Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 18
ÚR EINU HERBERGI í STÓRHÝSI Halldóra Thoroddsen var framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags íslands í áratugi og rifjar hér upp samstarfið við frumkvöðlana og fleira Halldóra Thoroddsen starfaði hjá Krabbameinsfélaginu um áraraðir og man tímana tvenna hvað varðar starfsaðstöðu, umfang starfseminnar, fjárhaginn og í raun allt yfirbragð félagsins í gegnum árin. Allt hefur þetta tekið miklum breytingum frá því hún hóf störf hjá Krabbameinfélagi íslands og Krabbameinsfélagi Reykjavíkur árið 1954, þegar félögin voru rétt að slíta barnsskónum. Þá dugði eitt lítið herbergi í húsi Rannsóknastofu Háskólans og Blóð- bankans við Barónsstíg en í dag er fjögurra hæða hús með kjallara að springa utan af starfseminni. „ Ég var ráðin til að stýra skrifstofunni og um leið sinna skrásetningu krabbameina. Sú skráning var í rauninni upphafið að Krabbameinsskránni sem við þekkjum I dag," segir Halldóra. „Hvað varðar félagið sjálft voru verkefnin einkum tengd félags- gjöldum og fjármálum og að sinna ýmsum erindum. En það var fljótlega umfangs- mikið verkefni að sinna skráningu krabba- meinanna og síðar að koma leitarstarfinu af stað, en frumkvöðlar félagsins höfðu veg og vanda að undirbúningi þess." HREIF FÓLK MEÐ SÉR Fyrstu forráðamenn Krabbameinsfélags Reykjavíkur, Niels Dungal sem kjörinn var formaður, og Alfreð Gíslason varafor- maður mótuðu starfið og þeir leiddu starfsemina fyrstu árin. Tveimur árum eftir stofnun Krabbameinfélags Reykjavlkur var Krabbameinfélag íslands stofnað og varð Niels formaður þess. Niels Dungal prófessor og forstöðu- maður rannsóknastofu Háskólans var helsti forgöngumaðurinn um stofnun Krabbameinsfélagsins. „Hann hafði lag á því að drlfa með sér broddborgara bæj- arins og setja með því ákveðið yfirbragð á félagið. Það átti áreiðanlega sinn þátt I að félagið fór vel af stað," segir Halldóra. Halldóra segir að Niels Dungal hafi átt þá hugmynd að safna skipulega upplýs- ingum um fjölda krabbameina. „Hann var fyrst og fremst vlsindamaður og var alltaf að hugsa um að fræða og var mjög laginn við að hrlfa menn með sér, hvort sem það voru lærðir menn eða leikir. Hann stóð fyrir útgáfu Fréttabréfs um heilbrigðismál og skrifaði það sjálfur að mestu fyrstu árin. Mér fannst furðu sæta hvað hann var af- kastamikill. Þegar ég spurði hann eitthvað út I þessi fjölmörgu verkefni hans sagðist hann fara á fætur klukkan 6 og skrifa til 8 áður en önnur störf hæfust. Það var hug- sjón hans og ástríða að vera alltaf að fræða og hann var alltaf að segja mér eitthvað. | „Vitið þér það ekki Halldóra," gat hann | stundum sagt - og já, við þéruðumst eins % og tíðkaðist á þessum tíma." o „Það bar minna á Alfreð en hann var hugsandi maður og lagði margt gott til málanna. Hann kom oft og rabbaði við mig og hvatti. En allt voru þetta heiðurs- menn og það var gaman að vinna með þeim. Þeir sinntu margháttuðum störfum fyrir félagið, héldu fræðslufundi, fluttu er- indi, skrifuðu greinar en máttu líka vera að því að velja með okkur húsgögn eða sinna slíkum verkefnum sem þurfti að vinna. Og fyrir utan þessa tvo voru fjölmargir aðrir sem störfuðu fyrir félagið á þessum fyrstu árum, bæði í stjórnum, sem starfsmenn leitarstöðvar og við önnur verkefni." „Krabbameinsskráninguna unnum við þannig fyrstu árin að við fengum upplýs- ingar sendar frá starfsmönnum á Rann- sóknastofu Háskólans í meinafræði, frá öðrum læknum og stundum fór ég sjálf yfir læknaskýrslur til taka þaðan upplýs- ingar um krabbameinstilfelli. Þetta var vit- anlega allt unnið I trúnaði en ég er samt ekki viss um að þessar aðferðir myndu ganga í dag." Halldóra segir Niels Dungal hafa verið mikinn vísindamann. „Hann hugsaði (allar áttír og með því að hafa forgöngu um leitar- og rannsóknastarf félagsins freist- aði hann þess að leita að þeim lykli sem getur opnað mönnum dyrnar að lausn þess af hverju krabbamein stafa." AFBRAGÐSFÓLK í STJÓRN Halldóra segir að þótt Niels Dungal hafi verið óumdeildur forystumaður og frum- kvöðull í starfi Krabbameinsfélagsins og Alfreð stutt hann dyggilega hafi allmargir aðrir verið kallaðir til ýmissa verkefna. „Þeir lágu heldur ekki á liði sínu Hjörtur Hjartarson, Friðrik Einarsson, Ólafur Bjarnason og Gunnlaugur Snædal, svo einhverjir séu nefndir. Þessir menn störf- uðu af hugsjón fyrir félagið eins og Niels og Alfreð. Þrír þeirra voru læknar en Hjörtur kom úr viðskiptalífinu og ég hugsa að Niels hafi haft auga fyrir því að fá til liðs við sig menn sem hann vissi að gátu verið haukar í horni hvað varðaði fjáröflun og annað sem reksturinn og félagsstarfið krafðist," segir Halldóra og minnir á að Hjörtur hafi til dæmis verið betri en enginn þegar húsakaupin í Suðurgötunni voru af- ráðin og einnig þegar flutt var ( Skóg- arhlíðina. KONUR SÝNDU LEITINNI ÁHUGA Leitarstarfið hófst í húsnæði Heilsu- verndarstöðvarinnar við Barónsstíg og var fyrsta krabbameinsleitarstöðin fyrir al- menning rekin á vegum Krabbameins- félags Reykjavíkur. „Hugmyndin um leitarstarf hafði lengi verið til umræðu hjá forráðamönnum félagsins og Alfreð bar hana fyrst fram á aðalfundi árið 1955 og leitin hófst svo tveimur árum síðar. Þetta var leitarstöð A og þar komu við sögu þeir Gunnlaugur Snædal og Richard Thors. Síðan tók við leitarstöð B þegar félagið flutti (Suðurgöt- una og þá sá Alma Þórarinsson um hana. Halldóra Thoroddsen framan við hús Rannsóknastofu Háskólans í meina- fræði. Þar var skrifstofa Krabba- meinsfélagsins til húsa þegar hún hóf störf hjá félaginu árið 1954. 18 HEILBRIGÐISMÁL 1/2007

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.