Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 16
EINS OG ÉG HEFÐI VERIÐ KÝLD NIÐUR María Norðdahl hefur öðlast áræðni, kraft og þor eftir krabbameinsmeðferð „Að fara í gegnum svona aðgerð og lyfjameðferð í kjölfarið var eins og ég hefði verið kýld niður á núllpunkt. Ég sé ekki fram á að ná fullum bata fyrr en eftir tvö til þrjú ár." Svo mælir María Norðdahl kenn- ari sem var skorin upp við ristilkrabbameini í febrúar 2006 og lauk lyfjameðferð hálfu ári síðar. Hún þurfti reyndar að gangast undir tvær aðgerðir sökum þess að tengingin á ristli gaf sig og hún fékk sýkingu og líf- himnubólgu. Lyfjagjöfin stóð í tvo sól- arhringa í senn en á milli þess sem María lá á spítala vann hún hjá Kennarasambandi íslands. „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að hafa mína hentisemi í vinnunni því það var í raun hluti af andlegri end- urhæfingu. Fólkið hjá Kennarasamband- inu er yndislegt og reyndist mér einstak- lega vel." María hefur verið í iðjuþjálfun og end- urhæfingu hjá Ljósinu, en starfsemi þess er sniðin að þörfum krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. „Mér finnst vanta heildstæðara upplýsingaflæði og eft- irfylgni fyrir krabbameinssjúklinga af hálfu spftalans. Og þar fyrir utan er ekki upplífg- andi að fara í endurhæfingu á sömu sjúkrastofnun og aðgerðin fór fram. Ljósið býður upp á iðjuþjálfun af ýmsu tagi, Ifk- amsrækt, nudd og jóga." María segir að aukaverkanirnar af § krabbameinslyfjunum hafi verið það versta J í sjúkdómsferlinu. „Lyfin valda eitrun í o taugakerfinu með þeim afleiðingum að öll J hreyfing verður erfiðari og athafnar dag- legs lífs raskast. Við það getur skapast vítahringur. Vöðvar rýrna, stoðkerfið hrynur, jafnvægi raskast og svo mætti lengi telja. Líkamsræktin hefur hins vegar byggt upp áræðni, kraft, þor og sjálfs- traust. Bara það að fá rétt innlegg í skó breytti því að ég gat farið að hreyfa mig eðlilega á ný." María segir að engin kúvending hafi orðið í matarvenjum hennar þrátt fyrir María hefur þurft að glíma við aukaverkanir vegna krabbameins- lyfjanna. sjúkdóminn en afstaða hennar til lífsins hefur breyst töluvert. „Ég sé flest í nýju Ijósi, kann betur að meta það sem ég hef og hef ennfremur kynnst fólki á annan hátt." ÞÞ. NÚ NJÓTUM VIÐ HVERS EINASTA DAGS Konráð Guðmundsson fyrrum hótelstjóri hefur náð fullum bata eftir ristilkrabbamein „Ég var staddur á Mallorca í maí árið 1996 þegar ég fann fyrst fyrir óþægindum í kviðnum. Ég fór hins vegar ekki til læknis fyrr en fimm mánuðum síðar. Guðmundur Vikar læknir sendi mig í ristilskoðun til Hallgríms Guðjónssonar sem dreif mig Krabbamein í ristli og endaþarmi er annað algengasta krabbameinið hjá körlum og hið þriðja hjá konum. Ár hvert greinast um 120 íslend- ingar með þennan sjúkdóm og eru karlarnir fleiri en konurnar. Meðalaldurinn er 71 ár hjá körlum og 72 ár hjá konum. nánast beint I aðgerð til Tómasar Jóns- sonar. ( kjölfar hennar tók við hálfs árs lyfjameðferð undir handleiðslu Helga Sig- urðssonar. Allt eru þetta afbragðsmenn." Konráð Guðmundsson er léttur í lund enda laus við sjúkdóminn og nýtur sam- veru við börnin, barnabörnin og barna- barnabörnin. „Já, blessuð börnin eru út um allt. Það er yndislegt að hafa tima og næði til að njóta þeirra." Hótelstjórinn fyrrverandi á Hótel Sögu segist hafa fengið bestu aðhlynningu sem völ var á á spitalanum á sínum tima. „Það var aldeilis hugsað vel um mann. Ég kom reglulega í eftirlit á göngudeildina en fimm árum síðar var ég útskrifaður og talinn læknaður." Konráð segist hafa gengið fram og til baka heima hjá sér og upp og niður stiga til að ná fyrri styrk. „Sumir vilja meina að það að þramma svona fram og til baka sé fyrsta stigs geðveiki," segir kappinn og hlær. Aðspurður um viðbrögðin við því að hafa fengið tíðindin um krabbamein segir Konráð að honum hafi fundist læknirinn 5 2 o «j E O Konráð var feginn að hann skyldi hafa fengið krabbamein en ekki einhver annar í fjölskyldunni. ekki hafa verið að tala við sig. Bryndís, dóttir hans, segir að hann hafi margtuggið það hversu feginn hann var að hann skyldi hafa greinst en ekki einhver annar (fjöl- skyldunni. Konráð drakk lúpínuseyði sam- hliða lyfjagjöfinni og segir að það hafi gert sér gott. „Núna lifum við hjónin bara lífinu lifandi og njótum hvers einasta dags." ÞÞ. 16 HEILBRIGÐISMÁL 1/2007

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.