Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 27

Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 27
Sigurður örn Brynjólfsson Margvíslegur ávinningur af slökun: Blóðþrýstingur lækkar eða kemst í betra jafnvægi. Það dregur úr súrefnisþörf líkamans. Það hægir á öndun og hjartslætti. Það hægir á efnaskiptum líkamans. Það slaknar á vöðvum líkamans. Þú finnur fyrir hita og þyngslum í höndum og fótum. Einbeitingin reynist auðveldari. Þú finnur fyrir ró og vellíðan. hefðbundnu jóga, sem hann taldi að mætti missa s(n. Aðferðin er einföld: Til að bægja ágengum hugsunum frá huganum voru lærisveinar beðnir að sitja þægilega og þeim kennt að kyrja möntru (orð eða hljóm) í huganum. Þeir voru beðnir um að vera óvirkir og ef aðrar hugsanir en mantran leitaði á hugann að færa þær til meðvitundar og halda síðan áfram að hugleiða möntruna. Talið er æskilegt að hugleiða að morgni og aftur að kvöldi ( tuttugu mínútur ( senn. SLÖKUNARVIÐBRAGÐ Bandarlski hjartalæknirinn Herbert Ben- son fékk áhuga á hugrækt þvf hann taldi að með henni mætti vinna gegn háum blóðþrýstingi og þróaði svonefnt slökunar- viðbragð (relaxation response). Slökunarviðbragð er safn sálfræðilegra og lífeðlislegra áhrifa, sem virðast eiga margt sammerkt með aðferðum hug- leiðslu, bæna, hvíldarþjálfunar, sefjana í dáleiðslu og jóga. Margar rannsóknir hafa verið fram- kvæmdar á helstu tegundum slökunar og slökun hefur færst frá því að vera talin til hjálækninga og er nú viðurkennd aðferð í meðferð. GJÖRHYGLI Gjörhygli á rætur að rekja til búddisma, en hefur verið þróuð við ýmsa háskóla. Það að gaumgæfa er megineinkenni gjör- hygli. I hverjum tíma læra þátttakendur að fylgjast með hugsunum sem á hugann leita og Kkamlegum viðbrögðum sem þeim fylgja. Það skiptir meginmáli að vera gjörhugull hverja stund, að vera meðvit- aður um hvað sé á seyði án ádeilu og áfell- isdóma. Þetta er ekki eins einfalt og virðist því hugurinn er sívökull og veltir sér upp úr fyrri syndum og áhyggjum vegna hins ókomna, sem gefur Iftið svigrúm til að huga að því sem er að eiga sér stað á hverri stund. Fyrstu tilraunir til gjörhygli vekja gjarnan gremju, óþreyju, og ótengdar hugsanir. Markmiðið er að fylgjast með og meðtaka það sem Ifður hjá. Hornsteinn gjörhygli er dagleg hugrækt og markmið að hún verði eðlilegur hluti daglegs lífs. Með gjörhygli fylgist þú úr fjarlægð með því sem á sér stað, nánast eins og þú standir á hliðarlínu. Fjarlægðin leiðir ekki til óvirkni heldur nýrra leiða til að hugsa. ' .................................." nO TIL AÐ NÁ BETRI STJÓRN Á LÍFINU Með reglubundnum slökunar- æfingum kemst þú ( betra andlegt og líkamlegt jafnvægi, finnur sjaldnar fyrir kvíða og nærð betri stjórn á Iffinu. Stunda þarf slökun daglega við góðar aðstæður þar sem fólk verður ekki fyrir ónæði (til dæmis er nauð- synlegt að slökkva á farsímanum). Gott er að sitja í stól sem veitir stuðning við háls og herðar eða liggja á þykku teppi eða dýnu á gólfi, en alls ekki uppi í rúmi því mark- miðið er ekki að sofna út frá slökun heldur að standa upp að æfingu lokinni og finna hvernig tilfinning fylgir því að vera afslappaður við venjulegar aðstæður Sé einhver vöðvanna spenntur er rétt að beina athygli sérstaklega að honum og slaka á. E. Ö. A. SLÖKUN ER FYRIR ALLA Menn verða samdauna spennu og hætta að greina í sundur spennu og slökun, verða ónæmir fyrir áreiti sem vekur spennu, og spennt ástand fer að þykja eðlilegt. Spenna einkennist af því að rísa fljótt og dvína fljótt. Hins vegar finnst mönnum spennan vera stöðug vegna áreita sem koma hvert í kjölfar annars. Ekki þarf slökun að nást við að lesa blöð eða horfa á sjónvarp. Margir upplifa hins vegar slökun við að sitja í einrúmi ( kirkju þar sem ríkir friður og ró. Allir ættu að geta stundað slökun, óháð trúarbrögðum. Helstu heimildir: Benson, H. (1975). The relaxation response.Glasgow: William Collins Sons & Co. Ltd. Hawton, K., Salkovskis, P.M., Kirk & Clark, D.M. (1989) Cognitive Behaviour Therapy for Psychiatric Problems: A practical Guide. Oxford: Oxford Uni- versity Press. Jacobson, E. (1978). You must relax: Practical met- hods for reducing the tensions of modern living (5. útgáfa). New York: McGraw - Hill Book Company. Jóhanna S. Sigurðardóttir: Slökun I sjúkraþjálfun. B.S. verkefni, Háskóli Islands, júnl 1987. Linden, W. (1990). Autogenic training: A dinical guide. New York: The Guilford Press. Mind and body, Newsweek, 4. okt. 2004, 49-62. Payne, R.A. (1995) Relaxation Techniques: A Practical Handbook for the Health Care Professional. Ed- inbugh: Churchill Livingstone. Scultz, J. H. (1968). Hvíldarþjálfun (Yngvi Jóhanns- son, þýddi). Reykjavlk: (safoldarprentsmiðja. Öst, L. G. (1992). Tillampad avslappning: Manual till en beteendeterapeutisk coping - teknik, Stokk- hólmur: Lars-Göran Öst. Grein eftir dr. Eirík Örn Arnarson for- stöðusálfræðing á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi og dósent (sálfræði við lækna- deild Háskóla (slands. Hann hefur skrifað margar greinar í Heilbrigðismál. HEILBRIGÐISMAL 1/2007 27

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.