Heilbrigðismál - 01.07.2007, Side 9
ómar Óskarsson
STAFRÆNAR MYNDIR
ERU FRAMTÍÐIN
Baldur F. Sigfússon er sannfærður um ágæti nýrrar tækni við brjóstamyndatökur
Breytingar eru fyrirhugaðar á tækni við
brjóstamyndatöku á röntgendeildum Leit-
arstöðvar Krabbameinsfélags íslands og
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, bæði
við almenna krabbameinsleit í brjóstum
(hópleit) og við greiningarmyndun vegna
einkenna. Er stefnt að því að þær geti
komið til framkvæmda á næsta ári. I stað
hefðbundinnar aðferðar með röntg-
enfilmum I Reykjavik og I fartæki þaðan
(og stafræns plötukerfis á Akureyri) verður
tekin upp bein stafræn tækni sem mun
hafa í för með sér gjörbreytingar á vinnslu
myndanna, úrlestri, geymslu og aðgengi
að þeim. Röntgentækin verða af nýjustu
gerð en aðferðin við myndatökuna sjálfa
er hin sama og áður og því verða konur
kannski ekki varar við miklar breytingar.
„( stuttu máli þýðir þetta hins vegar
nánast byltingu í öllu vinnuumhverfi röntg-
enlækna og geislafræðinga," segir Baldur
F. Sigfússon, yfirlæknir röntgendeildar, I
stuttu spjalli við Heilbrigðismál. „Geisla-
fræðingarnir munu sjá myndina strax á
tölvuskjá og geta þá metið hvort hún hefur
heppnast nógu vel eða hvort nauðsynlegt
sé að taka nýja mynd. Að öðrum kosti fer
myndin beint rafrænt í geymslu. Við grein-
ingarmyndun geta læknar þvl tekið mun
fyrr til við úrlesturinn á skjávinnustöð í stað
þess að bíða eftir því að filmurnar hafi
verið framkallaðar og skoða þær slðan á
Ijósaskáp." Baldur segir að sjálf mynda-
takan muni ganga jafnhratt fyrir sig og
áður, hún taki áfram aðeins fáeinar mln-
Útboðsgögn vegna kaupa á stafræn-
um tækjabúnaði voru send út í
byrjun júní.
útur, en mikill vinnu- og tímasparnaður sé
að losna við framköllunina á filmunum.
„Hópleitarmyndirnar fara einnig beint I
geymslu, fyrst I stað að minnsta kosti I
Reykjavík, þannig að auðvelt verður að kalla
þær fram og lesa úr þeim þegar hentar, I
stað þess að þurfa að bíða eftir uppheng-
ingu mikils fjölda mynda á safnljósaskápa
og lesa slðan úr þeim I einu lagi."
ELDRI MYNDIR GEYMDAR
„Meginbreytingin er með öðrum orðum
sú að röntgenfilmur llða undir lok eins og
á öðrum röntgendeildum, framköllun
verður óþörf og þvl hægt að leggja af
framköllunarvélar og hætta að sýsla með
framköllunarvökva. Þetta hefur I för með
sér vinnusparnað, og við hættum filmu-
kaupum og notkun heilsuspillandi efna
sem hlýtur að teljast umhverfisvæn fram-
för. Eftir sem áður þurfum við þó lengi enn
að hafa aðgang að eldri myndum, röntg-
enfilmunum, til að bera þær saman við
þær nýju.
Önnur breyting er slðan tengd varðveislu
myndanna. Með nýju tækninni verða þær
geymdar á stafrænu formi I tölvum, þannig
að aðgengi að þeim verður auðveldara og
kostnaðarminna. Þegar ftá llður mun vinna
vegna gamalla filmurannsókna hverfa að
mestu leyti og loks alveg."
Baldur segir að helsta breytingin sem
snýr að læknum sé úrlesturinn. „Úrlest-
urinn mun fara fram á þessu stafræna
formi, á tölvuskjá. Myndgæðin ættu að
verða enn jafnari en nú, og þegar myndin
er til skoðunar má beita ákveðinni tækni til
að breyta myndsvertu og andstæðum I
mynd, sem á að geta auðveldað ákvörðun
um hvort eitthvað sé athugavert. Þessi
myndgerðartækni ætti því að geta gefið
betri árangur, einkum væntum við þess að
auðveldara verði að finna smáæxli I
brjóstum með miklum kirtilvef.
Ekki er þó víst að úrlesturinn taki neitt
minni tíma en nú, kannski jafnvel heldur
meiri, einkum I byrjun meðan verið er að
venjast tækninni. Annað sem stuðlað gæti
að lengri úrlestrartíma er notkun svokall-
aðs bendiforrits, sem er í stöðugri þróun
og hefur náð nokkurri útbreiðslu á síðari
árum. Forritið, sem yrði innbyggt f hug-
búnaðinn, merkir á skjámyndinni þá staði
sem gætu verið grunsamlegir um krabba-
mein. Notkun bendiforrits ætti að geta
stuðlað á jafnari og ef til vill aukinni grein-
ingarnæmni, einkum þegar aðeins einn
læknir les úr myndunum.
Ennfremur er unnt að senda myndirnar
rafrænt nánast hvert og hvenær sem er.
Þegar læknir er að lesa úr myndunum á
tölvuskjá getur hann til dæmis ráðfært sig
við samstarfslækni í öðru húsi, öðrum bæ
eða jafnvel öðru landi ef hann er sjálfur
óviss um túlkun á myndum. Þetta þýðir þó
ekki að við ætlum okkur að senda þær um
allar jarðir, heldur verður þetta allt f
ákveðnum farvegi og þess vandlega gætt
að ekki verði misfarið með gögn. Tvöfaldur
úrlestur hópleitarrannsókna verður einnig
auðveldari með þessu móti.
Þá má nefna að þessi nýja tækni mun
örugglega hafa f för með sér aukinn skiln-
ing og auðveldari miðlun fræðslu og
Baldur F. Sigfússon hefur verið
yfirlæknir Röntgendeildar Krabba-
meinsfélagsins síðan 1985.
HEILBRIGÐISMÁL 1/2007 9