Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 11
Annað viðhorf hefur verið til krabbameinsmeðferðar aldraðra hér á landi heldur en í mörgum nálægum löndum Þegar leiðrétt hefur verið fyrir dán- armeinum af öðrum orsökum en krabba- meini kemur i Ijós að nú er lítill munur á árangri meðferðar hjá eldri borgurum miðað við meðferðarárangur hjá miðaldra íslendingum. Er breyting á fimm ára l(fs- líkum í reynd mest í yngsta og elstu aldurs- hópunum, bæði hjá körlum og konum. Hjá þeim yngstu, eða f aldurshópnum 19 ára og yngri, eru fimm ára lífslíkur frá greiningu nú 84% á móti 26% hjá þeim sem greindust á fyrstu árum skráning- arinnar, en hjá áttræðum og eldri eru horf- urnar 45% á móti 17% sem greindust á sama aldri á fyrra tfmabilinu. Hjá þeim sem voru 65 til 79 ára við greiningu hafa fimm ára lífslíkur aukist frá 21% í 52%, séu bæði kynin talin saman. Ef allir aldurs- hópar og bæði kyn eru tekin saman kemur í Ijós að fimm ára lífslíkur islenskra krabba- meinssjúklinga hafa aukist úr 27% í 60% þegar leiðrétt hefur verið fyrir dán- armeinum af öðrum orsökum. Frá því krabbameinsskráning hófst fyrir hálfri öld hefur árleg fjölgun krabbameins- sjúkra hérlendis verið rúm 1% á ári. Með- ferðarárangur hefur batnað mikið f öllum aldurshópum á síðustu áratugum, ekki sist meðal eldri borgara. Hvað meðferð eldri borgara varðar höfum við staðið framar en ýmsar nálægar þjóðir sem veitt hafa þeim sem eldri eru lakari þjónustu en þeim yngri og þá oft einungis liknandi meðferð en ekki lækn- andi. Samanburður á Kfslíkum evrópskra krabbameinssjúklinga hefur sýnt að (slend- ingar eru þar fremstir í flokki. Er það ekki síst að þakka þeirri staðreynd að á und- anförnum aldarfjórðungi hefur ekki verið forgangsraðað miðað við aldur hvað varðar meðferð krabbameinssjúkra hér- lendis og ekki eru líkur á að breyting verði á því, enda væri það óréttlætanlegt miðað við fyrirliggjandi gögn. Grein eftir Þórarin E. Sveinsson yfir- lækni geislameðferðar krabbameina á Landspítalanum, unnin í samvinnu við starfsfólk Krabbameinsskrárinnar. EKKI MISMUNAÐ Matthías Halldórsson landlæknir segir að niðurstöðurnar í grein Þór- arins E. Sveinssonar séu athygl- isverðar og að við getum verið stolt af því að hér á landi sé öllum krabba- meinssjúklingum veitt góð þjónusta, án tillits til aldurs og annarra þátta. Hann segir að erlendis hafi verið rætt um að skipuleggja eigi heil- brigðisþjónustuna þannig að tryggt verði að peningarnir renni þangað sem þeir skapa sem flestum besta heilsu. Þó þurfi að huga að fleiru en hagfræði. „Siðferðilega er það engin spurn- ing að læknir sem stendur fyrir framan sjúkling á að gera allt sem hann getur fyrir þann sjúkling," segir Matthías. „Hins vegar kann sjúklingur að hafa ákveðnar óskir og þær verður að virða." Breytingar á leiðréttum fimm ára lífshorfum karla með krabbamein 90% 11956-1965 11991-2000 0-19 ára 45-64 ára Aldur við greiningu 65-79 ára 80 ára og eldri Breytingar á leiðréttum fimm ára lífshorfum kvenna með krabbamein Rúmlega helmingur krabbameins- 100% sjúklinga er 65 ára eða eldri. 90% Reikna má með nær tvöföldun í 80% þeim aldurshópi á næsta 70% aldarfjórðungi. 60% 50% 40% Fimm ára lífslíkur krabbameins- 30% H sjúkra hafa batnað mikið og eru 20% - nú um 60% þegar leiðrétt hefur 10% verið fyrir dánarmeinum af öðrum orsökum. 1 11956-1965 11991-2000 0-19 ára 20-44 ára 45-64 ára Aldur við greiningu 65-79 ára 80 ára og eldri HEILBRIGÐISMÁL 1/2007 11

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.