Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 22
Námskeiðið Að lifa með krabbamein hefur reynst árangursríkt úrræði fyrir sjúklinga og aðstandendur sem vilja leita sér upplýsinga og stuðnings. námskeiðsmatinu sýndu að sænsku þátt- takendurnir voru mjög ánægðir með gagnsemi og fyrirkomulag námskeiðanna, þeir bættu skilning sinn og þekkingu, minnkuðu kvlða og töldu sig öruggari og hafa betri úrræðagetu. Gott orðspor nám- skeiðsins í Svíþjóð varð til þess að Norska krabbameinsfélagið studdi við þýðingu, aðlögðun og framkvæmd þess í Noregi frá árinu 1995. Á árunum 1995-1997 skipulögðu Evr- ópusamtök krabbameinshjúkrunarfræð- inga, með dr. Grahn í farabroddi, fjögur fimm daga námskeið til þess að þjálfa evr- ópska hjúkrunarfræðinga í þeim tilgangi að þróa og halda námskeiðið ( sínum heimalöndum. Fjárhagslegur stuðningur fékkst frá European Union Against Cancer og lyfjafyrirtækinu Bristol-Meyers Squibb. Tólf Evrópulönd tóku þátt í námskeiðinu, þar á meðal fulltrúar frá fagdeild krabba- meinshjúkrunarfræðinga á íslandi. Enska námskeiðið er nú þekkt sem Learning to Live With Cancer. I framhaldi af fyrstu námskeiðunum voru niðurstöður úr mati þátttakenda frá tíu Evrópulöndum mjög samhljóða um að námskeiðið þætti mjög gagnlegt og fólk var ánægt með innihaldið, fræðsluefnið og tækifæri til að hitta annað fólk í svip- uðum aðstæðum. Nýlegri niðurstöður frá Ástralíu, sem byggjast á mati 1460 þátt- takenda á árunum 1994-2000, sýna einnig að meirihluti þátttakenda var mjög ánægður með námskeiðið og taldi sig hafa betri þekkingu og færni og hafa bætt sig í samskiptum bæði við aðstandendur og fagfólk. Frá árinu 1999 hefur námskeiðið verið haldið ífimmtán Evrópulöndum. Innihaldið og uppbyggingin er sú sama og sam- anstendur af átta tveggja tíma fundum með um tuttugu þátttakendum og lögð er áhersla á að aðstandendur sjúklinga taki þátt. Fjallað er um ákveðið viðfangsefni í hverjum tíma og staðlað skriflegt fræðslu- efni fylgir með, en það hefur verið þýtt á mörg tungumál. Þeir sem stýra námskeiðunum eru lang- oftast hjúkrunarfræðingar en margar fag- stéttir koma að þar sem efnið er mjög fjöl- breytt og á mismunandi sviðum. Oftast er framkvæmd námskeiðsins studd af krabbameinsfélögum og sjúkrahúsum, en lyfjafyrirtæki og einkaaðilar hafa einnig komið þar að. ÍSLENSKA NÁMSKEIÐIÐ Á árunum 1996-1998 sóttu fjórir ís- lenskir hjúkrunarfræðingar með áralanga þjálfun I hjúkrun krabbameinssjúklinga, kennslu og stjómun, námskeið á vegum Evrópusamtaka krabbameinshjúkrunar- fræðinga til þess að öðlast þekkingu og þjálfun I að halda námskeiðið á (slandi. ( kjölfarið var myndaður þverfaglegur hópur starfsmanna frá Landspítala - há- skólasjúkrahúsi. ( samstarfi við Krabba- meinsfélag Reykjavíkur var unnið að skipu- lagi, þýðingu og aðlögun námsefnis og framkvæmd námskeiðsins sem fékk heitið Að lifa með krabbamein. Með stuðningi Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Land- spftala var fyrsta námskeiðið haldið I októ- ber 1999 en alls hafa verið haldin þrettán námskeið. MARKMIÐ OG UMFJÖLLUNAREFNI Meginmarkmiðið með námskeiðinu er að efla þekkingu og skilning þátttakenda á því sem er að gerast eða getur átt sér stað á veikindatímabilinu og auðvelda þeim að takast á við breyttar