Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 25

Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 25
SLOKUN - TIL AÐ VINNA GEGN SPENNU Við þurfum að gefa okkur tíma til að láta líða úr okkur eftir amstur dagsins Frásagnir af slökun eða hugrækt eru í elstu rituðum heimildum. Slökun þekkist ( öllum menningarsamfélögum heims og öllum trúarbrögðum. Ef til vill er bænin slökunarform hins kristna manns. Hug- rækt eða slökun hefur þótt sjálfsögð frá örófi alda en á tíma hraðans virðist tak- markaður tími til að láta líða úr sér. AÐ LÁTA LÍÐA ÚR SÉR Slökun þekkja allir af eigin raun. Kann- ast ekki flestir við það þegar börn eru að leik hvernig þau ærslast allan liðlangan daginn án þess að sýna merki þreytu? Þegar betur er að gáð sést að þau hvíla sig öðru hvoru til að láta líða úr sér. Þegar við eldumst förum við að færa okkur aukið úthald í nyt en gleymum að slaka á. Við förum því að eiga erfiðara með að takast á við hið daglega amstur og með tíð og tíma er hætt við að sálvefræn röskun fari að gera vart við sig. Eðlilegt er að líkaminn starfi eins og vel smurð vél sem gengur undurþýtt. Þegar við förum að verða áþreifanlega vör við starf líkamans eru það merki þess að eitt- hvað sé að fara úrskeiðis og betra sé að hægja á ferðinni. Margir hirða l(tt um sllka viðvörun og halda slnu striki. Þegar til lengdar lætur ágerast óþægindin uns ekki verður lengur við unað. Nauðsynlegt er að þekkja merki lík- amans sem gefa til kynna hvaða áreiti um- hverfisins valda álagi og hvenær spenna er að byrja að setjast að f líkamanum. Þá er rétta augnablikið til að beita slökun, en það getur verið full seint þegar við erum orðin mjög spennt. ÁREITI VELDUR SPENNU Með því að stunda skipulega slökun öðlast maður einnig næmi til að greina hin vægustu áreiti sem valda spennu. ( því kann að felast þversögn. Það er hins vegar svo að þeir sem eru spenntir greina oft ekki spennu fyrr en hún er orðin yfirþyrm- andi vegna þess að þeir hafa lært í tímans rás að leiða hjá sér væg áreiti. Þetta má greina á ýmsan hátt. Hinum spenntu hættir til að tileinka sér svonefnda brjóstholsöndun í stað kvið- arholsöndunar. Þá verður öndunin grunn, hröð og óregluleg. Við það þéttist súrefni í blóði og sýrustig blóðsins breytist. Þessu fylgja óþægindi sem mörgum eru kunn svo sem ör hjartsláttur, andnauð, svimatil- finning og það slær út svita. Hinir spenntu verða við það óttaslegnir og halda að þeir séu haldnir hættulegum sjúkdómi. Þeir átta sig ekki á því að skýringa kunni að vera að leita í viðbrögðum við daglegu amstri. Þessu má Kkja við að reykskynjari sé ofurnæmur og í hvert sinn sem ristuð er brauðsneið hringi bjallan eins og um elds- voða sé að ræða. AÐ TÆMA HUGANN Slökun og spenna eru jafn ólík og olía og vatn sem ekki blandast saman eða eins og andstæðir pólar á segulstáli sem hrinda hvor öðrum frá sér. Sá sem er spenntur getur ekki verði afslappaður um leið. Á sama hátt getur sá sem er afslappaður ekki verið spenntur. Slökun er eðlileg aðferð til að vinna gegn spennu, aðferð sem lengi hefur þekkst í öllum menningarsamfélögum heims. Sem dæmi má nefna þann sið sem áður var í heiðri hafður til sjávar og sveita að leggja sig eftir hádegismat og láta sér renna I brjóst. Sá siður hefur lagst af hér á landi en finnst enn í suðrænum löndum þar sem menn taka „síestu" um miðbik dags þegar heitast er. Eitt aðalmarkmið með slökun er að tæma hugann og ná valdi á öndun. Flestir kannast við að það er erfitt að horfa á sjónvarp og halda þræði í símtali um leið. Eins er það í slökun að mikilvægt er að leiða hjá sér truflandi hugsanir sem sækja á hugann. Það er einkennandi fyrir flestar tegundir hugræktar að hafa sama orðið yfir í hug- anum aftur og aftur og tengja það frá- öndun, en þá slakar líkaminn á. Gagnlegt er að draga seiminn þegar orðið er haft yfir. Venjulega verður fyrir valinu orð sem ekki tengist neinu spennuvekjandi. Talan fimm er gott dæmi um slíkt orð en oft eru notuð orð úr annarri tungu, sem ekki hafa sérstaka merkingu fyrir þann sem notar þau. MARGT SAMEIGINLEGT Margar mismunandi tegundur slökunar eru til en nokkrir þættir virðast vera sam- eiginlegir þeim öllum. (fyrsta lagi hugræn fyrirmæli til sjálf sín, oftast merkingarlaus orð til að bægja frá truflandi hugsun. ( öðru lagi er það hlutlaus afstaða sem einkennist af því að leyfa slökuninni að koma af sjálfri sér, án áreynslu. (þriðja lagi er mikilvægt að draga úr vöðvaspennu með því að finna þægilega stöðu svo álag á vöðva sé eins litið og unnt er. I fjórða lagi að stunda slökunina með augun lokuð, yfirleitt á sama stað og tíma, á kyrrrlátum stað til að draga úr áhrifum umhverfis. Slökunaraðferðum má skipta í fjóra flokka: 1. Virkar aðferðir svo sem kerfis- heilbriqðismAl 1/2007 25

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.