Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 19
Þá hófst fjöldarannsókn og leit að krabba- meini í leghálsi en Niels hafði fengið Ölmu til verksins. Ég tel að hún hafi lengst af unnið við mjög erfiðar og frumstæðar að- stæður og er vafamál að nokkur annar hefði látið bjóða sér slíkar aðstæður í dag, slíkir hugsjónamenn voru þetta sem réð- ust til félagsins. Ég get haldið áfram og nefnt menn eins og Bjarna Bjarnason og Jón Oddgeir Jóns- son sem fóru um landið þvert og endilangt og kynntu fyrir almenningi þýðingu leit- arstarfsins. Þetta grasrótarstarf, eins og það heitir I dag, skilaði því að konur fengu áhuga á leitinni og sáu þýðingu þess að taka þátt og mæta. Þarna var lagður grunnur að því starfi sem hefur verið unnið allar götur síðan." GÍFURLEGAR BREYTINGAR Krabbameinsfélagið flutti starfsemi sína að Suðurgötu fljótlega á sjöunda ára- tugnum. „Við áttum góðan tíma ( Suð- urgötunni og þar var góður starfsandi enda óx og dafnaði starfsemin á hverju ári. Það tíðkaðist heldur ekki þá að menn skrif- uðu yfirvinnureikninga heldur voru verkin bara kláruð án þess að hugsa um hvað klukkan var. Auðvitað var yfir þessu öllu ákveðin sveitamennska og peningaleysi var stöðugt vandamál. Félagið fékk um tíma ákveðinn hlut af hverjum sígarettu- pakka og gat þannig fjármagnað ákveðin verkefni. Þetta breyttist síðar og þá kreppti að og finna varð aðrar fjáröflunarleiðir." Húsnæði Krabbameinsfélagsins f Skóg- arhlíð var síðan keypt 1984 með fjármagni sem safnaðist í landssöfnun. „Það var gíf- urleg breyting að flytja ( Skógarhlíðina og um leið má segja að öll starfsemin hafi verið nútímavædd," segir Halldóra sem var framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Islands frá 1954 til 1988 og aðalgjaldkeri til 1997. „Þróunin á þessum tíma öllum er sú að félagið hefur breyst úr því að vera eins konar einstaklingsframtak í stórfyr- irtæki og um leið breytist yfirbragðið, fjár- hagurinn hefur batnað og kjör starfs- manna - þeir fá jafnvel greidda yfirvinnu!" JT. Auðvitað var yfir þessu öllu ákveðin sveitamennska og peningaleysi stöðugt vandamál. Allt voru þetta heiðursmenn og það var gaman að vinna með þeim. Svipmyndir frá starfi Halldóru Thoroddsen. Efst: Starfsfólk leitar- stöðvarinnar í Heilsuverndarstöðinni 1961, Ríkharð Thors læknir, Guðrún Bjarnadóttir rannsóknastofustúlka, Halldóra og Gunnlaugur Snædal læknir. í miðju: Halldóra á skrifstofu sinni á Suðurgötu 22, um 1965. Neðst: Með stjórnarmönnum um 1980, Gunnlaugur Snædal prófessor, Hjörtur Hjartarson framkvæmdastjóri, Halldóra, Ólafur Bjarnason prófessor og Jónas Hallgrímsson prófessor. HEILBRIGÐISMÁL 1/2007 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.