Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 20
KRABBAMEIN
í RISTLI OG ENDAÞARMI
Horfurnar hafa gjörbreyst síðustu áratugi
Krabbamein i ristli og endaþarmi eru
um tíundi hluti illkynja æxla á íslandi. Þetta
eru meðal algengustu krabbameina sem
greinast hjá vestrænum þjóðum og eru al-
geng orsök dauðsfalla. Á árunum 2001-
2005 var aldursstaðlað nýgengi þessara
krabbameina hér á landi 31,6 af 100.000
hjá körlum og 22,1 af 100.000 hjá konum.
Þrátt fyrir aukningu sjúkdómstilfella síð-
ustu áratugina hefur dánartíðni af völdum
sjúkdómsins heldur lækkað. Meðalaldur
sjúklinga við greiningu er um 71 ár.
Ristillinn er 1-1,5 metrar á lengd. Hann
tekur við af smáþörmunum og endar í
endaþarminum, sem er neðsti hluti þar-
manna (um 15 sentimetrar) og nær að
endaþarmsopi. Mest öll næring fæðunnar
er frásoguð í smáþörmunum, sem merkir
að næringin flyst frá holrými smáþarma
og út í blóðið.
LÍFSHÆTTIR HAFA ÁHRIF
Flestir sem greinast með ristil- og enda-
þarmskrabbamein eru eldri en fimmtugir
og fáir eru í einhverjum sérstökum
þekktum áhættuhópi.
Erfðafræðilegir þættir gegna miklu hlut-
verki í vissum gerðum ristil- og endaþarms-
krabbameins og hafa vísindamenn sýnt
fram á ákveðnar genabreytingar sem auka
hættuna á sjúkdómnum. Erfðafræðilegir
þættir eru þó ekki taldir orsaka nema um
eða yfir fimm af hundraði allra ristil- og
endaþarmskrabbameina.
Sjúklingar með langvinna þarmabólgu-
sjúkdóma, þ.e. sáraristilbólgu (colitis ulce-
rosa) og Crohn's sjúkdóm eru í aukinni
hættu á að fá ristil- og endaþarmskrabba-
mein.
Lífshættir, t.d. matarvenjur, eru taldar
hafa áhrif á þessa áhættu. Því hefur verið
haldið fram að of lítil neysla trefja væri
áhættuþáttur en rannsóknir hafa ekki
staðfest það. Rannsóknir seinni ára benda
til að offita, lítil líkamleg hreyfing, mikil
áfengisneysla, lítil neysla fólinsýru og mikil
neysla á rauðu kjöti auki líkurnar á myndun
ristilkrabbameins. Mikil neysla ávaxta og
grænmetis er talin hafa verndandi áhrif og
á síðustu árum hefur komið í Ijós að lyfið
aspirín (t.d. magnyl) virðist einnig hafa já-
kvæð áhrif.
Langflest illkynja æxli í ristli og enda-
þarmi eru kirtilmyndandi krabbamein og
eru þau talin myndast í æxlissepum í slím-
húð ristils. Vísbendingar eru um að skimun
fyrir þessum krabbameinum og að fjar-
lægja þá ristilsepa sem finnast, dragi úr
nýgengi sjúkdómsins og lækki dánartíðni. =
LANDFRÆÐILEGUR MUNUR
Ristil- og endaþarmskrabbamein eru |
talsvertalgengari ÍNorður-Evrópu, Norður- z
Ameríku og Ástralíu heldur en í Suður-
Ameríku, Asíu og Afríku. Nýgengið er að
aukast í Japan, en þeir Japanir sem eru
búsettir I Bandaríkjunum eru samt í mun
meiri áhættu að fá sjúkdóminn. Þessi land-
fræðilegi munur ( áhættu er talinn stafa
fyrst og fremst af mismunandi lífsháttum,
einkum mismunandi matarvenjum. Á
Norðurlöndunum er hæsta nýgengi þess-
ara krabbameina hjá Norðmönnum og
Dönum og á þetta við bæði hjá körlum og
konum, en munur milli landanna er þó
ekki mikill. Lægsta nýgengi endaþarms-
krabbameins á Norðurlöndunum er á ís-
landi en skýring á því er ekki Ijós.
FYLGST MEÐ BREYTINGUM
Breytt hægðamynstur, t.d. nýtilkomið
harðlífi og/eða niðurgangur, ásamt blóði í
eða utan á hægðum eru algeng einkenni
sjúkdómsins. Kviðverkir, uppþemba, lítil
matarlyst, þreyta, slappleiki og þyngd-
artap geta einnig verið einkenni. Einkenni
ristilkrabbameins koma oft seint fram,
einkum þegar æxlin eru hægra megin í
ristli. (sumum tilfellum getur ristilkrabba-
mein valdið mjög bráðum einkennum, t.d.
garnaflækju eða garnastíflu.
Þó áðurnefnd einkenni geti verið vís-
bending um krabbamein er þó mun lík-
legra að slíkt sé til komið af öðrum or-
sökum svo sem vegna afrifa eða
gyllinæðar.
SPEGLUN TIL GREININGAR
Þegar einkenni koma fram er rétt að
fara í læknisrannsókn. Unnt er að rann-
saka hvort blóð sé í hægðum og ef blóð
finnst við slfka skoðun getur það verið vís-
bending um krabbamein, þó aðrar skýr-
ingar geti legið að baki. Hluti af venjulegri
læknisfræðilegri líkamsskoðun er þreifing
í endaþarm. Við slíka skoðun getur fundist
æxlisvöxtur eða fyrirferð sem þarf að rann-
saka nánar. Við þreifingu læknis á kvið er
stundum hægt að finna fyrirferð sem
getur verið vegna æxlisvaxtar í ristli.
Áreiðanlegasta rannsóknin er speglun.
Unnt er að gera endaþarmsspeglun og
svonefnda bugaristilspeglun og er sú
rannsókn tiltölulega auðveld. Einnig er
unnt að gera heildarristilspeglun þar sem
allur ristillinn er skoðaður, en sú rannsókn
krefst ítarlegri úthreinsunar. Þá er unnt að
skoða breytingar (öllum ristlinum með því
að setja sveigjanlegt speglunartæki inn
um endaþarminn, þræða það upp eftir
ristlinum og skoða þannig slímhúðina.
Hægt er að taka vefjasýni úr meinum eða
afbrigðilegri slímhúð og með vefjarann-
sókn er unnt að komast að þvf hvort um
illkynja mein sé að ræða. Einnig er unnt
að fjarlægja ristilsepa, sem geta verið
forstig ristilkrabbameins, ( gegnum slík
speglunartæki. Nýlega er farið að nota
tölvusneiðmyndartæki til að taka myndir
af ristlinum eins og verið sé að spegla rist-
ilinn að innan og skima eftir breytingum í
slímhúðinni.
ÆXLIÐ SKORIÐ BURT
Ristil- og endaþarmskrabbamein eru
fyrst og fremst meðhöndluð með skurð-
aðgerð. Til að minnka líkurnar á end-
urkomu krabbameinsins fjarlægir skurð-
læknirínn ekki eingöngu sjálft æxlið heldur
Ristil- og endaþarmskrabbamein
Nýgengi og dánartíðni
1951- 1956- 1961- 1966- 1971- 1976- 1981- 1986- 1991- 1996- 2001-
1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005
Greiningarár / dánarár
20 HEILBRIGÐISMÁL 1/2007