Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 21
AÐ LIFA MEÐ KRABBAMEIN Árangursrík námskeið að erlendri fyrirmynd Kka hluta af heilbrigðum vef ( kringum æxlið ásamt nálægum eitlum. Þegar um er að ræða krabbamein í ristli og efsta hluta endaþarms er oftast hægt að tengja end- ana saman eftir brottnám. Sé æxlið í neðsta hluta endaþarmsins getur þurft að fjarlægja allan endaþarminn, svo og enda- þarmsopið. Þá þarf að leiða þarminn út á kviðvegginn (colostomia) svo þarmainni- haldið komist út, þar sem það kemst ekki lengur rétta leið út um endaþarmsopið. Ef æxlið er í neðri tveimur þriðju hlutum endaþarmsins og er talið vera læknanlegt er gefin geislameðferð á æxlisstaðinn fyrir aðgerðina. Sýnt hefur verið fram á að staðbundin endurkoma æxla er ekki eins algeng ef slíkt er gert. Við vefjarannsókn á brottnumdum vef úr aðgerð er m.a. hægt að greina æxlis- tegund, æxlisþroska og útbreiðslu æxlis innan vefjarins. Síðan er metin frekari út- breiðsla æxlis, þ.e. ákvörðun á sjúkdóms- stigi æxlis með hjálp myndgreiningarrann- sókna, og í framhaldi af því tekin ákvörðun um viðbótarmeðferð. í sumum tilvikum er einnig gefin fyrirbyggjandi meðferð með krabbameinslyfjum eftir aðgerðina með það í huga að drepa þær krabbameins- frumur sem hugsanlega gætu verið eftir og til að minnka líkurnar á að sjúkdóm- urinn taki sig upp aftur. Nú eru krabba- meinslyf gjarnan notuð við meðferð þegar sjúkdómurinn er útbreiddur, þar sem rann- sóknir seinni ára hafa sýnt að slík viðbót- armeðferð geti lengt líf. HORFURNAR HAFA BATNAÐ Sé ristil- eða endaþarmskrabbamein uppgötvað snemma, þ.e. þegar það er takmarkað við garnavegginn, er langoftast unnt að lækna sjúklinga með skurðaðgerð. Þegar sjúkdómurinn hefur náð að dreifa sér út fyrir vegginn eru horfurnar verri og einkum ef æxlið hefur dreift sér til eitla eða fjarlægra líffæra. I heildina er hlutfalls- leg fimm ára lifun sjúklinga með krabba- mein í ristli og endaþarmi 60% fyrir karl- menn og 55% fyrir konur (var um 30% fyrir fjórum áratugum). Tilgangur með skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi er einkum að greina æxlin fljótt í sjúkdómsferlinu, þegar líklegt er að læknismeðferð lækni sjúklinginn, en einnig að finna forstig krabbameinsmynd- unar og fjarlægja slík forstig svo þau þróist ekki yfir í illkynja vöxt. Grein eftir Jón Gunnlaug Jónasson yfirlækni Krabbameinsskrár Krabbameins- félags íslands og dósent við læknadeild | Háskóla (slands. Að hluta til byggt á efni | úr bókinni Krabbamein á íslandi, sem kom Ý út árið 2004. o Viðbrögð fólks við greiningu krabba- meins eru margvísleg og breytileg í gegnum veikindaferlið. Margs konar lík- amleg einkenni, tilfinningar og hugsanir bæði hjá sjúklingum og aðstandendum vekja þörf á upplýsingum og stuðningi. Ýmsar leiðir eru notaðar til þess að hafa áhrif á þekkingu, líðan og færni fólks til þess að takast á við breyttar aðstæður eins og þegar um krabbamein er að ræða. Ein slík leið, skipulögð fræðsla og stuðn- ingur sem fer fram í hópum sem er stýrt af fagfólki, hefur reynst mörgum gagnleg. Námskeiðið Að lifa með krabbameln er dæmi um slíkan stuðning. Hér verður fjallað stuttlega um tilurð og bakgrunn þessa námskeiðs og gerð grein fyrirskipu- lagi og framkvæmd þess hér á landi. BYRJAÐI í BANDARÍKJUNUM Skipulögð fræðsla veitt af fagfólki og stuðningur í hópum er talin vera árang- ursrík leið til þess að mæta þörfum sjúk- linga með krabbamein og aðstandenda þeirra. Niðurstöður rannsókna benda til að sjúklingar sem fá góða fræðslu séu ánægðari með veitta þjónustu og finni fyrir minni kvíða og depurð. Eitt af fyrstu skipulögðum fræðsluhóps- námskeiðum af þessu tagi er bandaríska námskeiðið, / Can Cope (ICC) sem þróað var af hjúkrunafræðingnum dr. Judi Jo- hnson í Minnesota á sjötta áratugnum. Námskeiðið byggðist á sex vikulegum fræðslufundum, sem hver stóð í níutíu mínútur. Meðal annars varfjallað um sjúk- dóminn krabbamein, hvernig taka ætti á daglegum heilsuvandamálum, samskipi við aðra, sjálfmyndina og úrræði til hjálpar. Niðurstöður úr samanburðarrannsókn sýndu að þátttakendur á námskeiðinu voru ekki eins kvíðnir, sáu meiri tilgang með lífinu og höfðu meiri þekkingu heldur en þeir sem ekki tóku þátt. Aðrar rann- sóknir sýndu einnig fram á mikla ánægju þátttakenda með skipulag og innihald námskeiðsins. Þessar niðurstöður stuðluðu að því að námskeiðið ICC var sett í gang víða í Bandaríkjunum og nú er framkvæmd þess studd af Bandaríska krabbameinsfélaginu ( flestum fylkjum Bandaríkjanna og þá oft- ast í samvinnu við krabbameinsmeðferð- arstofnanir. EINNIG í EVRÓPU Fyrstu námskeiðin í Evrópu voru haldin að tilstuðlan dr. Gertrud Grahn og Evrópu- samtaka krabbameinshjúkrunarfræðinga (EONS). Upphafið má rekja til þess að dr. Johnson var gistiprófessor í Lundi I Svíþjóð. Á árunum '1988-1992 vann dr. Grahn ( Lundi að því að meta fræðsluþarfir sjúk- linga og aðstandenda, aðlaga og búa til 16 tlma fræðsludagskrá með viðeigandi lesefni og að prófa þetta námskeið með sænskum sjúklingum og aðstandendum þeirra. Námskeiðið fékk heitið Lara sig att leva med cancer og hefur síðan 1992 verið haldið víða (Svíþjóð. Niðurstöður úr fyrsta Þriðji hver íslendingur getur búist við að fá krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. HEILBRIGÐISMAL 1/2007 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.