Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 10
FA ELDRI BORGARAR SÖMU ÞJÓNUSTU OG AÐRIR EF ÞEIR GREINAST MEÐ KRABBAMEIN? reynslu meðal röntgenlækna og annarra sérfræðinga, til dæmis á reglulegum sýn- ingar- og samráðsfundum röntgenlækna, skurðlækna, krabbameinslækna og meina- fræðinga." AUKIN AFKÖST OG MEIRI GÆÐI Baldur segir að þessi breyting geti því haft í för með sér aukin afköst, meiri myndgæði og hagræðingu. „Okkur finnst sjálfsagt að taka þetta upp núna og höfum unnið lengi að því að stíga þetta skref. Fyr- irætlanirnar hafa nýlega verið kynntar flestum framleiðendum þessara tækja og nú hefur verið ráðist I útboð, enda telur stjórn Krabbameinsfélagsins nokkuð Ijóst að fjármagn fáist til að fara af stað." Nokkrir fjársterkir aðilar, fyrirtæki og einstaklingar, hafa gefið Krabbameins- félaginu samtals 200 milljónir króna til að kaupa fimm stafræn röntgentæki. Annar stór en óhjákvæmilegur kostnaðarliður eru meðal annars kaup á hugbúnaði (upplýs- inga- og myndgeymslukerfi) og vélbúnaði sem snýr að úrvinnslu og geymslu tölvu- gagna. Ásamt tengingum, uppsetningu tækja og forritunarvinnu, svo og nauðsyn- legri endurnýjun ómtækis, verður sá kostn- aður vart undir 150 milljónum króna og er fjármögnunin þegar komin vel á veg. Baldur nefnir líka enn eitt atriði varðandi hina nýju tækni sem hann segir að geti skipt sköpum hvað snertir framtíð leitarstarfsins. Það snýst um að fá röntgenlækna til þessara starfa, en mikill skortur hefur verið á þeim árum saman. „Nú, þegar hillir undir þessar breytingar, erum við loks að fá aftur til okkar lækna sem unnu áður á deildinni fyrstu árin og myndu síður gefa kost á sér ef við ætl- uðum að halda áfram með eldri aðferð. Um leið getum við ef til vill ýtt undir að ungir læknar vilji gerast sérfræðingar á þessu sviði myndgreiningar. Jafnframt er brýnt að bæta aðstöðu Leitarstöðvarinnar hér í Skógarhlíð- inni, en húsnæðið er að springa utan af starfseminni. Vonandi tekst stjórn félagsins að leysa úr þeim vanda með okkur." KONUR MÆTTU MÆTA BETUR Stafræn röntgenmyndataka er í sjálfu sér alls ekki ný af nálinni, en reynsla af henni varðandi brjóstarannsóknir er þó ekki ýkja löng ennþá miðað við sams konar myndgreiningu á öðrum sviðum. Baldur segir nauðsynlegt að gera upp, hér sem annars staðar, árangur með stafrænni að- ferð til að bera saman við eldri aðferð. „Við teljum þó engan vafa á því að þetta er framfaraskref og að við getum ekki síst vænst betri árangurs hvað snertir grein- ingu lítilla æxla, þó meiri og reglulegri þátt- taka í kvenna hópleitinni væri sennilega enn mikilvægari í þvl sambandi! Enda þótt stofnkostnaður við hina nýju tækni sé mun meiri en við venjulega endurnýjun eldri tækja held ég að hún sé fyllilega réttlæt- anleg og í raun óhjákvæmileg," segir Baldur F. Sigfússon yfirlæknir Röntg- | endeildar Krabbameinsfélags Islands að | lokum. s JT. I Undanfarna hálfa öld, eða frá árinu 1955, hafa upplýsingar um öll ný krabba- mein sem greinst hafa á Islandi verið skráðar í Krabbameinsskrá Krabbameins- félags íslands. Þar er meðal annars getið um aldur sjúklings við greiningu, kyn hans og í hvaða líffæri æxlið á uppruna sinn. Síð- ustu árin hafa um 66% karla sem greindust með krabbamein verið 65 ára eða eldri en samsvarandi tala hjá konum er um 49%. Hér á landi er aðeins ein krabbameins- lækningadeild en hún er á Landspítalanum við Hringbraut. Þar er sinnt geisla- og lyfja- meðferð krabbameinssjúkra f framhaidi greiningar og aðgerða. Við athugun á ald- ursdreifingu nýrra sjúklinga sem komið hafa til meðferðar á deildinni kemur í Ijós að um helmingur þeirra er 65 ára eða eldri. Af tölum þessum má sjá að aldursdreifing þeirra sem fá meðferð er svipuð og aldurs- dreifing þeirra sem greindust með krabba- mein. íslendingar eru yngstir norrænu þjóð- anna og eru nú aðeins 11,6% landsmanna 65 ára eða eldri. Þrátt fyrir það er um helmingur allra þeirra Islendinga sem greinast með krabbamein úr þessum ald- urshópi. Eldri borgurum á eftir að fjölga mikið á næstu árum og er talið að um nær tvöföldun verði að ræða árið 2030 og þar meðtilsvarandifjölgun nýgreindra krabba- meinssjúklinga árlega. Á undanförnum áratugum hefur ævi- lengd aukist verulega, ekki síst hjá íbúum hinna þróuðu landa. Eru (slendingar þar í fremstu röð, bæði hvað varðar karla og konur. Jafnframt er Ijóst að ævilengd á eftir að aukast enn frekar á komandi árum. Við meðferð krabbameins er skilgrein- ing á lækningu gjarnan miðuð við að við- komandi einstaklingur sé á lífi fimm árum frá greiningu sjúkdóms síns. En hverjar eru þá fimm ára lífslfkur þeirra íslendinga sem nú hafa náð ellilífeyrisaldri? Líkurnar á því að 70 ára íslensk kona verði 75 ára eru nú 92%, en hvað karlana varðar eru líkurnar 87%. Um 75% íslenskra kvenna sem ná 80 ára aldri verða 85 ára, en samsvarandi tölur hjá körlum eru 65%. Við athugun á árangri meðferðar krabbameinssjúkra á (slandi var byggt á tölum Krabbameinsskrárinnar um fimm ára lífshorfur þeirra sem greindust annars vegar við upphaf krabbameinsskráningar, 1956-1965, og hins vegar á árunum 1991- 2000. Þegar sjúklingum er skipt í fimm aldurshópa eftir kyni kemur í Ijós að mikil breyting hefur orðið á lífshorfum íslenskra krabbameinssjúklinga á þessu tímabili. Forsíðumyndin og þessi mynd voru teknar af nokkrum hressum íbúum Hrafnistu í Reykjavík. Á myndinni eru (í stafrófsröð): Bára Sigurðardóttir, Eiríkur Jónsson, Erlendur Þórðarson, Gísli H. Elíasson, Guðrún Elíasdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Guðrún Sölvadóttir, Jóhanna Þórðardóttir, Matthía Jónsdóttir, Oddgeir Ottesen, Soffía Jónsdóttir, Þorgrímur Pálsson og Þórdís Hansdóttir. 10 HEILBRIGÐISMÁL 1/2007

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.