svefnvenj- urnarogá það jafnt við um börn og fullorðna. Ýmis ráð hafa verið gefin til að tryggja góðan nætursvefn svo sem að fara alltaf að sofa á sama tíma, forðast koffein og sterka drykki, hreyfa sig reglulega, hafa góða loftræstingu í svefnherberginu, fara í heitt bað eða sturtu rétt fyrir svefninn og slaka á þegar lagst er upp í, til dæmis með því að líta í bók. TÍU DAUÐSFÖLL Á MÍNÚTU VEGNA REYKINGA Á ársþingi Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar í vor kom fram að nú deyja um 5,4 milljónir manna á ári úr sjúkdómum sem rekja má til reykinga, eða um 15 þúsund manns á dag, eða 10 á hverri mínútu. Áætlað er að fjöldi dauðsfalla vegna reykinga verði kominn í 6,4 milljónir árið 2015 og 8,3 milljónir árið 2030. Hér á landi hefur verið áætlað að reykingar, bæði beinar og óbeinar, eigi sök á um það bil 360 dauðsföllum á ári, eða einu á dag. VITA UM HÆTTUNA EN GÆTA SÍN EKKI Nær allir Svíar vita að geislar sólarinnar geta valdið húð- krabbameini en aðeins þriðji hver hegðar sér í samræmi við það, samkvæmt könnun sem sænska geislavarnastofnunin birti I apríl. Helmingur aðspurðra í könnuninni hafði brunnið síðasta árið og þrír af hverjum fjórum töldu líðanina betri ef þeir væru sólbrúnir. AÐALVERKEFNIÐ AÐ KOMA í VEG FYRIR SJÚKDÓMA I blaðinu Voröld, sem Sigurður Júllus Jóhannesson læknir og Ijóðskáld ritstýrði og kom út í Winnipeg í Kanada 1. febrúar 1918 er fjallað um væntanlegar breytingar á starfi lækna. Þar segir: „Aðalköllun læknanna framvegis verður ekki sú að nema burt sjúkdóma heldur að koma í veg fyrir þá og það verður einungis gert með því að fræða fólkið almennt um allt það er að heilsufræði lýtur, kenna því að nota mótstöðuafl líkama síns, og sálar sinnar ekki síður, til þess að verjast árásum þeirra óvina er sóttum og sjúkdómum valda. I framtíðinni verður það aðalhlutverk læknanna að kenna, meðul hverfa svo að segja úr sögunni, nema fáeinar tegundir, og meiri rækt verður lögð við sóttvarnir og þekkingu á notkun þeirra varnarafla er maðurinn á í sér fólgin." TUTTUGU KONUR ÆTLA AÐ FARA í AVON-GÖNGUNA Nokkrar íslenskar konur tóku þátt í Avon-göngunni til stuðnings brjóstakrabbameini í Bandaríkjunum í fyrrahaust. Nú verða þærfleiri. Rúmlega tuttugu konur í gönguhópnum Göngum saman ætla I gönguna í New York í október. Þrjár þeirra hafa greinst með brjóstakrabbamein. Hópurinn æfir sig nú vikulega undir leiðsögn þjálfara. NÝ HEILBRIGÐIS- MARKMIÐ SETT Heilbrigðisráðuneytið birti í vor endurskoðaða heilbrigð- isáætlun til ársins 2010. Meðal nýrra markmiða eru að dánartíðni vegna krabbameins í blöðruhálskirtli hjá körlum yngri en 75 ára lækki um 30%, að dánartíðni vegna krabbameins í brjósti hjá konum yngri en 75 ára lækki um 30% og að dregið verði úr notkun Ijósabekkja um 50%. Einnig eru sett markmið um að lækka hlutfall 9 ára barna, sem eru yfir kjörþyngd, niður fyrir 15% og þeirra, sem eru of feit, niður fyrir 3% og að dregið verði úrfrekari aukningu í hlutfalli fólks 20 ára og eldra sem er yfir kjörþyngd eða of feitt. „Þetta er ungt og leikur sér," var einhvern tímann sagt, og fellur vel að markmiðum stjórnvalda um að draga úr líkum á því að börn fitni um of. 28 HEILBRIGÐISMAL 1/2007

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.