Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 17

Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 17
TALAÐI VIÐ MINN GUÐ MILLILIÐALAUST Halldór Blöndal fékk krabbamein fyrir sjö árum en brást fljótt Það var gott hljóðið í Halldóri Blöndal alþingismanni þegar tíðindamaður Heil- brigðismála hringdi í hann rétt fyrir kosn- ingar. Halldór var í sveitasælunni fyrir norðan og þótti ekki tiltökumál að ræða krabbameinið sem hann fékk í ristilinn fyrir sjö árum. „Ég fór í hefðbundna skoðun hjá bekkj- arbróður mínum, Bjarna lækni Þjóðleifs- syni, haustið 1999 en hann bað mig að koma aftur að ári. Þegar ég varð var við blóð í hægðunum I júlí tæpu ári síðar dreif ég mig aftur í skoðun og þá kom í Ijós að ég var með krabbamein á byrjunarstigi. Ef ég hefði verið kærulaus, þrátt fyrir augljós einkenni, hefði ekki verið að sökum að spyrja." Halldór segist hafa verið viðbúinn slæmum tíðindum þegar hann fór í skoðun. „Ég var bjartsýnn þrátt fyrir allt. Skaust norður fyrir aðgerðina og var með mínu fólki í fallegu veðri áður en ég lagðist undir hnífinn hjá Tómasi Jónssyni." við Þingmaðurinn segir að um töluverða aðgerð hefði verið að ræða. „Meinið var skorið í burtu og ég þurfti ekki á lyfjagjöf að halda. Ég var rúmfastur á spítalanum i liðlega tíu daga og tók með mér Egilssögu. Hún stytti mér stundir ásamt fleiri góðum bókum. Síðan tók hefðbundið eftirlit við. Það var gott að hafa Tómas sem lækni enda einstaklega viðkunnanlegur og traustur maður. Annars gerði ég bara eins og Don Camillo: Talaði við minn guð milli- liðalaust. Það róaði mig." Halldór segist hvorki hafa breytt um lífs- stíl né mataræði eftir veikindin. „En ég ber enn meiri virðingu fyrir læknum og hjúkr- unarfólki eftir þessa lifsreynslu. Ég dáist að þvi hversu hæft þetta fólk er í starfi og það leggur sig verulega fram." Halldór er með stóma eftir aðgerðina og segir að það hái sér ekkert og hafi aldrei verið til vandræða. „Ég fer í mitt sund og stunda mina veiði og hvorki ég né aðrir eru viðkvæmir fyrir stómanu. Þetta hefur Halldór segist stunda sitt sund og sína veiði þrátt fyrir stóma sem hefur aldrei verið til vandræða. aldrei orðið til óþæginda, enda hefur fólk fullan skilning á svona löguðu." ÞÞ. LIT BJÖRTUM AUGUM Á FRAMTÍÐINA Anna I. Sigtryggsdóttir greindist meö ristilkrabbamein fyrir sex árum Það var árið 2000 að Anna I. Sigtryggs- „Ég setti mig strax í samband við Ásgeir dóttir fór i allsherjar læknisskoðun á sjúkra- húsi í Bandaríkjunum og m.a. var neðri hluti ristilsins speglaður. Þá kom í Ijós að separ höfðu myndast og var henni því ráðlagt að láta spegla allan ristilinn er heim kæmi. Nú eru á lífi rúmlega 800 íslendingar sem greinst hafa meö krabbamein í ristli og endaþarmi. Um 60% karla geta vænst þess aö lifa í fimm ár eöa lengur (hlutfalls- leg lifun) og um 55% kvenna. Lífshorfurnar hafa nær tvöfaldast á fjórum áratugum. Theodórs meltingarlækni sem tók mig f fullkomna ristilspeglun og reyndust þá einnig hafa myndast separ í efri hluta rist- ilsins. Að ári liðnu fór ég að nýju í eftirlit til Ásgeirs. Kom þá i Ijós að meinvarp hafði myndast og þurfti ég því að gangast undir skurðaðgerð til að láta fjarlægja hluta af ristlinum. Síðan hef ég farið ( eftirlit á hverju ári og fyrir skömmu var ég útskrifuð í að minnsta kosti næstu þrjú árin." Anna segist almennt hafa verið hraust, verið meðvituð um mataræði og stundað leik- fimi. „Ég var komin yfir sextugt þegar ég greindist, átti þrjár uppkomnar dætur, en ég hefði sjálfsagt tekið tiðindunum öðru- vísi ef ég hefði verið ung og átt yngri börn." Anna segir, að stundum hafi hún leitt hugann að þvi hvort meinsemd kunni að koma upp annars staðar þvf sjúkdómurinn sé lævis og lúti engum lögmálum, en að öðru leyti liti hún björtum augum á fram- tíðina. „Ég hefði sjálfsagt tekið tíðindunum öðruvísi ef ég hefði verið ung og átt yngri börn," segir Anna sem greind- ist með ristilkrabbamein árið 2001. ÞÞ. HEILBRIGÐISMÁL 1/2007 17

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.