Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 31

Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 31
Forðast þarf notkun Ijósabekkja og gæta varúðar á sólarströndum Sortuæxli eru ein af mörgum tegundum húðkrabbameina. Auðvelt er að lækna slík mein greinist þau snemma, en sortuæxli geta verið banvæn greinist þau seint og hafi náð að dreifa sér. Sortuæxli myndastfrá litarfrumum húð- arinnar. Eðlilegar litarfrumur sitja í ystu lögum húðarinnar og framleiða brúnt lit- arefni sem nefnist melanin, en það gefur húðinni brúnan lit. Litarfrumurnar örvast af sólarljósi og framleiða þá meira melanin og húð okkar dökknar. Of mikil örvun virð- ist einnig geta leitt til þess að líkaminn missi stjórn á vexti litarfrumanna og að krabbamein myndist. Hér á landi hefur sortuæxlum fjölgað mikið undanfarna áratugi. Tlðnin hefur tvöfaldast á einum áratug. Þau eru algeng- ari meðal kvenna en karla, gagnstætt því sem má finna í mörgum nágrannalöndum okkar. Fjölgun tilfella er mest áberandi hjá ungum konum og er nú svo komið að sortuæxli eru algengasta krabbameinið hjá ungum konum. Samkvæmt upplýsingum frá Krabba- meinsskrá Krabbameinsfélagsins greinast að meðaltali 55 manns á ári með sortuæxli I húð, 55 með önnur húðæxli og um 210 manns með svonefnd grunnfrumuæxli ( húð. HVAÐ VELDUR? Fjöldi rannsókna hefur sýnt að samband er á milli sortuæxla og útfjólublárra geisla, hvort sem þeir koma frá sólinni eða Ijósabekkjum. Sérstaklega slæmt er ef húðin brennur ( sólinni í bernsku eða fyrir 16 ára aldur. I Ijós hefur komið að aukning á nýgengi sortuæxla sem sést hefur undanfarna áratugi er að mestu bundin við hvíta kynstofninn. Allir geta fengið sortuæxli, en einstakl- ingar með Ijósa húð og þeir sem þola sól- ina illa eru i meiri áhættu. Sólin virðist því vera aðaláhættuþátturinn, en þeir sem eiga erfitt með að verða brúnir eða brenna auðveldlega virðast í meiri hættu en aðrir. Of mikil sólun virðist vera hættuleg alla ævina en alvarlegustu skemmdirnar koma þó fram hjá börnum og unglingum. Þeir sem hafa mikið af fæðing- arblettum eru líklegri að mynda sortuæxli en hinir sem fáa hafa. Langflestir hafa um þrjátíu fæðingabletti en aukin hætta virð- ist vera hjá þeim sem hafa fleiri en sextíu bletti og hættan fer vaxandi eftir því sem blettunum fjölgar. Sumir hafa einnig svonefnda óreglulega fæðingarbletti og fylgir þeim meiri áhætta á myndum sortuæxla. Slíkir einstaklingar þurfa að vera í reglulegu eftirliti hjá lækni. Sortuæxli geta legið í fjölskyldum og er því Full ástæða er til að njóta sólarinnar, en gæta verður varúðar, bæði hér á landi og á sólarströndum. FJÖGUR LYKILATRIÐI Til að minna á einkenni sortuæxla er oft talað um fjögur lykilatriði: Ósamhverfa: Sé blettinum skipt i tvennt, langsum eða þversum, eru helmingarnir ekki eins. Óreglulegir kantar: Ytri kantur sortuæxlis er oft ekki jafn heldur óreglulegur. Litur: Fæðingarblettir eru oftast einlitir og þá oftast Ijósbrúnir en sortuæxli geta verið af hvaða lit sem eru og oft marglitir. Þvermál: Mörg sortuæxli eru stærri en 6 millimetrar. Þessi regla er þó alls ekki óyggjandi. Sé einn eða fleiri þessara þátta til staðar getur það bent til sortuæxlis og er þá rétt að leita læknis. TIÐNI SORTUÆXLA HEFUR TVÖFALDAST Á EINUM ÁRATUG HEILBRIGÐISMÁL 1/2007 31

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.