aðstæður. Umfjöllunarefnið byggist á fræðslu- þörfum sjúklinga með kraþbamein og að- standenda þeirra, en þessar þarfir hafa verið mikið rannsakaðar. Umfjöllunin nær til líkamlegra og sálfélagslegra afleiðinga þess að greinast og lifa með krabbamein og hvaða leiðir geti reynst hjálplegar til að vinna með þær. Fjallað er m.a. um myndun og greiningu krabbameins, helstu með- ferðarleiðir, næringu, aukaverkanir, ein- kenni og úrræði við þeim. Einnig er fjallað um áföll, kreppuferlið og úrlausnir eins og samskipti, breytta lífshætti, slökun, lík- amsvitund, félagsleg réttindi og úrræði, gildi listmeðferðar og óhefðbundna með- ferð. Umfjöllunin er í formi fyrirlestra og umræðna og í umsjá viðkomandi fagaðila eftir þvf hvert efnið er. ÁTTA VIKUR Hvert námskeið stendur í átta vikur og eru þátttakendur 20-25 manns, jafnt sjúk- lingar sem aðstandendur. Námskeiðin eru haldin á kvöldin til þess að auðvelda að- standendum þátttöku. Hópurinn hittist vikulega í tvo tíma í senn I húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 þar sem starfsmaður frá Krabbameinsfélagi Reykjavlkur hefur verið til aðstoðar hverju sinni. Farið er eftir fyrirfram skipulagðri dag- skrá og eru tveir til þrír leiðbeinendur sem hafa umsjón með námskeiðinu til staðar öll kvöldin. Námskeiðinu fylgir sérhannað skriflegt fræðsluefni, sem upphaflega var þýtt og staðfært með fjárhagslegum stuðningi lyfjafyrirtækisins Bristol-Meyers Squibb en Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur slðan séð um útgáfu þess. I lok hvers tíma á námskeiðinu eru þátt- takendur beðnir að svara nokkrum spurn- ingum skriflega til þess að meta gildi efnis hvers tíma. Námskeiðið hefur hingað til verið þátttakendum að kostnaðarlausu. FLESTIR ÁNÆGÐIR Frá árinu 1999 hafa verið haldin þrettán námskeið með þátttöku samtals 295 ein- staklinga; 151 sjúklings og 144 aðstand- enda. Konur hafa verið meirihluti sjúklinga (117). Þátttakendur voru á öllum stigum sjúkdóms og flestir voru I meðferð (lyfja- og eða geislameðferð) meðan á námskeiði stóð. Flestar sjúkdómsgreiningarnar eru brjóstakrabbamein (62), krabbamein I ristli/endaþarmi (17), illkynja blóðsjúk- dómar (15), lungnakrabbamein (11) og krabbamein I kynfærum kvenna (13). Aðstandendur hafa flestir verið makar sjúklings, og I öðrum tilvikum fullorðin börn, foreldrar, systkin eða vinir. Niðurstöður úr námskeiðsmati hafa sýnt að meira en níu af hverjum tíu þátt- takendum voru mjög ánægðir með nám- skeiðið, fannst fræðsla og meðfylgjandi lesefni gott og töldu sig hafa lært eitthvað nýtt. Allir sögðust myndu mæla með námskeiðinu við aðra I svipuðum að- stæðum. ÞYRFTI AÐ VERA ALLTAF í BOÐI Námskeiðið Að lifa með krabbamein hefur reynst árangursríkt úrræði fyrir sjúk- linga og aðstandendur sem vilja leita sér upplýsinga og stuðnings. Færri en vildu hafa hingað til komist á námskeiðið. Framtíðarsýnin er sú að námskeiðið sé alltaf I boði og mæti eftirspurn. Einnig að gerðar verði rannsóknir á gildi og árangri námskeiðanna. Stefnt er að þvl að næsta námskeið verði í haust. Grein eftir Nönnu Friðriksdóttur sér- fræðing I hjúkrun á Landspltala - háskóla- sjúkrahúsi og formann Krabbameinsfélags Reykjavíkur. 22 HEILBRIGÐISMÁL 1/2007

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.